Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 8
Fyrirbyggjandi Lúsasjampó Lúsasprey Afar mild en öflug tvenna sem fyrirbyggir lúsasmit Stofnað 100% náttúrulegt Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum. Nánari upplýsingar www.vitex.is Stefnt er að því að tollar á fatnað og skó verði afnumdir við næstu áramót.  FjárlagaFrumvarpið rúmlega 15 milljarða króna aFgangur Gert er ráð fyrir nýju 2,6 milljarða króna framlagi til húsnæðismála og minni skattbyrði leigutekna. Framlög hækka til heilbrigðismála, menntamála og almannatrygginga. Stjórnarand- staðan vill frekari styrkingu grunnstoða og gagnrýnir skattalækkun. g ert er ráð fyrir 15,3 milljarða króna afgangi í frumvarpi til fjárlaga ársins 2016 sem Bjarni Bene- diktsson fjármálaráðherra hefur lagt fram. Tekjur eru áætlaðar 696,3 milljarðar en gjöld 680 milljarðar króna. Þetta þriðja árið í röð sem frumvarp til fjárlaga er hallalaust. „Kaupmáttur hefur aukist hratt, með lítilli verðbólgu, hækkandi launum, niðurfærslu verðtryggðra húsnæðisskulda og lækkun skatta og gjalda,“ segir í tilkynningu fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins. Gert er ráð fyrir nýju 2,6 milljarða króna framlagi til húsnæðismála og minni skattbyrði leigutekna til að hvetja til langtímaleigu. Þá hækka framlög til heilbrigðismála, menntamála og almannatrygg- inga. Stærsta breytingin á skatt- kerfinu snýr að tekjuskatti ein- staklinga og afnámi tolla á fatnað og skó. Stefnt er að því að tollar á fatnað og skó verði afnumdir við næstu áramót. Þá er jafnframt áformað að allir aðrir tollar en þeir sem leggjast á tiltekin matvæli verði lagðir af 1. janúar 2017. „Niðurfelling tolla hefur umtals- verð áhrif á smásöluverð og ætla má að vísitala neysluverðs geti lækkað um allt að 0,5% á árinu 2016 og nái 1% lækkun árið 2017. Ráðstöfunartekjur heimila hækka með þessu en aðgerðinni er jafn- framt ætla að stuðla að samkeppn- ishæfari verslun á Íslandi,“ segir enn fremur. Tekjuskattur einstaklinga lækkar í tveimur áföngum og við þann síðari fækkar skattþrepum úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verður lækkuð úr 22,86% í 22,68% 1. janúar 2016 og í 22,50% við ársbyrjun 2017. Álag í milli- þrepi verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur það saman við neðsta þrepið um ára- mótin 2016/2017. Greiðslur barnabóta hækka, en frumvarpið gerir ráð fyrir 3% hækkun bótafjárhæða. Þá er gert ráð fyrir 9,4% hækkun á bótum elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleysisbóta. Til að hvetja til langtímaleigu er lagt til að frítekjumark fjármagns- tekjuskatts af leigutekjum ein- staklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30% í 50%. Virk skatt- byrði leigutekna mun þar með lækka úr 14% í 10%, segir ráðu- neytið. Í lok þessa árs er gert ráð fyrir að skuldahlutfall ríkissjóðs af landsframleiðslu verði 62% af landsframleiðslu og um 50% í lok árs 2016, en hlutfallið fór hæst í 85% í lok árs 2011. Vaxtagjöld ríkis- sjóðs lækka um 8,1 milljarð króna á næsta ári miðað við gildandi fjárlög. „Ennfremur er ljóst,“ segir ráðuneytið, að áætlun um losun fjármagnshafta gefur möguleika á að lækka skuldir og skuldbinding- ar ríkissjóðs umtalsvert á næstu misserum. Engar aðhaldsráðstafanir eru gerðar vegna almanna- og atvinnu- leysistrygginga, menntamála og heilbrigðisstofnana. Framlög til heilbrigðismála aukast um 1,6 milljarða króna, meðal annars með styrkingu á rekstrargrunni sjúkrahúsa og heil- brigðisstofnana, auknum fram- lögum til heilsugæslunnar og til framkvæmdaáætlunar um bygg- ingu nýrra hjúkrunarheimila. Jafn- framt er gert ráð fyrir framlögum til að ljúka hönnun meðferðar- kjarna Landspítala og byggingu sjúkrahótels. Í viðtölum við forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna í Ríkis- útvarpinu kom fram hjá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingar- innar, að gott væri að sjá að fórnir sem færðar voru á síðasta kjör- tímabili væru að skila sér, að ríkis- reksturinn væri í góðum gír. Hins vegar væru aldraðir og örorkulíf- eyrisþegar skildir eftir. Framlög til húsnæðismála væru enn fremur of lítil. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði ástandið vera að færast í betra horf eftir djúpa dýfu en grunnstoðirnar, sér- staklega heilbrigðis- og mennta- kerfið, sem verið hafa í svelti þyrftu innspýtingu. Katrín Jakobs- dóttir, formaður VG, sagði að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir verðbólgu yfir markmiðum Seðla- bankans. Ofan á það væri óskyn- samlegt að fara í skattalækkun. Vaxtabætur lækkuðu enn og aftur og framlög til húsnæðismála væru undir væntingum. Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, sagði tölurnar um almannatryggingar valda áhyggjum. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Tvö skattþrep á ný og afnám tolla Skráning á imark.is Ráðstefna um stefnufestu vörumerkja (brand consistency) og mikilvægi hennar í markaðsstarfi fyrirtækja sem ná árangri. Fundarstjóri: Ágústa Hrund Steinarsdóttir, framkv.stjóri Sendiráðsins Markaðsráðstefna ÍMARK Skilar stefnufesta vörumerkja meiri árangri? Miðvikudaginn 24. september kl. 9–12 í sal Arion banka, Borgartúni 19 Peter Scanlon, yfirmaður markaðsmála hjá Firefox (Mozilla) Nick Gorgolione, alþjóðlegur vörumerkjastjóri hjá Vodafone UK Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus Við eflum heilsukaflann í Fréttatímanum. Teitur Guðmundsson læknir skrifar fasta pistla í Heilsutímann og við birtum mola frá doktor.is. Heilsutíminn er líka í sjónvarpi. Alla mánudaga frumsýnum við þátt á Hringbraut sem Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari? stjórnar. Heilsutíminn er líka á netinu. Þar verða sýndar glefsur úr þættinum á Hringbraut ásamt því efni sem birtist í Heilsutímanum í Fréttatímanum. Heilsutíminn Heilsutíminn í Fréttatímanum á netinu og í sjónvarpi 8 fréttir Helgin 11.-13. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.