Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 7
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
19
50
-
20
15
65
Viðskiptavinum í Vildarþjónustu Arion banka gefst kostur á að
kaupa Leikhúskort Þjóðleikhússins á sérstökum kjörum.
Settu þrjár spennandi leiksýningar að þínu vali á Leikhúskortið
þitt og láttu hreyfa við þér í vetur.
Verð til vildarviðskiptavina Arion banka er 9.500 kr.
Verð til viðskiptavina undir 25 ára er 7.500 kr.
Fullt verð á Leikhúskorti Þjóðleikhússins er 11.500 kr.
Skilyrði er að greitt sé með korti frá Arion banka í miðasölu
Þjóðleikhússins eða í síma 551 1200.
Tilboðið gildir til 10. september 2015.
Þú finnur allt um sýningar leikársins á leikhusid.is.
Dýrmæt upplifun
á góðu verði
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
5-
17
98
Veruleg hreyfing er á fylgi stjórnmálaflokka
milli mánaða, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup,
netkönnun sem gerð var 6.-30. ágúst og lauk
því sama dag og Píratar héldu aðalfund sinn.
Píratar og VG bæta við sig en fylgi Samfylking-
arinnar og Sjálfstæðisflokksins minnkar milli
mánaða. Nær 36% segjast myndu kjósa Pírata
sem er um fjórum prósentustigum meira en
fyrir mánuði. Þetta er mesta fylgi sem flokk-
urinn hefur mælst með í Þjóðarpúlsi Gallup.
Næstum 12% myndu kjósa VG sem er aukn-
ing um þrjú prósentustig milli mánaða. Rúm-
lega 9% segjast myndu kjósa Samfylkinguna
ef kosið yrði til Alþingis í dag sem er um
þremur prósentustigum minna en fyrir mán-
uði. Þetta er minnsta fylgi sem Samfylkingin
hefur mælst með í Þjóðarpúlsi Gallup síðan í
maí 1998, ári áður en flokkurinn bauð fyrst
fram til Alþingis. Fylgi Sjálfstæðisflokksins
minnkar um rúmlega tvö prósentustig milli
mánaða en tæplega 22% segjast myndu kjósa
flokkinn ef gengið væri til kosninga nú. Fylgi
flokksins hefur ekki verið minna frá nóvember
2008. Fylgi Framsóknarflokksins og Bjartrar
framtíðar minnkar lítið milli mánaða. Liðlega
11% segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn
og rösklega 4% Bjarta framtíð. Björt framtíð
mælist nú í fyrsta skipti undir 5% markinu sem
þarf til að fá jöfnunarþingsæti.
Næstum 6% segjast myndu kjósa aðra flokka
en nú eiga
sæti á Al-
þingi. Tæp-
lega 12 %
taka ekki
afstöðu eða
neita að gefa
hana upp og
næstum 12% segj-
ast myndu skila auðu eða
ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag.
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um
tvö prósentustig milli mánaða. Rúmlega 34%
þeirra sem tóku afstöðu segjast styðja hana.
- jh
Ráðstefna um
aðgengi fatlaðra
að menningu og
listum
Öryrkjabandalag Íslands, Lands-
samtökin Þroskahjálp og Rann-
sóknasetur í fötlunarfræðum bjóða til
ráðstefnunnar Sköpun skiptir sköpum:
Menning margbreytileikans, á Grand
Hótel frá klukkan 9.30 til 17.30 í dag,
4. september. Á ráðstefnunni verður
sjónum beint að aðgengi fatlaðs fólks
að menningu og listum bæði sem
neytendur og framleiðendur. Fyrir-
lesarar munu koma bæði úr fræða- og
listaheiminum og fatlað listafólk
mun gefa gestum sýnishorn af list
sinni. Meðal þeirra sem koma fram er
uppistandarinn Josh Blue sem mun
flytja erindi á ráðstefnunni, en fötl-
unarhúmor er að hans mati áhugavert
og mikilvægt tæki til gagnrýni og
sköpunar. Hann verður einnig með
uppistand í Háskólabíói í kvöld klukkan
20 og fá þátttakendur á ráðstefnunni
afslátt af miðum á atburðinn. - fb
Rússatogari í
brotajárn
Rússneski togarinn Orlik, sem legið
hefur í Njarðvíkurhöfn frá því í október
í fyrra, verður dreginn til Helguvíkur
þar sem hann verður rifinn í brotajárn.
Fyrst þarf þó að fjarlægja spilliefni úr
skipinu, meðal annars krabbameins-
valdinn aspest, að því er fram kemur
í Víkurfréttum. Þar segir að Hringrás
hf. hafi óskað eftir heimild hafnaryfir-
valda til að athafna sig á hafnar-
svæðinu við tæmingu spilliefnanna.
Atvinnu- og hafnarráð Reykjanesbæjar
veitti heimildina, með þeim skilyrðum
þó að framkvæmdin truflaði ekki
starfsemi hafnarinnar. Áður hafa skip
eins og flutningaskipið Fernanda, sem
brann í hafi, og gamla varðskipið Þór
verið rifin í Helguvík.
Tæp 5 prósent
gætu fengist úr
þrotabúi Baugs
Tæplega 5 prósent gætu fengist
upp í kröfur á Baug, að því er fram
kom í úttekt Viðskiptablaðsins í gær,
fimmtudag. Baugur Group, eitt um-
svifamesta fyrirtæki Íslandssögunn-
ar, var tekið til gjaldþrotaskipta árið
2009. Samþykktar kröfur í þrotabú
Baugs nema um 100 milljörðum
króna en alls var lýst í búið kröfum
upp á tæplega 400 milljarða, að því
er fram kemur í blaðinu. Stefnt er að
því að skiptum ljúki á þrotabúinu á
næsta ári en beðið er eftir milljarða-
greiðslum í kjölfar sigra í tveimur
dómsmálum þrotabúsins gegn
Banque Havilland og Kaupþingi.
Stjórnmál Veruleg hreyfing á fylgi flokkanna
Píratar með 36 prósent fylgi
fréttir 7 Helgin 4.-6. september 2015