Allt um íþróttir - 01.03.1952, Qupperneq 25
l\ú,nar i3i,
’jamaíon:
Fréttabréf frá Svíþjóð.
Stokkhólmi, 10. marz 1952.
Það er nú orðið alllangt síðan
ég lét frá mér heyra, og bið ég
afsökunar á slóðaskapnum.
Hér hefur hver stórviðburðurinn
rekið annan á íþróttasviðinu, og
hafið þið áreiðanlega frétt um þá
þarna heima, löngu áður en þessi
grein kemst fyrir augu ykkar. Ég
vel því það ráðið að spjalla meira
almennt um íþróttirnar hérna í
Svíþjóð.
Svíar eru enn allslegnir eftir
ófarimar í Osló. Þeir höfðu að vísu
ekki gert ráð fyrir jafnmikilli sig-
urför og í St. Moritz, en að svona
herfilega mundi ganga, hafði eng-
um dottið í hug. Mikið hefur ver-
ið um ósigrana rætt margir brand-
arar komið fram um íþróttamenn-
ina. Sá seinasti, sem ég heyrði,
var, að eiginlega væri það ekki
þeirra sök, heldur Óskars konungs
annars, að Svíar unnu ekki Ólym-
píuleikana, eins og þeim „bar“. Því
að ef hann hefði ekki látið Noreg
ganga sér úr greipum, er sam-
bandsslitin urðu, hefðu Svíar unn-
ið. Þá hefur og verið rætt um,
hvort íþróttimar í Svíþjóð séu á
fallanda fæti. Margt finnst mér nú
raunar benda í þá átt. Til dæmis
má nefna, að á íþróttaæfingum
stúdenta í Stokkhólmi mæta venju-
lega 20—30 manns, en stúdentar
eru nálega 1000 hér í borg. Þá má
og nefna, að ég fór til Gávle með
einum bekkjarbróður mínum, sem
þar býr, til að fara á skíði eina
helgi. Veðrið var indælt allan tím-
ann og margir vom á skíðum. En
það, sem vakti furðu mína, var, að
það var næstum allt miðaltira fólk
og smáböm. Unga fólkið hafði
auðsjáanlega önnur áhugamáu.
Hins vegar gera nú íþróttafrömuð-
ir og blöðin allt, sem hægt er, til
að glæða áhugann á ný, en hvort
það tekst, getur einungis framtíðin
skorið úr.
Svo að maður snúi sér að ein-
stökum íþróttagreinum, þá ber
skíðagöngu hæst hér. Sárabót
þótti mörgum að Stokkhólmarinn
Sigge Martin skyldi vinna Vasa-
gönguna svo óvænt og glæsilega.
íshockey er óhemju vinsæl grein
og óneitanlega er það spennandi.
Hef ég þá helzt í huga leiki U.S.A.-
liðsins og „Tre kronor“, sænska
landsliðsins. Fyrri leikurinn var
fyrir hálfum mánuði og endaði 6:6,
og í kvöld unnu Ameríkanar með
6:5. í sænska liðinu spila meðal
annarra tvíburarnir Stig og Hans
Andersson, sem komu með Djur-
IÞRÓTTIR
61