Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Side 24

Fréttatíminn - 11.09.2015, Side 24
Tek ekki þátt í meðal- mennsku Um síðustu helgi tryggði lið Breiðabliks sér Íslands- meistaratitilinn í Pepsideild kvenna í knattspyrnu eftir tíu ára hlé. Markahæsti leikmaður liðsins, Fanndís Friðriksdóttir, er 25 ára og þrátt fyrir ungan aldur var hún einnig í meistaraliði Breiða- bliks sem vann titilinn fyrir tíu árum, þá aðeins 15 ára. Hún hefur spilað yfir 50 landsleiki fyrir Íslands hönd og fór í atvinnumennsku til Noregs á sínum tíma. Hún hefur gríðarlegt keppnisskap en segir þó að það sé líf fyrir utan knattspyrnuna. F anndís Friðriksdóttir, fyrirliði Íslands- meistara Breiðabliks, er þrátt fyrir ungan aldur, ein reyndasta knattspyrnukona landsins. Hún er fædd á Akureyri, en flutti snemma til Vestmannaeyja þar sem hún bjó til 14 ára aldurs. Þá flutti hún ásamt foreldrum sínum upp á land og hennar ferill með Kópavogs- liðinu hófst. „Ég spilaði einn leik með meistaraflokki ÍBV þegar ég var 14 ára og skoraði eitt mark,“ segir Fanndís þegar hún rifjar þetta upp. „Ég vildi ekkert flytja upp á land en fylgdi auðvitað foreldrum mínum. Ég valdi Breiðablik vegna þess að Úlfar Hinriksson var að þjálfa hjá Blikunum ásamt Ernu Þorleifsdóttur sem ég þekkti úr Eyjum,“ segir hún. „Ég fór bara beint í annan flokk, svo ég æfði lítið með þriðja flokki. Mér var tekið mjög vel og er mikill Bliki.“ Ég fer bara til toppliðs, ef ég fer Líf knattspyrnufólks snýst meira og minna um íþrótt- ina en Fanndís hefur áttað sig á því að það er til líf fyrir utan boltann. Hún hugsar ekki mikið um fótbolta þegar hún er ekki sjálf að spila hann. „Það er líf fyrir utan boltann,“ segir hún. „Maður fattar það þegar maður prófar að fara til útlanda að spila. Ég er bara ósköp venjuleg 25 ára stelpa, held ég. Ég er í Háskóla Íslands að læra ferðamálafræði og fór í rauninni í það nám til þess að velja mér eitthvað,“ segir hún. „Ég er að taka þetta í rólegheitum og er ekkert að stressa mig á þessu. Fótboltinn er bara eins og full vinna allt árið, fyrir utan tvo mánuði kannski. Maður er alltaf að æfa.“ Ég er alveg opin fyrir því að fara eitthvert aftur, en það verður að vera almennilegt. Ég nenni ekki að fara í einhverja meðalmennsku. Ég vil þá bara fara í topplið til þess að berjast um titla. Framhald á næstu opnu Lj ós m yn d/ H ar i 24 viðtal Helgin 11.-13. september 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.