Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Side 8

Fréttatíminn - 11.09.2015, Side 8
Fyrirbyggjandi Lúsasjampó Lúsasprey Afar mild en öflug tvenna sem fyrirbyggir lúsasmit Stofnað 100% náttúrulegt Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum. Nánari upplýsingar www.vitex.is Stefnt er að því að tollar á fatnað og skó verði afnumdir við næstu áramót.  FjárlagaFrumvarpið rúmlega 15 milljarða króna aFgangur Gert er ráð fyrir nýju 2,6 milljarða króna framlagi til húsnæðismála og minni skattbyrði leigutekna. Framlög hækka til heilbrigðismála, menntamála og almannatrygginga. Stjórnarand- staðan vill frekari styrkingu grunnstoða og gagnrýnir skattalækkun. g ert er ráð fyrir 15,3 milljarða króna afgangi í frumvarpi til fjárlaga ársins 2016 sem Bjarni Bene- diktsson fjármálaráðherra hefur lagt fram. Tekjur eru áætlaðar 696,3 milljarðar en gjöld 680 milljarðar króna. Þetta þriðja árið í röð sem frumvarp til fjárlaga er hallalaust. „Kaupmáttur hefur aukist hratt, með lítilli verðbólgu, hækkandi launum, niðurfærslu verðtryggðra húsnæðisskulda og lækkun skatta og gjalda,“ segir í tilkynningu fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins. Gert er ráð fyrir nýju 2,6 milljarða króna framlagi til húsnæðismála og minni skattbyrði leigutekna til að hvetja til langtímaleigu. Þá hækka framlög til heilbrigðismála, menntamála og almannatrygg- inga. Stærsta breytingin á skatt- kerfinu snýr að tekjuskatti ein- staklinga og afnámi tolla á fatnað og skó. Stefnt er að því að tollar á fatnað og skó verði afnumdir við næstu áramót. Þá er jafnframt áformað að allir aðrir tollar en þeir sem leggjast á tiltekin matvæli verði lagðir af 1. janúar 2017. „Niðurfelling tolla hefur umtals- verð áhrif á smásöluverð og ætla má að vísitala neysluverðs geti lækkað um allt að 0,5% á árinu 2016 og nái 1% lækkun árið 2017. Ráðstöfunartekjur heimila hækka með þessu en aðgerðinni er jafn- framt ætla að stuðla að samkeppn- ishæfari verslun á Íslandi,“ segir enn fremur. Tekjuskattur einstaklinga lækkar í tveimur áföngum og við þann síðari fækkar skattþrepum úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verður lækkuð úr 22,86% í 22,68% 1. janúar 2016 og í 22,50% við ársbyrjun 2017. Álag í milli- þrepi verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur það saman við neðsta þrepið um ára- mótin 2016/2017. Greiðslur barnabóta hækka, en frumvarpið gerir ráð fyrir 3% hækkun bótafjárhæða. Þá er gert ráð fyrir 9,4% hækkun á bótum elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleysisbóta. Til að hvetja til langtímaleigu er lagt til að frítekjumark fjármagns- tekjuskatts af leigutekjum ein- staklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30% í 50%. Virk skatt- byrði leigutekna mun þar með lækka úr 14% í 10%, segir ráðu- neytið. Í lok þessa árs er gert ráð fyrir að skuldahlutfall ríkissjóðs af landsframleiðslu verði 62% af landsframleiðslu og um 50% í lok árs 2016, en hlutfallið fór hæst í 85% í lok árs 2011. Vaxtagjöld ríkis- sjóðs lækka um 8,1 milljarð króna á næsta ári miðað við gildandi fjárlög. „Ennfremur er ljóst,“ segir ráðuneytið, að áætlun um losun fjármagnshafta gefur möguleika á að lækka skuldir og skuldbinding- ar ríkissjóðs umtalsvert á næstu misserum. Engar aðhaldsráðstafanir eru gerðar vegna almanna- og atvinnu- leysistrygginga, menntamála og heilbrigðisstofnana. Framlög til heilbrigðismála aukast um 1,6 milljarða króna, meðal annars með styrkingu á rekstrargrunni sjúkrahúsa og heil- brigðisstofnana, auknum fram- lögum til heilsugæslunnar og til framkvæmdaáætlunar um bygg- ingu nýrra hjúkrunarheimila. Jafn- framt er gert ráð fyrir framlögum til að ljúka hönnun meðferðar- kjarna Landspítala og byggingu sjúkrahótels. Í viðtölum við forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna í Ríkis- útvarpinu kom fram hjá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingar- innar, að gott væri að sjá að fórnir sem færðar voru á síðasta kjör- tímabili væru að skila sér, að ríkis- reksturinn væri í góðum gír. Hins vegar væru aldraðir og örorkulíf- eyrisþegar skildir eftir. Framlög til húsnæðismála væru enn fremur of lítil. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði ástandið vera að færast í betra horf eftir djúpa dýfu en grunnstoðirnar, sér- staklega heilbrigðis- og mennta- kerfið, sem verið hafa í svelti þyrftu innspýtingu. Katrín Jakobs- dóttir, formaður VG, sagði að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir verðbólgu yfir markmiðum Seðla- bankans. Ofan á það væri óskyn- samlegt að fara í skattalækkun. Vaxtabætur lækkuðu enn og aftur og framlög til húsnæðismála væru undir væntingum. Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, sagði tölurnar um almannatryggingar valda áhyggjum. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Tvö skattþrep á ný og afnám tolla Skráning á imark.is Ráðstefna um stefnufestu vörumerkja (brand consistency) og mikilvægi hennar í markaðsstarfi fyrirtækja sem ná árangri. Fundarstjóri: Ágústa Hrund Steinarsdóttir, framkv.stjóri Sendiráðsins Markaðsráðstefna ÍMARK Skilar stefnufesta vörumerkja meiri árangri? Miðvikudaginn 24. september kl. 9–12 í sal Arion banka, Borgartúni 19 Peter Scanlon, yfirmaður markaðsmála hjá Firefox (Mozilla) Nick Gorgolione, alþjóðlegur vörumerkjastjóri hjá Vodafone UK Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus Við eflum heilsukaflann í Fréttatímanum. Teitur Guðmundsson læknir skrifar fasta pistla í Heilsutímann og við birtum mola frá doktor.is. Heilsutíminn er líka í sjónvarpi. Alla mánudaga frumsýnum við þátt á Hringbraut sem Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari? stjórnar. Heilsutíminn er líka á netinu. Þar verða sýndar glefsur úr þættinum á Hringbraut ásamt því efni sem birtist í Heilsutímanum í Fréttatímanum. Heilsutíminn Heilsutíminn í Fréttatímanum á netinu og í sjónvarpi 8 fréttir Helgin 11.-13. september 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.