Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Page 8

Fréttatíminn - 04.09.2015, Page 8
 Heilsuvernd Hjartavernd tekur þátt í fjölþjóðlegri rannsókn þ að sem við höfum verið að skoða hérna í Hjartavernd er hvernig D-vítamínskortur hefur áhrif á heilsu og dánartíðni og við sjáum að þeir sem eru mjög lágir í D-vítamíni hafa verri horfur en aðrir. Við höfum verið að reyna að leita að einhverjum erfðaþætti sem gæti skýrt þetta, en á þessu stigi málsins get ég hvorki sagt af eða á um þann þátt,“ segir Guðný Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri rannsókna hjá Hjartavernd, en rannsóknir Hjartaverndar á þess- um þætti eru hluti af stóru samevr- ópsku verkefni sem kallast Food- based solutions for Optimal vitamin D Nutrition and health through the life cycle, sem skammstafað er ODIN. Stjórnendur verkefnisins eru þau Mairead Kiely og Kevin Cashman frá University College og National University í Cork á Írlandi, en að verkefninu komur fjöldi þjóða auk þess sem 31 stofnanir og fyrir- tæki taka þátt í því. Verkefnið hefur staðið í tvö ár og mun standa í tvö ár til viðbótar en um mánaðamótin komu til landsins vísindamenn frá Austurríki, Hol- landi, Noregi, Danmörku, Banda- ríkjunum og Írlandi til að kynna sér niðurstöður rannsóknar Hjarta- verndar. „Verkefnið gengur út á það að reyna að vinna gegn D-vítamín- skorti hjá fólki á norðlægum slóð- um, en það hefur sýnt sig að hann er mjög algengur, ekki síst hjá börnum og unglingum,“ segir Guðný. „Það er verið að reyna að finna leiðir til að auka D-vítamín magn í fæðunni í stað þess að fólk þurfi að taka ein- hver viðbótarefni eins og t.d. lýsi. Það eru ekkert mörg matvæli rík af D-vítamíni, aðallega feitur fiskur, og það er þegar byrjað að D-vítam- ínbæta mjólk en það borða auðvi- tað ekki allir mjólkurvörur og þeim fækkar meira að segja sífellt.“ Spurð hvort sólarleysi sé ekki orsakaþáttur í D-vítamínskorti segir Guðný auðvitað svo vera og með aukinni notkun sólarvarnar- krema minnki áhrif hennar enn. „Einn þáttur verkefnisins felst í því að reyna að meta hversu mikla sólarorku fólk þurfi til þess að við- halda nægilega miklu D-vítamíni. Er nóg að sóla hendur og andlit í hálftíma á dag eða þarf lengri tíma? Aukin notkun sólarvarnar er líka áhyggjuefni í þessu samhengi, ef þú hindrar útfjólubláu geislana frá því að komast í húðina þá myndast ekki D-vítamín í húðinni sem er ein af öflugustu leiðunum til að fá nægt D-vítamín.“ Sumir óttast að hægt sé að taka of mikið af D-vítamíni og Guðný segir það vissulega hægt en til þess að það verði hættulegt þurfi ótrúlega mikið magn og það sé ástæðulaus ótti. Eitt af því sem verkefnið hefur í för með sér og Guðný telur til mik- illa bóta fyrir rannsóknir í þessum málaflokki er að með samstarfinu næst samræming í mælingar. „Það hafa verið mismunandi rannsóknir í gangi og svo hafa aðferðirnar við að mæla D-vítamínmagn líka ver- ið misjafnar þannig að það hefur aldrei verið hægt að bera saman niðurstöður ólíkra rannsókna milli landa. Hjá okkur er búið að „stand- ardísera“ þessar mælingar, sem tók sinn tíma og nú er búið að samræma mælingar í öllum löndum sem þátt taka í verkefninu, sem gerir okkur kleift að bera saman rannsóknir á raunhæfan máta.“ Næstu skref í þátttöku Hjarta- verndar í verkefninu eru að taka saman niðurstöður rannsóknanna og koma þeim á framfæri. „Okkar þáttur snýr að erfðafræðinni og rannsóknum á því hvort erfðir hafa með þetta að gera,“ segir Guðný. „En á þessu stigi get ég hvorki sagt af eða á um hvort sú er raunin. Við vorum á fundinum núna að taka saman og samræma gögnin frá öll- um þessum mismunandi hópum og næsta skref verður að skoða hvort við getum séð eitthvað út úr því.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Reynt að vinna gegn D-vítamínskorti fólks á norrænum slóðum Hjartavernd er þátttakandi í samevrópsku verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma D-vítamínskorti. Guðný með stjórnendum verkefnisins Mairead Kiely og Kevin Cashman, sem voru meðal þeirra sem sóttu fundinn á dögunum. Mynd/Hari ALICANTE flug f rá 12.999 kr. TENERIFE flug f rá 19.999 kr. LONDON flug f rá 9.999 kr. BARCELONA flug f rá 14.999 kr. KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS Gerðu verðsamanburð, það borgar s ig! KÖBEN flug f rá 9.999 kr. nóvember - 12 . desember 2015 október - nóvember 2015 september - október 2015 september - 15. desember 2015 september - 15. des . 2015 *999 kr. bókunargjald leggst ofan á hverja bókun og töskugjald er ekki innifalið nema annað sé tekið fram. * * * * * WOW, KOMDU MEÐ! 8 fréttir Helgin 4.-6. september 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.