Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Síða 60

Fréttatíminn - 04.09.2015, Síða 60
Vörurnar frá Sólgæti eru hollar og góðar fyrir sælkera á öllum aldri sem vilja gera vel við sig. Líttu í kringum þig í næstu verslun. Þú kemur eaust auga á eitthvað ljómandi gott. H E I L N Æ M T O G N Á T T Ú R U L E G T LJÓMANDI GOTT solgaeti.isheilsa.is B loggið varð til þegar Ásthildur flutti til Hollands ásamt fjöl-skyldunni fyrir tveimur árum. „Ég hef verið viðloðandi bætta heilsu síðan ég lauk námi í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri 2001,“ segir Ásthildur, sem stundar nú meistara- nám í geðheilbrigðisfræðum. „Þegar við fluttum til Hollands hafði ég meiri frítíma og þar sem ég hef mikið verið að vinna með fólk bæði í fjarþjálfun og eins í heilsumarkþjálfun þá var það allt- af að koma upp í samtölum mínum við fólkið mitt að millimálin væri eitthvað sem fólk ætti oft á tíðum í vandræðum með.“ Bloggið fékk því nafnið Matur milli mála. Anti-sportisti sem gerðist einkaþjálfari Ásthildur hefur þó ekki alltaf hugsað fyrst og fremst um heilsuna. „Sem unglingur var ég lítið að pæla í slíku. Ég sagðist vera anti-sportisti, elskaði franskar og það eina sem ég gat eldað var spaghetti með tómatsósu og sett franskar í ofninn.“ Hún er því afar stolt mamma í dag þegar hún fylgist með dætrum sínum elda sér dásamlega girnilegar og hollar máltíðir. „Áhuginn á heilsunni sjálfri hófst með hjúkrunar- náminu og heilsutengdi mataráhuginn kom svo þegar ég fór að sjá hvað hollt mataræði getur gert fyrir aukna orku, betri svefn og betri líðan. Ég trúi því einnig að við getum fyrirbyggt ansi marga sjúkdóma og slíkt með réttu mataræði,“ segir Ásthildur. Innihald bitar: ½ bolli kókosmjöl (fínt) 2 msk kókosolía 1 msk hunang 1 msk vatn ¼ tsk vanillaextractdropar Nokkur korn af sjávarsalti Innihald súkkulaði: 2 msk lífrænt kakóduft 2 msk kókosolía 1 msk hunang Aðferð: Byrjaðu á því að setja kókos- olíu og hunang saman í lítið glas og velgja t.d. í heitu vatni í vaskinum. Verður þægilegra að eiga við olíuna þannig. Kókosmjöli, kókosolíu, hunangi, vatni, vanilluextract og sjávarsalti blandað saman í skál. Látið standa í 5-10 mínútur til að allt kókosmjölið verði örugglega blautt í gegn. Fínt að nota litla kúpta skeið til að móta bitana. Á þessum tímapunkti eru þeir mjög lausir í sér. Engar áhyggj- ur þeir munu harðna þegar olían harðnar í frystinum. Bitunum raðað á smjör- pappír t.d. á lítið skurðarbretti sem kemst svo fyrir í frystinum. Sett í frysti í 15-20 mínútur. Á meðan bitarnir eru í frysti er súkkulaðið búið til. Það er einnig vel hægt að notast við tilbúið súkkulaði – þá er það bara brætt t.d. í potti eða vatnsbaði. Lífrænu kakódufti, kókos- olíu og hunangi er blandað saman í skál – hér er einnig gott að setja skálina ofan í eld- húsvaskinn með heitu vatni og hræra þessu saman þar. Passa bara að vatnið sullist ekki ofan í skálina. Bitarnir teknir úr frystinum. Ég setti nú bara bitana ofan í súkkulaðið og velti þeim þar svo þeir yrðu alveg þaktir. Aftur sett í frystinn í a.m.k. 10 mínútur. Hér getur verið spurning hvort þú viljir gera aðra umferð af súkkulaðibaðinu. Ég gerði það allavega og þá varð þetta ennþá betra. Svo er fínt að sáldra kókosmjöli yfir síðasta lagið af súkkulaðinu – en þú verður að hafa ansi hraðar hendur því að súkkulaðið harðnar mjög fljótt þar sem bitarnir eru ískaldir. Aftur sett í frystinn og tekið út t.d. 5 mínútum áður en boðið er upp á bitana (þ.e.a.s. ef þeir eru þá ekki þegar búnir!). Milli- málið skiptir máli Hjúkrunarfræðingurinn, einkaþjálfarinn, heilsumark­ þjálfinn og meistaraneminn Ásthildur Björnsdóttir heldur úti blogginu maturmillimala.com þar sem hún deilir heilsusamlegum uppskriftum og hugmyndum af millimálum með lesendum. Í tengslum við störf sín hefur hún tekið eftir því að fólk er oft að vandræðast með nesti og millimál og því ákvað hún að gefa út sérstakt uppskriftahefti sem inniheldur 40 mismunandi hugmyndir að hollum og góðum nestishugmyndum. 40 nestishugmyndir Á síðastliðnum tveimur árum hefur Ásthildur útbúið nokkur uppskriftahefti sem innihalda girnilegar uppskriftir. Nýjasta afurðin er Nestispakkinn. „Hann inniheldur rúmlega 40 einfaldar nestishugmyndir, uppskriftir og myndir. Oft vantar fólk nýjar hug- myndir um hvað taka skal með sér í nesti, hvort sem það er í skólann eða í vinnuna.“ Fréttatíminn fékk Ásthildi til að deila einni glænýrri uppskrift úr Nestispakkanum. Ásthildur Björnsdóttir deilir heilsusamlegum uppskritum og hugmyndum af milli­ málum á blogginu www.maturmillimala.com Ásthildur tekur allar myndir fyrir bloggið sjálf og eru þær afar fallegar. „Það skiptir nefnilega mjög miklu máli að það sem við borðum líti vel út. Útlit, lykt, áferð og auðvitað bragð hefur áhrif á hvernig við njótum matarins.“ Innihald: 1 dós kjúklingabaunir 1 dós túnfiskur í vatni 1 lítil rauð paprika – skorin í teninga ¼ bolli rauðlaukur – smátt saxaður ¼ bolli fersk steinselja – smátt söxuð 2 tsk kapers (litlu grænu kúlurnar) ½ tsk þurrt rósmarín­ krydd ¼ bolli sítrónusafi 2 msk extra virgin ólífuolía Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk 4 bollar blandað salat Aðferð: Blandaðu öllu saman nema salatinu í stóra skál. Settu salatið í botninn á ílátinu sem þú ætlar að nota fyrir nestið. Helltu blöndunni þar yfir. Ofurpróteinríka túnfisksalatið: (fyrir 2) Heimagerðir Bounty bitar 60 heilsa Helgin 4.­6. september 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.