Allt um íþróttir - 01.03.1952, Blaðsíða 31

Allt um íþróttir - 01.03.1952, Blaðsíða 31
Fyrir hvert stórmót undirbýr Botvinnik sig af ótrúlegri ná- kvæmni og elju, jafnt líkamlega sem andlega, rannsakar niður í kjölinn skákir andstæðinga sinna og undirbýr nokkrar byrjanir, sem hann síðan beitir eftir fyrirfram- gerðri áætlun, sem oftast er byggð á sárænu mati á andstæðingunum. Einnig iðkar hann íþróttir sér til heilsubótar, helzt sund og róður, því að það er bjargföst trú hans, að hæfileikarnir séu ekki til mik- ils nýtir, ef líkamlegt heilbrigði er ekki fyrir hendi. Strax og skákum hans lýkur hverfur hann á brott og kemur ekki aftur fyrr en hann á að tefla á ný. Hann var eini keppandinn i heimsmeistaramótinu, sem ekki lét sjá sig, þegar hann átti frí. Meðan hann athugar biðstöður, gætir kona hans þess, að hann hafi ró og næði, með því að taka sér varð- stöðu við dyrnar. Oft hefur hann fundið björgunarleið til jafnteflis eða sigurs við slíka rannsókn. Botvinnik hefur sömu hæfileika og Lasker, að stýra skákinni inn á leiðir, sem andstæðingurinn kann illa við sig á eða hefur óbeit á, og skýrir það að nokkru leyti tökin, sem hann hefur haft á Keres, sem mun aðeins einu sinni hafa unnið hann. Botvinnik beitir fáum byrjunum, en þær sem hann beitir, þekkir hann út og inn, ef svo má segja. Hann á það ekki sjaldan til að koma andstæðingum sínum á óvart með óvæntum leikjum, því að hann er frumlegur og hugmyndaríkur. Venjulega byrjar hann hægt en ör- ugglega að byggja upp skákina í byrjuninni og eykur tökin og þung- ann smátt og smátt í miðtaflinu, og oftast klykkir hann út með leift- urárás, sem molar alla mótstöðu. Afleikir koma afar sjaldan fyrir hjá honum og er það án efa ein af rótum hins óbilandi sjálfstrausts hans, og án þess getur enginn van- azt til að ná hæstu metorðum skák- heimsins, hversu miklir sem hæfi- leikarnir eru. Botvinnik er lítt gefinn fyrir ein- faldar stöður, hann kýs helzt erf- iðar og flóknar stöður. Margir eru mjög miður sín í erfiðum stöðum, en hann virðist njóta þess, að leysa úr erfiðleikunum. Þegar hætturnar steðja að frá öllum hliðum og minnsta andvara- leysi getur þegar í stað leitt til ósigurs, og stöðurnar krefjast stál- tauga og ótruflaðrar einbeitingar vilja og athygli, þá er Botvinnik í essinu sínu. Skákstíll hans er fjarri því að vera varnarstíll, og það er alrangt að halda því fram, að hann kjósi helzt erfiðar stöður til þess að halda í efnislegan ávinning. Hugs- anir hans snúast á hinn bóginn alltaf um árás. Jafnvel þótt hann sé í varnarstöðu, leitar hann sí- fellt eftir tækifæri til að brjótast í gegn með runu (kombínasjón). Leiftursnöggt kemur höggið og vörn er samstundis snúið leiftur- snöggt upp í ómótstæðilega sókn. Slík snögg og óvænt umskipti eru einkennendi fyrir skákir hans. Bot- vinnink þykir um margt svipa ÍÞRÓTTIR 67

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.