Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Qupperneq 48

Fréttatíminn - 04.09.2015, Qupperneq 48
„Ég held að Íslendingar séu hrifnir af finnskri hönnun því þeir eiga margt sam- eiginlegt með Finnum, til dæmis smekk og húmor,“ segir Maarit Kaipainen, einn af eigendum Finnsku Búðarinnar sem opnaði nýverið sína aðra verslun sem staðsett er í Kringlunni. Mynd/Hari. Finnska Búðin opnar í Kringlunni Finnska Búðin opnaði nýverið sína aðra verslun. Aðdáendur finnskrar hönnunar geta nú glaðst því að í nýju búðinni, sem staðsett er í Kringlunni, er boðið upp á enn meira úrval af vörum frá þekktum finnskum merkjum eins og Marimekko og Iittala. Upprunalega verslunin við Laugaveg mun starfa áfram og þar mun sama góða stemningin ráða ríkjum. H ugmyndin að Finnsku búðinni varð til í finnskri sögustund í Norræna hús- inu fyrir rúmlega þremur árum,“ segir Maarit Kaipainen, einn af eigendum búðarinnar. „Við Satu Rämö hittumst þar með börnin okkar sem eru hálf-finnsk og hálf- íslensk. Við erum báðar viðskipta- fræðingar að mennt og erum auk þess vanar að gera hluti frekar en að hugsa um hluti. Búðin varð því fljótt að veruleika.“ Þriðji eigand- inn, Piia Mettälä, bættist svo við fljótlega. Búðarreksturinn er meira og minna fjölskylduverkefni. „Við viljum alltaf gera allt sjálf og finnst mikilvægt að vera sýnileg í búðinni og skapa þannig hlýja og heimilis- lega stemningu,“ segir Maarit. Vildu kynna finnska hönnun fyrir Íslendingum Finnska Búðin hefur nú verið starf- rækt á Laugavegi 27 í þrjú ár í fal- legu bakhúsi. „Við seljum finnska hönnun sem okkur langaði að kynna fyrir Íslendingum, til dæm- is glervöru, gjafavöru og fatnað,“ segir Maarit. Meðal merkja má nefna Marimekko sem er þekkt fyrir mikil gæði, litríka hönnun og klassísk og vel sniðinn fatnað. „Rýmið á Laugaveginum er lítið og þegar við tókum inn aukið úrval af fatnaði fórum við að horfa í kringum okkur eftir stærra húsnæði,“ segir Maarit. Finnska Búðin opnaði svo sína aðra verslun í Kringlunni í síð- asta mánuði. Múmínálfarnir alltaf vinsælastir „Við erum staðsett á 3. hæð, á svo- kölluðum Bíógangi sem er verið að endurhanna og betrumbæta um þessar mundir,“ segir Maarit. Nýja verslunin er rúmgóð og einkennist vöruúrvalið að mestu leyti af fatn- aði og skóm. Auk þess má finna fal- lega fylgihluti, töskur, barnaföt og glervörur frá Iittala í versluninni. Í haust mun svo bætast jafnt og þétt við vöruúrvalið. „Við vorum að fá fallegar sendingar af trévörum og skarti frá Aarikka og lífrænum skinnvörum frá Marita Huurinai- nen,“ segir Maarit. Múmínálfarnir verða svo að sjálfsögðu fyrirferðar- miklir í Finnsku Búðinni, enda al- gjört eftirlæti Íslendinga. Aðspurð um þennan mikla áhuga Íslend- inga á finnskri hönnun segir Ma- arit það tengist líklega því hversu líkar þjóðirnar eru. „Íslendingar og Finnar eru með svipaðan húmor og smekk. Íslendingar treysta auk þess finnskri hönnun.“ Unnið í samstarfi við Finnsku Búðina Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Á MÚRBÚÐARVERÐI DEKA PROJEKT INNIMÁLNING Deka Projekt 10, 10 lítrar (stofn A) 6.990 Deka Projekt 05, 10 lítrar (stofn A) 6.195 Deka Projekt 02, 10 lítrar (stofn A) 5.390 Þ að var alltaf ætlunin að bæta fleiri dýrum við Pyropet fjöl-skylduna,“ segir Þórunn, en hún hannaði fyrsta kertið, Kisu, þegar hún var við nám við Royal College of Art í London árið 2011. Kertið lítur út eins og saklaus kett- lingur við fyrstu sýn en inni í vax- inu er falin beinagrind sem birtist óvænt eftir að kveikt hefur verið á kertinu. Fuglinn Bíbí bættist svo við fyrr á þessu ári, en hann er til tveim- ur litum, gulum og grænum. Í vetur munu svo hreindýrið Dýri og kanín- an Hoppa bætast í hópinn. PyroPet fjölskyldan verður því að kjarnafjöl- skyldu. „Hreindýrið er búið að vera frekar lengi á teikniborðinu, en það var frekar tæknilega flókið í fram- kvæmd vegna hornanna sem koma upp úr vaxinu,“ segir Þórunn. Fleiri nýjungar eru væntanlegar með haustinu, þar á meðal svört Kisa, en hún hefur hingað til aðeins ver- ið fáanleg í bleikum og gráum lit. Svarta kisan mun koma í búðir um næstu mánaðamót í tilefni hrekkja- vökunnar. Pyropet fjölskyldan stækkar Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir hefur slegið í gegn með kertum sínum sem hún hannar ásamt Dan Koval undir merkjum Pyropet. Kisa og Bíbí hafa notið mikilla vin- sælda á heimilum víðs vegar í heiminum og í vetur mun fjölga í Pyropet fjölskyldunni. Hreindýrið Dýri verður fáanlegt í hvítu og bláu. Kanínan Hoppa verður fáanleg í hvítu og bleiku. Myndir/Þórunn Árnadóttir. Í tilefni hrekkjavökunnar verður Kisa fáanleg í svörtum lit í haust. 48 heimili og hönnun Helgin 4.-6. september 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.