Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 04.09.2015, Qupperneq 14
Ö Ömurleg staða flóttamanna sem nú streyma til Evrópu, einkum frá Sýrlandi en einnig frá öðrum löndum, rennur fólki til rifja. Íslendingar, þúsundum saman, hafa lýst sig reiðubúna til að veita aðstoð til að taka á móti flóttamönnum um leið og stjórnvöld eru hvött til þess að taka á móti fleira fólki en þeim 50 sem stefnt var að veita hæli hér á landi í ár. Við þessu ákalli eru stjórnvöld að bregðast enda getum við ekki setið hjá. Ríkisstjórnin fjallaði um málefni flóttamanna á þriðjudaginn þar sem stofnuð var ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Nefndin mun taka til umfjöllunar stöðu mála, stefnumörkun og stjórnvaldsákvarðanir í mál- efnum flóttafólks, hælisleit- enda og innflytjenda. Við „venjulegar“ aðstæður væri mót- taka 50 flóttamanna á einu ári hingað til lands í ríflegri kantinum en á undanförn- um 60 árum hafa Íslendingar tekið við 511 flóttamönnum, flestum á einu ári þegar 75 komu frá Kosovo árið 1999. Fjöldi þeirra flóttamanna sem við höfum tekið við undanfarin fimm ár er 39, þar af þrettán frá Sýrlandi á þessu ári. Ástandið núna er hins vegar langt frá því að vera „venju- legt“. Þúsundir reyna að komast til Evr- ópu á degi hverjum með öllum tiltækum ráðum, hvort heldur er á landi eða sjó, en talið er að á milli þriðjungs og helmings íbúa Sýrlands sé á flótta undan hörmu- legu borgarastríði. Flóttamannavandinn í Evrópu hefur ekki verið meiri frá dögum síðari heimstyrjaldarinnar. Almennt er reynslan af flóttafólki sem hingað hefur komið góð, allt frá því að fyrst var tekið á móti ungversku fólki árið 1956, að því er Björn Teitsson, upplýs- ingafulltrúi Rauða krossins, greinir frá. Hann segir að Rauði krossinn ætti alltaf að vera í stakk búinn til að taka á móti flóttamönnum, sama hversu margir þeir verða og að í sjálfu sér séu engin takmörk á því hversu margir sjálfboðaliðar gætu aðstoðað. Ekki verði vandkvæðum bundið að fá fólk sem er tilbúið til að ganga til liðs við Rauða krossinn sem byggir starf sitt á þessum vettvangi á sjálfboðaliðakerfi sem hefur verið við lýði frá árinu 1956. Hver flóttamaður sem kemur til landsins fær stuðningsfjölskyldu og heimsóknarvini sem hjálpa til við ýmsa hversdagslega hluti eins og að kenna fólki á leiðakerfi strætisvagna og það skrifræði sem við þarf að fást. Gagnlegt er nú, þegar umræðan stendur sem hæst um aðkomu Íslendinga að þessu gríðarlega vandamáli og sam- eiginlega ábyrgð okkar allra, að kynnast reynslu þeirra sem hingað hafa komið sem flóttamenn. Á Facebook-síðu sinni lýsir Biljana Boloban, sem hingað kom 8 ára gömul ásamt fjölskyldu sinni árið 2001 eftir að fjölskylda hennar hafði upphaf- lega flúið frá Króatíu til Serbíu, þar sem þau áttu þó ekki í öruggt hús að venda: „Við þurftum nefnilega að flýja landið og yfirgefa allt sem við áttum og horfa ekki til baka,“ segir Biljana og heldur áfram: „Hér [í Keflavík þar sem fjölskyldan sett- ist að] fékk ég að upplifa það að eiga fyrir mat, að fara í sturtu og fara í hlýtt rúm á kvöldin. Ég viðurkenni að það fylgdu margar áskoranir að flytja í nýtt land þar sem maður þekkir ekki neinn og þarf að aðlagast nýrri menningu og skilja gamla lífið sitt eftir. Hér fékk ég þó tækifæri til að gera það sem mig langar við lífið mitt...“ Vel þarf að undirbúa komu þeirra flótta- manna sem við tökum á móti en sá undir- búningur þarf að ganga hratt fyrir sig. Þörfin er brýn. Þar kemur til kasta ríkis- ins við ákvörðun um stefnumörkun en síðan þeirra sveitarfélaga og einstaklinga sem hafa lýst sig reiðubúna til aðstoðar. Hlúa þarf að því fólki sem hrakið kemur hingað og veita því nauðsynlega aðstoð og þar með von um framtíð. Von flóttamanna um framtíð Við getum ekki setið hjá Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. niðurhal einfalt ótakmarkað 6.990 ljósleiðari ljósnet vortex.is 525 2400 14 viðhorf Helgin 4.-6. september 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.