Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Side 6

Fréttatíminn - 11.09.2015, Side 6
Vertu eins og heima hjá þér GARLAND 2,5 sæta sófi. Corsica grár. Viðarfætur. Stærð: 178 x 68 x 83 cm 99.990 kr. 134.990 kr. ROMANCE 2,5 sæta sófi. Dökkgrár. Viðarfætur. Stærð: 170 x 82 x 87 cm 139.990 kr. 179.990 kr. KAMMA Þriggja sæta sófi með viðarfótum. Dökk-, ljósgrátt eða brúnt slitsterkt áklæði. Stærð: 201 x 84 x :105 cm 89.990 kr. Afmælisverð Reykjavík og Akureyri www.husgagnahollin.is Húsgagnahöllin 50 ára Eftir hálfrar aldar farsæla sögu kynnum við endurnýjaða og glæsilega verslun með stórauknu vöruúrvali. Við þökkum þjóðinni samfylgdina og traustið í fimm áratugi. Fagnaðu þessum tímamótum með okkur og gerðu einstök kaup. Vertu eins og heima hjá þér Nýtt blað er komið í dreifingu http://www.youblisher.com/p/1212708-Baeklingur-september/ www.husgagnahollin.is 558 1100 Reynist um 80 kíló af fíkniefnum að ræða er þetta eitt alstærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið hér á landi. Stuttmyndahátíðin Gullmolinn var haldin hátíðleg í annað sinn þann 9. september. Hún var haldin í Molanum, ungmennahúsi í Kópa- vogi, sem heldur utan um hátíðina. Að þessu sinni komust þrettán myndir á lokakvöldið og stóðu þrjár myndir uppi sem sigurveg- arar. Þriðja sætið hlaut hugljúfa heimildarmyndin Amma eftir Eyþór Jóvinsson sem segir frá jólahaldi á Flateyri. Annað sætið hlaut stuttmyndin New York, New York eftir Arnar Geir Gústafsson og Birni Jón Sigurðsson en hún segir frá vináttu tveggja drengja og fylgjast áhorfendur með síðasta degi þeirra saman. Sigurmynd Gullmolans í ár var spennutryll- irinn „Það er margt sem myrkrið veit“ eftir Ingu Söndru Hjartar- dóttur og Lovísu Láru Halldórs- dóttur. Myndin fjallar um Unu sem upplifir yfirnáttúrulega hluti í kjölfar fóstureyðingar. Dómarar hátíðarinnar voru ekki af verri endanum en í dómarasóf- anum sátu Börkur Gunnarsson leikstjóri, Sigurður Skúlason leik- ari og Valdís Óskarsdóttir klippari. Gullmolinn miðar að því að vera lyftistöng efnilegra kvikmynda- gerðarmanna og er það von for- ráðamanna hátíðarinnar að hún festi sig í sessi og verði framvegis árlegur viðburður. - fb E itt stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp hér á landi er nú til rann-sóknar hjá rannsóknarlögreglunni á Austurlandi í samstarfi við fíkniefna- deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Um er að ræða innflutning á um 80 kílóum af hvítu efni sem enn hefur ekki verið efnagreint, eftir því sem næst verður komist. Lögregla verst allra frétta en búist er við yfirlýsingu frá henni hvað úr hverju. Málið kom upp á Seyðisfirði á þriðjudag- inn þegar hollenskt par á fimmtugsaldri sem komið hafði til landsins með Nor- rænu var handtekið eftir að um 80 kíló af hvítu efni fundust í húsbíl þess. Parið var í framhaldinu úrskurðað í tveggja vikna gæsluvarðhald og flutt til Reykjavíkur. Karlmaðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni, samkvæmt fréttum RÚV og mbl.is, en engar upplýsingar hafa fengist um gæslustað konunnar. Parið hafði tekið húsbílinn á leigu hjá erlendri bílaleigu og samkvæmt frétt Rík- isútvarpsins hafði ekki verið gerð tilraun til að fela efnið vandlega, heldur hafi það verið í nokkrum plastpokum sem voru í farangri og búnaði bílsins. Árni Elíasson, yfirtollvörður á Seyðisfirði, sagði í kvöld- fréttum RÚV á miðvikudagskvöldið að málið hefði ekki átt sér langan aðdrag- anda. „Það er ekki hægt að segja það en grunnurinn að þessu er vönduð áhættu- greining hjá tollinum á Íslandi í samvinnu við tollyfirvöld í Færeyjum og lögreglu hér á landi,“ sagði hann. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Frétta- tímans tókst ekki að ná sambandi við rannsóknaraðila málsins, hvorki hjá lög- reglunni á Austurlandi né í Reykjavík og tollverðir á Seyðisfirði sögðust ekki hafa neitt meira um málið að segja, enda væri það komið alfarið í hendur lögreglu. Engar upplýsingar hafa fengist um hvort einhverjir Íslendingar eigi aðild að innflutningnum, en í einni frétt RÚV um málið kemur fram að parið hafi fullyrt að það hafi engin tengsl við landið – það hafi aldrei komið hingað áður. Reynist um 80 kíló af fíkniefnum að ræða er þetta eitt alstærsta fíkniefna- mál sem upp hefur komið hér á landi. Í Pólstjörnumálinu svokallaða árið 2008, sem þá var stærst slíkra mála, nam inn- flutningurinn 40 kílóum af amfetamíni og e-töflum. Í því máli var þyngsti dómur yfir sakborningi níu og hálfs árs fangelsi. Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is  KviKmyndir Stuttmyndahátíðin Gullmolinn haldin í annað Sinn Spennutryllir bar sigur úr býtum Birnir Jón Sigurðsson sem varð í öðru sæti og Sandra Hjartardóttir sem sigraði.  SEyðiSfjörður StórSmyGl fíKniEfna mEð norrænu Eitt stærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið á Íslandi Hollenskt par var í vikunni handtekið og úrskurðað í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir að um 80 kíló af hvítu efni fundust í bíl þess. Fíkniefnin fundust í húsbíl sem hollenskt par kom með hingað til lands með ferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty 6 fréttir Helgin 11.-13. september 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.