Allt um íþróttir - 01.03.1952, Side 12
Karl Gunnlaugsson, Umf. Hrunam. 1.75
Jóhann R. Benediktsson, Umf. Kefl.1.75
Haukur Clausen, Í.R.................1.75
Jafet SigurÓsson, K.R...............1.75
Skúli var ekki í góðri æfingu s.l.
sumar, en dugði þó vel, er á hólm-
inn var komið og sigraði sem kunn-
ugt er í hástökkinu í landskeppn-
inni 1 Osló. Sigurður var líka ekki
nærri eins góður og sumarið 1950,
enda átti hann nú við meiðsli að
stríða fram eftir sumri, auk þess,
sem hann keppti nú mun sjaldnar
í þessari grein en það ár.
Leitun mun vera að eins góðri
líkamsbyggingu fyrir hástökk og
hjá austfirzka risanum Jóni Ólafs-
syni, um hann mætti segja, að
hann væri bókstaflega skapaður
fyrir íþróttir. Það er langt síðan
Jón kom fram á sjónarsviðið og
vakti strax miklar vonir, en þótt
þær vonir virðist nú að miklu leyti
hafa brugðizt, er Jón ávallt harður
í horn að taka þegar hann keppir.
Kolbeinn Kristinsson iðkar nú
hástökkið fremur sem aukagrein,
en er samt oftast viss með 1.75—
1.80. Þessum árangri náði hann í
Noregi.
Þá kemur Örn Clausen, hann
keppti aðeins einu sinni í hástökki
á sumrinu, og er ekki ólíklegt, að
með því að keppa oftar, hefði hann
getað stokkið 1.85—1.90.
Páll Þ. Kristinsson, sem þykir
sérlega efnilegur hástökkvari, tók
miklum framförum á sumrinu
(1.73 m. 1950); er ekki ólíklegt, að
hann eigi eftir að taka miklum
framförum. Gísli Guðmundsson er
einn sterkur hástökkvari, sem m. a.
sigraði Kolbein tvisvar á keppnis-
árinu. Birgir Helgason hækkaði sig
um 11 cm. á sumrinu og var í stöð-
ugri framför allt sumarið. Hann á
framtíðina fyrir sér, en er ennþá
dálítið óviss í stíl, en á því ætti
hann að geta ráðið bót, og þá er
ekki gott að segja, hvar hann
stanzar.
Næst koma svo 4 menn með 1.75,
allt ágætir hástökkvarar, sem von-
andi eiga eftir að sýna getu sína
enn betur síðar.
Langstökk:
örn Clausen, f.R...................7.12
Torfi Bryngeirsson, K.R............7.06
Kristleifur Magnússon, Týr........6.90
SigurSur FriSfinnsson, F.H.........6.88
Valdimar örnólfsson, Í.R...........6.69
GarSar Arason, F.I.S., Sigluf.....6.67
Karl Ólsen, Umf. NjarSv............6.63
Guttormur Þormar, Umf. Fljótsd. . 6.53
Ólafur Jónsson, XJmf. Leiknir .... 6.51
Gunnlaugur Jónasson, HörSur, Isaf. 6.50
GuSm. Hermannsson, HörSur, Isaf.. 6.50
í raun og veru lögðu þeir Öm
og Torfi litla áherzlu á langstökk-
ið s.l. sumar. Þó reyndust þeir hin-
ir beztu að vanda, er á reyndi, eins
og öllum er kunnugt. Árangur
þeirra er nú ekki jafn góður og
1950, aðallega er hér þó um aftur-
för að ræða hjá Torfa, en hún staf-
ar fyrst og fremst af því, hve lítið
hann æfði langstökk.
Kristleifur Magnússon átti við
erfiðleika og vanheilsu að stríða
veturinn 1951 og olli það því, að
hann komst ekki fyrr en mjög
seint í æfingu, eða ekki fyrr en
eftir miðjan september. Þessi ár-
angur hans er frá fimmtarþraut
Vestmannaeyja. Ekkert er líklegra
en Kristleifur stökkvi yfir 7 m. nú
í sumar.
48
ÍÞRÓTTIR