Fréttatíminn - 11.09.2015, Page 26
Fanndís fór til Noregs árið 2013
að reyna fyrir sér sem atvinnukona
í knattspyrnu og dvaldi þar í eitt og
hálft ár. Hún var ekki sátt og kom
heim aftur.
„Ég byrjaði á að fara til Kolbotn
sem er lið í nágrenni Oslóar og var
þar í eitt ár,“ segir hún. „Svo fór
ég til Bergen og var þar í hálft ár.
Liðið sem fékk mig þangað heitir
Arnebjörner og það var ekki alveg
staðið við gerða samninga þar,“
segir Fanndís. „Það var búið að
lofa mér góðri íbúð í Bergen og
kærastinn minn átti að fá vinnu og
ýmislegt, sem síðan stóðst ekki,“
segir Fanndís en kærasti hennar til
þriggja ára heitir Alexander Freyr
Sindrason sem leikur knattspyrnu
með Haukum. „Ég átti að búa ein-
hversstaðar í burtu frá borginni og
því sem var lofað var ekki að stan-
dast og ég ætlaði ekki að láta bjóða
mér það,“ segir Fanndís. „Ég dreif
mig heim, þar sem félagaskipta-
glugginn var opinn heima.“
Ertu ákveðin týpa?
„Já mjög,“ segir hún og hlær.
Fanndís segir muninn á íslenska
boltanum og þeim norska alltaf
fara minnkandi. Bestu liðin á Ís-
landi gætu alveg gert góða hluti
í norsku deildinni. „Munurinn er
kannski mestur þegar kemur að
lélegustu liðunum,“ segir Fanndís.
„Lélegustu liðin í Noregi eru
betri en þau sem eru lélegust hér
heima,“ segir hún. „Það eru fleiri
jafn góð. Ég sé ekki eftir því að
hafa komið heim, sérstaklega ekki
í dag. Daginn eftir að ég vann Ís-
landsmeistaratitilinn,“ segir hún
og hlær. „Ég er alveg opin fyrir
því að fara eitthvert aftur, en það
verður að vera almennilegt. Ég
nenni ekki að fara í einhverja með-
almennsku. Ég vil þá bara fara í
topplið til þess að berjast um titla.“
Hætt að gefa boltann
Fanndís er dóttir Friðriks Friðriks-
sonar, fyrrverandi markmanns ís-
lenska landsliðsins í knattspyrnu,
og Nönnu Leifsdóttur sem keppti
á skíðum á ólympíuleikunum í Sa-
rajevo árið 1984 fyrir Íslands hönd.
Hún segist þó ekki hafa verið mikið
í íþróttum sem barn.
„Ég lék mér sjaldan í fótbolta sem
barn,“ segir hún. „Ég var yfirleitt í
eltingaleik í kirkjugarðinum í Vest-
mannaeyjum, eða einhversstaðar
úti í hrauni að klifra eða slíkt.
Fótbolti hefur aldrei verið mikið
í hausnum á mér, fyrr en núna
kannski,“ segir Fanndís. „Mínir
draumar eru ekkert endilega að
komast í eitthvert stórt lið eða slíkt.
Takmarkið fyrir þetta mót var alltaf
að vinna titilinn, og var það í fyrra
líka þó það hafi ekki alveg gengið,“
segir hún. „Það voru pínu von-
brigði. Í ár var þetta ekki spurning.“
Fanndís er markahæst í Pepsi-
deildinni með 19 mörk og er það
í fyrsta sinn sem hún skorar jafn
mikið. „Ég hef alltaf verið dugleg
að leggja upp,“ segir hún. „Oft átt
úrslitasendinguna og slíkt. Ég er
kannski bara hætt að gefa boltann,“
segir Fanndís og hlær. „Ég verð
eiginlega að setja eitt um helgina
svo ég fari í tuttugu mörk. 19 er
leiðinleg tala,“ segir hún.
Fanndísi líður vel hjá Breiðabliki
og segir félagið vera betra en önnur
lið erlendis þegar kemur að aðstöðu
og umgjörð. Hún segir að félagið
eigi að hafa það markmið að vinna
á hverju ári. „Það er allt svo flott
hérna,“ segir hún. „Aðstaðan, þjálf-
arinn og starfsfólkið. Ástæðan fyrir
því að við höfum ekki unnið titilinn
í tíu ár er sú að það hefur vantað
kjarkinn. Það þarf sterka persónu-
leika til þess að spila í meistara-
flokki. Það er gargað og gólað og
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
Gleraugnaverslunin þín
MJÓDDIN
Sími 587 2123
FJÖRÐUR
Sími 555 4789
SELFOSS
Sími 482 3949
frá 0 kr.
Barnagleraugu
(Já, þú last rétt!)
Öll börn upp að 18 ára aldri eiga rétt á endurgreiðslu frá
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð vegna gleraugnakaupa. Þú getur
fengið gleraugu hjá okkur á endurgreiðsluverði miðstöðvarinnar.
fer fyrir brjóstið á mörgum,“ segir
hún.
Kvennaboltinn er að síast inn
Misskipting milli kvenna og karla-
boltans á Íslandi hefur verið mikið í
umræðunni undanfarin misseri og
hefur Fanndís haft skoðun á þeim
hlutum. Hún segist þó sjá breyt-
ingu á hverju ári. „Margt af þessu
er bara klaufalegt,“ segir hún.
„Eins og þetta með bikarana sem
voru til umræðu í sumar. Strák-
arnir voru með miklu stærri bikar
en stelpurnar þó þeir væru á sama
aldri. Það er bara klaufalegt. Það
er árið 2015 og þetta á ekki að vera
svona, en ég held að þetta hafi ekki
verið gert með vilja. Þetta er þó að
breytast. Umfjöllunin er að breyt-
ast, en ef við biðjum ekki um hana
þá er hún ekki til staðar.
Ef áhuginn er svo ekki meiri
á stelpnabolta þá þýðir ekkert að
kvarta undan því,“ segir Fanndís.
„Við verðum þá bara að halda
áfram að gera vel og á endanum
síast þetta inn. Ég held samt að
HM kvenna, sem var í sumar, hafi
alveg sýnt það að kvennafótbolti
er líka skemmtilegur. Eins höfum
við í kvennalandsliðinu smitað út
frá okkur með góðum árangri. Við
erum búnar að fara á tvö Evrópu-
mót þó okkur hafi kannski ekki
verið fagnað á Ingólfstorgi,“ segir
Fanndís og glottir. „Það er heldur
ekkert það sem við erum að biðja
um. Ég veit að það eru miklu meiri
fjármunir í gangi í karlaboltanum,
en sumir hlutir eiga samt að ganga
jafnt yfir, og þeir gera það oft. Það
er mjög vel staðið að þessu hjá
Breiðabliki. Kannski er það af því
að við erum svo frekar,“ segir hún
og hlær. „Það þarf stundum frekju
til. Það er ekki hægt að ætlast
til þess að eitthvað sé gert fyrir
mann, þegar maður biður ekki um
neitt.“
Keppnisskapið frá pabba
Var aldrei pressa á þér frá pabba að
verða markmaður eins og hann?
„Nei, en ég hef keppnisskapið frá
honum,“ segir Fanndís.
„Ég man þegar pabbi var að spila
með ÍBV og fór stundum með mig
út að leika í fótbolta og hann leyfði
mér aldrei að skora hjá sér. Ekki
séns. Ég held að ég sé eins,“ segir
hún. „Ég fór í fótboltaskóla Leiknis
í sumar og tók þátt í einhverri
vítakeppni hjá litlu krökkunum
og vann. Ég ætlaði mér samt ekki
að gera það,“ segir hún. „Það bara
óvart gerðist og ég dauðskammað-
ist mín. Ég er mikil keppnismann-
eskja og finnst gaman að keppa.
Ég er týpan sem telur allt á öllum
æfingum. Mamma er líka mikil
keppnismanneskja svo þetta er
ekkert skrýtið,“ segir hún. „Stelp-
urnar eru samt hættar að pirra sig
á þessu.“
Fanndís segist þreytt á um-
ræðunni um hvort leikmenn séu
uppaldir hjá félögunum sem þeir
spila með, og oftast er þetta öfund-
sýki andstæðinganna sem kveikir
þessa umræðu. „Mér finnst þetta
fáránleg umræða,“ segir hún. „Ég
var talin upp meðal leikmanna
sem eru ekki aldir upp hjá Breiða-
bliki en ég hef spilað allan minn
meistaraflokksferil sem Bliki. Hef
verið hér í 10 ár og elska Breiða-
blik,“ segir hún. „Ég tel mig líka
alda upp hjá ÍBV en umræðan fer
alltaf af stað þegar liði gengur vel.
Ef maður á sinn feril í einhverju liði
þá er maður alinn þar upp. Það er
einfalt. Það eru ekki margir KR-
ingar í karlaliðinu hjá KR, og það
talar enginn um þá sex útlendinga
sem kvennalið Stjörnunnar hefur
innanborðs. Enda er það fáránleg
umræða,“ segir Fanndís.
Lítið hjarta
Fanndís er mikil fyrirmynd á vell-
inum eftir tíu ára reynslu í meist-
araflokki. Hún segir ungar stelpur
í dag mjög efnilegar. „Margar af
ungu stelpunum þekkja ekkert ann-
að en að spila inni og þær eru marg-
ar að spila eins og kempur þrátt
fyrir ungan aldur,“ segir Fanndís.
„Ég er að vísu af þeirri kynslóð líka
að hafa æft inni allt mitt líf. Ég fór
að vísu á eina æfingu á Vallargerðis-
velli í Kópavogi þegar ég var fimm-
tán ára. Það er að vísu skondið því
ég ætlaði ekki að þora á æfinguna.
Pabbi skutlaði mér í Hamraborg og
ég átti að labba þaðan, en ég guggn-
aði á því og settist í strætóskýlið
til að taka næsta strætó heim. Þá
keyrði vinkona mín úr liðinu fram
hjá og stoppaði til þess að pikka
mig upp. Ég þorði ekki annað en
að fara með henni á þessa æfingu á
mölinni. Ég er nefnilega með lítið
hjarta þó ég sýni það sjaldan,“ segir
Fanndís Friðriksdóttir.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
„Ég fór í fótboltaskóla Leiknis í sumar
og tók þátt í einhverri vítakeppni hjá
litlu krökkunum og vann. Ég ætlaði mér
samt ekki að gera það. Það bara óvart
gerðist og ég dauðskammaðist mín.
Ljósmynd/Helgi Viðar Hilmarsson
26 viðtal Helgin 11.-13. september 2015