Allt um íþróttir - 01.03.1952, Blaðsíða 13

Allt um íþróttir - 01.03.1952, Blaðsíða 13
Sigurður Friðfinnsson hefur sýnt það, að hann er litlu síðri langstökkvari en hástökkvari, en spurningin er sú, hvort íslenzka landsliðið hafi efni á, að hann van- ræki hástökkið. Árangur Sigurðar er frá Meistaramótinu, en þar varð hann sem kunnugt er meistari í þessari grein. Á meistaramótinu var um örlítinn meðvind að ræða, svo að árangur Sigurðar er e. t. v. lítið eitt hagstæður. Næstur kemur svo Valdimar Örnólfsson, sem virðist vera upp- rennandi langstökkvari og tók miklum framförum á sumrinu. Garðar Arason er ungur Sigl- firðingur og vakti mikla athygli með hinum ágætu framförum, sem hann tók á sumrinu. Það er geysi- mikill kraftur, sem býr í Karli Ól- sen og einhvern veginn finnst mér hann aldrei beita honum til fulls. En hvemig mundi kraftur hans nýtast í þrístökki? Það væri ekki svo vitlaust hjá honum að athuga það. Guttormur Þormar virðist nú heldur vera tekinn að dala, en á samt alltaf yfir jafnmikilli hörku að búa, þegar á reynir. Ólafur Jónsson, Austfirðingur, býr yfir miklum stökkvarahæfileikum, sem til þessa hafa lítt notið sín. Hér reka þeir svo lestina félag- arnir Gunnlaugur Jónasson og Guðmundur Hermannsson. Sá fyrr- nefndi er líkamsléttur, en mjög fótasterkur og því ekki ólíklegt, að langstökkið hæfi honum vel. Guðmund Hermannsson þekkja all- ir, og þessi árangur hans sýnir það og sannar, hve góðum árangri hann gæti náð i tugþraut, ef; hann keppti í henni. Þrístökk: Kristleifur Magnússon, Týr.......1450 Kári Sólmundarson, Umf. Skallagr. 14.40 Torfi Bryngeirsson, K.R...........14.12 Jóhs. Guðmundsson, Umf. Samh. . 13.48 Vilhjálmur Pálsson, Völsungar . . 13.48 Daníel Halldórsson, l.R...........13.40 HörSur Pálsson, Umf. Tindastóll . 13.32 Hjálmar Torfason, Umf. Ljótur . . 13.28 Helgi Daníelsson, l.R............13.26 Kristján Pétursson, Umf. Keflav. . 13.21 Þrátt fyrir hinn ágæta árangur Kristleifs, verður þó eflaust að telja Kára bezta þrístökkvara árs- ins, því hann sigraði Kristleif í öll þau þrjú skipti, sem fundum þeirra bar saman. Það verður gaman að sjá þessa tvo garpa í sumar vel æfða leiða saman hesta sína. Þá er engan veginn víst, að metið (14.71 m.) eða 15 metrarnir stand- ist áhlaup þeirra. Torfi sýndi nú áþreifanlega, að sama er, hvar hann ber niður, hann er alstaðar samur og jafn, ef til vill yrði hann með því að æfa þessa íþrótt engu síðri þrístökkvari en lang- eða stangarstökkvari, en hann hefur þegar nóg á sinni könnu. Þessir þrír menn voru algerlega í sérflokki, svo sem sjá má af af- rekaskránni. Þeir sem næstir koma eru flestir nýir menn. Hér saknar maður ýmissa nafna frá fyrra ári, svo sem hins eitilharða Jóns Bryngeirssonar, Odds Svein- bjömssonar o. fl. Annars er ekki gott að segja, hvað úr þessum mönnum á eftir að rætast. Þeir Jóhannes og Vilhjálmur eru greini- IÞRÓTTIR 49

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.