Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Page 12

Fréttatíminn - 11.09.2015, Page 12
V Vandi fylgir vegsemd hverri. Velgengni ís- lenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í undankeppni Evrópumeistaramótsins – og raunar í aðdraganda síðustu heimsmeistara- keppni einnig – hefur sýnt fram á að þjóðar- leikvangur okkar, Laugardalsvöllur, er of lít- ill. Hann tekur aðeins 9.800 manns í sæti og því komast færri að en vilja á heimaleiki liðs- ins. Undanfarin ár hafa miðar á leiki lands- liðsins því verið eins konar happdrættisvinn- ingar fyrir þá sem náð hafa í gegnum miðasölukerfið, jafn- vel á undarlegustu tímum sól- arhringsins. Aðrir hafa setið eftir með sárt ennið. Raunar eru færri miðar í boði fyrir al- menning því hluti fer til gesta, styrktaraðila Knattspyrnu- sambands Íslands og fleiri. Þegar vel gengur, eins og nú, eru allir leikir stórleikir. Áður voru það aðeins stöku leikir er vænta mátti aðsóknar langt um- fram það sem rými vallarins leyfði. Reglur Al- þjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, meðal annars um sæti fyrir alla, þýða að Laugardals- völlur rúmar mun færri en dæmi eru um frá fyrri árum þegar selja mátt í stæði vallarins. Frægasta dæmið um gríðarlegan áhuga og aðsókn er frá árinu 1968 þegar knattspyrnu- liðið Valur mætti Benfica í Evrópukeppni meistaraliða. Með portúgalska liðinu lék einn þekktasti og dáðasti knattspyrnumaður heims á þeim tíma, Eusebio. Því flykktust menn á völlinn til þess að sjá goðið, tvöfalt fleiri en nú komast fyrir í áhorfendastúkum Laugardals- vallar. Alls sáu 18.194 áhorfendur Val gera jafntefli við stórliðið en það met var ekki slegið fyrr en árið 2004, þegar íslenska landsliðið lék vináttuleik við ítalska landsliðið að við- stöddum 20.204 áhorfendum. Þess má geta að þegar Valsmenn unnu afrek sitt gegn portúgalska meistaraliðinu og settu vallarmetið voru Íslendingar alls 200,281 svo við lá að tíundi hluti þjóðarinnar væri á vellinum. Áhuginn síðustu misseri er stöðugri en áður enda vakti það víða athygli í liðinni viku, þegar íslenska karlalandslið- ið sigraði bronslið Hollendinga frá síðustu heimsmeistarakeppni, að um þrjú þúsund stuðningsmenn fylgdu liðinu til Amsterdam, um 1 prósent þjóðarinnar. Íslenska liðið tryggði sér á sunnudaginn þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu á næsta ári þótt enn eigi það tvo leiki eftir í riðlakeppn- inni, gegn Lettlandi og Tyrklandi. Það er magnaður árangur og vekur víða eftirtekt að svo fámenn þjóð nái slíkum árangri en Íslend- ingar eru fámennasta þjóðin frá upphafi sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni karlalandsliða í knattspyrnu. Ekki er að efa að slegist verður um miðana á heimaleikinn gegn Lettlandi 10. október næstkomandi. Forráðamenn ríkis, borgar og Knattspyrnusambandsins hljóta í kjölfar árangurs liðsins að setjast niður og leggja framtíðarlínur vegna þjóðarleikvangs- ins og hugsanlegrar stækkunar. Fram kom hjá Geir Þorsteinssyni, formanni Knattspyrnu- sambandsins, eftir að þátttökuréttur Íslands á Evrópumeistaramótinu var tryggður, að byggja þyrfti yfirbyggðan leikvang fyrir 20-25 þúsund manns. Leikvangurinn væri allt of lít- ill. Í sama streng tók Eggert Magnússon, fyrr- verandi formaður Knattspyrnusambandsins, í sjónvarpsþætti á Stöð 2 og ítrekaði að slíkur völlur yrði að vera yfirbyggður þar sem FIFA og UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, gera orðið kröfur um leiktíma að vetrarlagi. Frá því var greint fyrr í vikunni að Knattspyrnusam- bandið og stjórnvöld hefðu rætt óformlega um stækkun Laugardalsvallar en Geir Þorsteins- son taldi heppilegt að einkaaðilar kæmu að stækkuninni og að þar gæti verið ýmis konar þjónusta á borð við hótel eða veitingastaði. Ill- uga Gunnarssyni, ráðherra íþróttamála, líst enn fremur vel á þá hugmynd að fá einkaaðila að verkinu. Gerð slíks leikvangs er viðamikið og dýrt verkefni. Því þarf að gaumgæfa alla þætti áður en til kemur. Það snertir ekki síst aðstöðu frjálsíþróttafólks sem líka keppir á Laugar- dalsvelli. Gangi þetta hins vegar eftir verður ekki aðeins til öflugur heimavöllur fyrir helstu knattspyrnulandsleiki karla og kvenna, bikar- úrslitaleiki og Evrópuleiki íslenskra félagsliða, heldur aðstaða til tónleikahalds en stærstu viðburðir stórhljómsveita víða um heim eru einmitt á íþróttaleikvöngum sem rúma marga. Athyglisverð hugmynd um stækkun Laugardalsvallar í einkaframkvæmd Landsliðið vaxið upp úr vellinum Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. niðurhal einfalt ótakmarkað 6.990 ljósleiðari ljósnet vortex.is 525 2400 Fjórar sýningar að eigin vali á besta verðinu. Áskriftarkort Borgarleikhússins Vertu með í vetur! Miðasala borgarleikhus.is 568 8000 Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda MEÐ VIRÐINGU OG KÆRLEIK Í 66 ÁR Útfarar- og lögfræðiþjónusta www.útför.is 12 viðhorf Helgin 11.-13. september 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.