Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Síða 40

Fréttatíminn - 04.09.2015, Síða 40
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Kristín Jónsdóttir Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Listmunauppboð í Gallerí Fold Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Forsýning alla helgina í Gallerí Fold föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17, þriðjudag kl. 10–17 (þau verk sem boðin eru upp á þriðjudag) mánudaginn 7. september og þriðjudaginn 8. september uppboðin hefjast kl. 18 Eldhúsið er hjarta heimilisins Marta Rún Ársælsdóttir og Arnór Eyvar Ólafsson festu kaup á fallegri íbúð í Bryggjuhverfinu í sumar. Marta er mikil áhuga- manneskja um mat og eyðir miklum tíma í eldhúsinu. Með dyggri aðstoð frá afa sínum gerði hún draumaeldhúsið að veruleika. M arta Rún Ársælsdóttir starfar í húsgagnaversl-uninni Norr11. „Þar næ ég að tengja saman mín tvö helstu áhugamál, hönnun og mat. Í frí- tíma mínum eyði ég svo óendan- legum tíma í að lesa uppskrifta- bækur, prófa nýjar uppskriftir og blogga um þær.“ Marta er einn af meðlimum bloggsíðunnar Femme. is þar sem hver bloggari hefur sitt sérsvið og er Marta iðin við að setja inn uppskriftir af girnilegum rétt- um og kokteilum. Handlaginn afi Marta og Arnór keyptu íbúðina í sumar og fluttu inn fyrir tveimur mánuðum. „Fyrir mér er eldhús- ið algjört aðalatriði og því fannst mér skipta miklu máli að taka það í gegn. Við höfðum hins vegar ekki alveg ráð á að skipta út eldhúsinn- réttingunni svo við leituðum að Marta Rún er mikil áhugamanneskja um mat og prýða margar fallegar matreiðslubækur hillurnar í eldhúsinu. Nýjasta gersemin er nýútkomin bók Jamie Oliver: Everyday Super Food, en hann er í miklu uppáhaldi hjá Mörtu. Mynd/Hari. Marta og Arnór máluðu innréttinguna og settu veggfóður á milli. Ljósin eru frá Lýs- ingu og hönnun og perurnar eru frá House Doctor og keyptar í Fakó. Við gluggann hefur Marta sett upp fallegan kaffibar. Mynd/Hari Veggfóðrið er úr hollensku netversluninni Behangfabriek sem sendir nú til Íslands, þökk sé Mörtu. Mynd/Hari. ódýrari lausnum,“ segir Marta. Hún tók því til sinna mála og fór með einn skáp úr innréttingunni í Slippfélagið og fékk ráðgjöf frá varð- andi málningu sem hentaði viðnum. Í framkvæmdunum fékk hún dygga aðstoð frá afa sínum, Gesti Guðna- syni. „Málningarvinnan var mikið þolinmæðisverk og áttum við afi dýrmætar samverustundir á meðan þessu stóð. Á milli umferða drukk- um við svo ófáa kaffibolla.“ Marta hefur nú komið sér upp sérstökum kaffibar við gluggann. „Kaffivélin er án efa mest notaða eldhústækið.“ Veggfóður frá Hollandi Marta hafði ákveðnar hugmyndir um hvernig hún vildi hafa vegginn fyrir neðan efri skápana. „Ég fæ mikinn innblástur á Pinterest og veggfóðrið fann ég þar. Mig langaði að flísaleggja vegginn, en það er bæði dýrt og óhentugt ef mig langar svo að breyta aftur. Ég fann hollenska netverslun á Pinterest, Behangfabriek, sem sendir ekki til Íslands, en ég ákvað að senda þeim tölvupóst og þeir bættu bara Ís- landi við listann hjá sér.“ Veggfóðrið er hannað fyrir eldhús og á að þola hita og fituslettur. Það kemur sér vel því Marta er dugleg að halda matar- boð. Í þeim koma barstólarnir við eyj- una einnig að góðu gagni. „Þegar vin- konurnar eru mættar geta þær tyllt sér við eyjuna og sötrað rauðvín á meðan ég klára að elda,“ segir matar- bloggarinn Marta Rún. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is 40 heimili og hönnun Helgin 4.-6. september 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.