Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Page 22

Fréttatíminn - 11.09.2015, Page 22
Unnsteinn Manuel Stefánsson, Salka Sól Eyfeld, Helgi Björnsson og Svala Björgvinsdóttir munu þjálfa keppendur í The Voice Ísland í vetur. Þeim semur vel en hafa þó örlitlar áhyggjur af Svölu sem virðist ætla að stela öllum söngdívunum. Þættirnir hefja göngu sína á Skjá Einum í október. Mynd/Hari „Stærstu stjörnur hvers lands þjálfa í The Voice“ Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is LEIKFÖNGIN FÆRÐU Í KRUMMA KÍKTU Á VEFVERSLUN KRUMMA.IS Nýjasta viðbótin í heimi raunveruleikasjónvarps hér á landi, The Voice Ísland, fer í loftið á Skjá Einum í næsta mánuði. Upptökur eru þó hafnar og fara fram í Atlantic Studios á gamla varnarsvæðinu. Fréttatíminn kíkti í heimsókn milli taka og spjallaði við þjálfarana fjóra, Sölku Sól, Svölu Björgvins, Helga Björns og Unnstein Manuel. V ið erum þjálfarar, ekki dóm-arar,“ er það fyrsta sem Salka Sól segir við blaða- mann þegar spurt er út í nýja hlut- verkið. „Það er ekki verið að setja okkur í aðstæður þar sem við erum að dæma annað fólk. Við erum að búa til skemmtilega reynslu úr þessu fyrir alla, bæði okkur og keppendurna.“ Fjórmenningarnir munu því ekki gegna hefðbundn- um dómarastörfum heldur munu þeir starfa náið með keppendum. Ísland er 61. landið sem gerir sína eigin útgáfu af þættinum og fóru þjálfararnir á sérstakt undirbún- ingsnámskeið áður en tökur hóf- ust. „Við fórum á námskeið hjá Hol- lendingi sem er mikill Voice fræð- ingur,“ segir Salka, en þættirnir eru hollenskir að uppruna. „Hann var mjög fróður og hamraði mikið á því að við værum jákvæð og veittum ráð sem gæfust þátttakendum vel.“ „Þar sem þátturinn er byggður á erlendri fyrirmynd bjóst maður kannski við að þurfa að fara eftir skýrum fyrirmælum en skilaboðin voru þau að vera við sjálf og passa að keppendur verði það líka, sem er frábært,“ segir Unnsteinn. Í undirbúningnum fylgdust þau einnig með útgáfu The Voice í öðr- um löndum. „Ég komst til dæmis að því að Filippseyjar eiga alveg magn- aða söngvara,“ segir Svala. Aðspurð um af hverju þau ákváðu að taka verkefnið að sér eru þau sammála um að þar hafi snið þáttarins ráðið miklu. „Við þjálfararnir myndum teymi með söngvurunum og reyn- um að fá það besta út úr þeim. Þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að þú ert að miðla þinni reynslu sem söngvari og listamaður. Það er eitt- hvað sem nýtur sín í þessum þáttum og það fannst mér spennandi,“ segir Helgi. „Það er mikið lagt upp úr ein- staklingum sem hafa sinn eigin stíl, rödd og pælingar um hvað þeir vilja gera og verða,“ segir Svala, sem heillaðist af The Voice við fyrsta áhorf. Söngdívurnar velja Svölu Fyrir prufurnar voru 60 keppendur valdir og stóð leitin yfir í allt sumar. „Þetta eru allt rosalega góðir þát- takendur og þeir eiga það skilið að vera byggðir upp frekar en brotnir niður og það ætlum við að gera,“ segir Helgi. „Þetta eru góðir söngv- arar og við erum í mjög erfiðri stöðu frá fyrsta þátttakanda,“ segir Unn- steinn. Fyrstu prufurnar eru svo- kallaðar blindprufur, en þá snúa þjálfararnir baki í keppandann og ef þeim líkar það sem þeir heyra ýta þeir á takka og snúa sér við. Ef fleiri en einn snýr sér við hefur kepp- andinn fullt vald til að ákveða með hverjum hann vill vinna. 32 kom- ast áfram, en hver þjálfari velur 8 manns í sitt lið. Svala segir þessa samkeppni milli þjálfaranna vera skemmtilega. „Við erum meira í því að keppa við hvert annað og gera grín hvert að öðru en ekki þátttakendum.“ „Svala er líka búin að stela öllum söngdívun- um,“ skýtur Salka inn í. „Henni geng- ur langbest að safna í sitt lið.“ Svala hlær og segir hlutverk þjálfarans þó vera stressandi. „Ég varð mjög stressuð að sitja í stólnum og þurfa að útskýra af hverju ég sneri mér við eða af hverju ég sneri mér ekki við. Ég fékk alveg sting í magann. Ég er mun vanari að syngja en tala.“ Tom Jones og Pharrell Íslands? En er það þannig að keppendur velji þjálfara í takt við aldur sinn og pers- ónueinkenni? „Já það er kannski örlítil tilhneig- ing til þess, en það dreifist samt al- veg,“ segir Helgi. „Sumir ákváðu sig eftir söluræður frá okkur þjálfur- unum þegar við ýttum öll á takkann á meðan aðrir skráðu sig kannski í þáttinn með ákveðinn þjálfara í huga,“ segir Unnsteinn. Líkt og í erlendu þáttunum koma þjálfararnir úr ólíkum áttum en Salka segir að það sé ekki hægt sé að bera þau saman við þjálfara í öðrum útgáfum af The Voice. Helgi segir hins vegar að hægt sé að finna einhver líkindi. „Þetta snið er í 60 öðrum löndum, svo það er kannski að finna samsvörun einhvers stað- ar. En maður sér að yfirleitt eru það stærstu stjörnur hvers lands sem eru valdar í hlutverk þjálfaranna svo að því leyti er þetta eins,“ segir hann og glottir örlítið. „Ég held að það sé smá munstur svo þjálfararnir höfði til sem flestra. Unnsteinn er allavega klárlega Pharrell Íslands. Svo var Tom Jones í Bretlandi,“ seg- ir Svala og gýtur augunum á Helga. Óvæntar uppákomur Fyrsti tökudagurinn var uppfullur af óvæntum uppákomum. „Ég varð hissa í hvert einasta skipti sem ég sneri mér við,“ segir Unnsteinn, en það kom honum einnig á óvart hvað hann þekkti fá andlit. „Miðað við litla Ísland bjóst ég við að kannast við allavega einn keppanda, en svo var ekki.“ „Skemmtilegast fannst mér þegar ég sá fyrir mér eldri mann en svo sneri ég mér við og þá var þetta bara einhver smá gutti,“ segir Salka og Svala tekur undir. „Ég hélt í eitt skiptið að ég væri að hlusta á fimm- tugan rokkara en svo var þetta bara tvítugur strákur.“ Þjálfararnir áttu eftir að hlusta á seinni 30 keppendurna þegar spjallið fór fram og var Unnsteinn sannfærður um að fjölga stelp- unum í sínu liði. „Ég þarf að finna einhverja dívu, Svala má ekki stela þeim öllum.“ Hrói höttur, sakamál, réttur og tónleikaferðalag Stemningin meðal þjálfaranna er bersýnilega góð og þau eru spennt að eyða meiri tíma saman í vetur. „Við höfum aðeins verið að hittast, en ætlum að gera meira af því,“ segir Salka, og Helgi bætir við: „Það er matarboð hjá mér annað kvöld.“ Þau viðurkenna hins vegar að það geti verið mikið púsluspil að ná þeim öllum saman, enda upp- tekin í ýmsum öðrum verkefnum. „Það er mikið að gera hjá Amaba- dama og svo verð ég eitthvað í út- varpinu,“ segir Salka, en auk þess sér hún um tónlistina í uppfærslu Þjóðleikhússins á Hróa hetti. Svala mun eyða dágóðum tíma í flugvél fram að jólum. „Við í Steed Lord erum að taka upp nýja plötu og túra. Ég mun því fljúga á milli sem er bara mjög gaman. Venjulega kem ég bara heim einu sinni á ári en núna kem ég allavega þrisvar. Þetta verður því þannig að þegar ég verð á Íslandi get ég sett alla mína orku í The Voice, sem er mik- ill kostur.“ Helgi mun einnig verða mikið á ferðinni. „Ég er að fara að taka upp sjónvarpsþáttaseríu í Danmörku og svo er ég með nýja plötu sem ég þarf að fylgja eftir.“ Þá verður Helgi með í söngleiknum Mamma Mia sem Borgarleikhúsið frumsýnir eftir áramót. Unnsteinn segir að þau öfundi Svölu af því að geta einbeitt sér algjörlega að The Voice á meðan tökur standa yfir. „Ég verð áfram með Hæpið á RÚV og svo er ég með lítið hlutverk í Rétti sem sýnt verð- ur á Stöð 2. Allt verður þetta sýnt í október og þetta fer því kannski gegn mínum gildum þegar kemur að athygli, en þetta er allt eitthvað sem mig langaði að prófa.“ Sú staða gæti því komið upp að Unnsteinn verði á þremur stöðvum lands- manna samtímis í vetur. Upptökur á The Voice Ísland fara fram í nokkrum lotum og þegar 12 keppendur verða eftir mun þjóðin sjá um að kjósa þá áfram og velja að lokum sigurvegarann. Hægt er að fylgjast með undirbúningi þáttanna á hinum ýmsu samfélagsmiðlum. „Þegar þættirnir hefjast verður svo gaman að fylgjast með okkur prí- vat á Instagram og Snapchat,“ segir Svala. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is 22893 22 viðtal Helgin 11.-13. september 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.