Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Síða 66

Fréttatíminn - 04.09.2015, Síða 66
66 matur & vín Helgin 4.-6. september 2015 Brauðið ber uppi borgarann N ú fer hinu formlega grilltímabili að ljúka. Í það minnsta hjá þeim sem nenna ekki að grilla með höfuðljós og lopavettlinga. Það þýðir hins vegar ekki að hamborgartímabilinu sé að ljúka – því lýkur aldrei. Góður pönnusteiktur ostborgari í dúnmjúku brauði gefur þeim grillaða ekki tommu eftir. Þar er gott kjöt og góður ostur skynsamlegt val en það sem fullkomnar borgarann er mjúkt brauðið. Jafnvel léttsteikt upp úr kjötsafan- um sem eftir verður á pönnunni. Það er bragð sem erfitt er að leika eftir á grillinu og erfitt að toppa. Það fjölgar líka alltaf í brauðflórunni, ef svo má segja, því nú er ekki lengur einungis boðið upp á eina ríkistegund – flöffí sesambollu. Nei, nú er hægt að velja um þær nokkrar. Með sesam eða án og nýjasta útspilið; brioshe bollur. Smjör- og eggja- brauð af frönskum upp- runa. Metnað- urinn er því sem betur fer á upp- leið. Athugum hvað er í boði og líka hvað er ekki í boði hérna á eyjunni köldu. Besta brauðið Eitt bragðbesta hamborgarabrauð landsins er Búllubrauðið. Bakað sérstaklega, eftir leyniupp- skrift fyrir Búlluna, hjá Gæðabakstri. Það brauð sem kemst næst Búllubrauðinu sem okkur pöplin- um er boðið upp á er sesamlausa brauðið frá Gæða- bakstri. Þetta sem einu sinni var bara í boði í Víði en er nú hægt að fá í öllum stærri búðum. Brauðið á Dirty Burgers and Ribs er líka frábært og það hefur eitt umfram Tomma og það er stærðin. Það er aðeins minna og látið rísa hærra. Fullkomin stærð á brauði og getið hvaðan þau koma – frá Gæðabakstri. Heitasta nýjungin Margir ferðalangar, sér í lagi þeir sem borða hip- steraskyndibita í Brooklyn og á Portlandsvæðinu í henni Ameríku, kannast við að fá hamborgarann sinn í Brioshbollu. Briosh er þétt brauðbolla lituð gul af eggjarauðum og sméri. Hingað til hefur svo til eina Briosh brauðið verið fáanlegt sem hleifur hjá Sandholt en nú hefur Myllan sett á markað Briosh hamborgarabrauð. Steikt upp úr hamborg- arafarinu lyftir það Brioshbollunni á næsta plan. Mesta ruglið Extra large hamborgarabrauð. Hamborgari á í eðli sínu að vera mátulegur. Hamborgari er mömmu- bangsinn í Gullbrá. Ekki of lítill og ekki of stór. Í raun eru öll hamborgarabrauð á Íslandi of stór. Of flöt í það minnsta. Ef sama brauðmagnið á venju- legri bollu væri látið rísa hærra svo flatarmálið myndi minnka en rúmmálið héldist það sama værum við með hina fullkomnu bollu. En XL er bara rugl enda þarf hamborgarinn sem passar í svona bollu að vera um 250 grömm, eða þar um bil og það er líka bara rugl. Bollan sem vantar Slæder er venjuleg- ur hamborgari, bara helmingi eða svo minni. Ekki munn- bitaborgari eins og fást á fermingar- bökkum. Nei, venjulegur ham- borgari – bara minni. Í dún- mjúku brauði svo ekki fari allt út um allt. Ekkert brauð hefur fundist til sölu á Íslandi sem stenst þessar kröfur. Ruby Tuesday er reyndar með frábæra slædera á matseðlinum og brauðið í þeim er svo til fullkomið slæderabrauð. Mjúkt en þó þétt en það er því miður sérinnflutt Ruby brauð og því ekki fáanlegt fyrir okkur hérna megin við salatbarinn. Gæðabakstur, við erum að bíða. Heilsubollur Það er hægt að fá nýbakað brúnt og grófkorna hamborgarabrauð úti í þarnæstu búð. En hver vill það? Hamborgari á ekki að vera hollustuvara. Hvar er fúttið í því? Þá er eins gott að sleppa kjötinu bara líka og skella grænmetisplatta á milli heilkhveiti- klíðshelminganna. Og já, það er enginn með glúte- nofnæmi. Það er bara eitthvað sem heilsumafían bjó til. Glúten, ef það er þá til yfir höfuð, er gott. Bakaríið Fyrir tíð „úrvalsins“ í brauðdeildum stórmarkað- anna varð bakaríið oft fyrir valinu í staðinn fyrir ríkisbrauðið. Franskbrauð skorið í stórar sneiðar er lúmskt gott sem og kjallarabollan, jafnvel aðeins steikt upp úr smjöri. En allt þarf þetta að vera mjúkt. Hamborgari virkar til dæmis ekki í stökku birkirúnstykki. Það er bara rugl og chiabatta er of seigt til að nota í borgara. Fínt í skinkuloku en ekki viðkvæman hamborgarann. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Baileysterta pekanpæ jarðarBerjakaka kökur og kruðerí að hætti jóa Fel rósaterta með Frönsku súkkulaði-smjörkremi sími: 588 8998
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.