Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Page 48

Fréttatíminn - 11.09.2015, Page 48
48 heilsutíminn Helgin 11.-13. september 2015 Unnið í samstarfi við Doktor.is. PISTILL Teitur Guðmundsson læknir Þ að er ljóst að öll eldumst við, en það er ekki sama hvernig við förum að því. Sumir verða gamlir fyrir aldur fram, aðrir eru alltaf ungir, burtséð frá hrukkunum og hrörnuninni sem á sér stað með tímanum. Þá eru þeir sem eru svo heppnir að halda heilsu og vera virkir, á meðan hinir slitna og veikjast. Allt er þetta hluti af lífinu, en það er líka val hvers og eins upp að vissu marki. Samspil andlegrar og líkamlegrar vellíðunar er flestum augljóst og óteljandi atriði sem geta haft áhrif á hvoru tveggja. Það er eitthvað fallegt við það sjá fólk njóta lífsins, sama á hvaða aldri það er. Því fylgir líka oft öfund og vanlíðan hjá þeim sem ann- ars vegar ekki tekst það og svo hinum sem geta það ekki einhverra hluta vegna. Svo eru það sigurvegararnir sem láta ekki brjóta sig niður og neita að gefast upp þótt á móti blási. Heilsan skiptir okkur öll gríðarlegu máli og okkur hættir til að þykja það sjálfsagt að geta gengið, borðað, talað, sofið og hugsað skýrt. Það er ekki fyrr en við missum eitthvað sem við áttum okkur á því hversu mikilvægt það var okkur. Hluti af því að taka stjórn á eigin lífi og líðan felst í núvitund og æðruleysi auk þess að láta gott af sér leiða sem oftast. Það þarf ekki að vera merkilegt, oft er nóg að sýna áhuga, spyrja spurninga, brosa, taka utan um náungann og hrósa. Nýta þau tækifæri sem gefast til að hlæja og varðveita barnið í sjálfum sér. Þessi einföldu atriði skipta máli til viðbótar við mataræði og hreyfingu að sjálfsögðu. Í stað þess að berjast við aldurinn ættum við að fagna honum, nýta reynsluna sem honum fylgir og vera vakandi yfir þeim breytingum sem eiga sér stað með virkum forvörnum. Sinna bæði líkama og sál, sumt þarfnast áreynslu og áræðni, en í raun eiga sömu leiðbeiningar við um unga sem aldna. Sem dæmi má nefna; Hjarta, vöðva- og jafnvægisþjálfun helst þrisvar í viku. Dagleg samskipti við annað fólk. Hugarleikfimi og minnisþjálfun, lærðu helst eitthvað nýtt á hverjum degi. Borðaðu almennt hollt og njóttu þess að sukka af og til. Ekki nota tóbak, drekktu áfengi í hófi og passaðu að fá þinn svefn. Stundaðu reglu- bundið kynlíf, leitaðu aðstoðar ef þarf. Segðu frá ef þér líður illa og leyfðu öðrum að njóta þess með þér þegar þér líður vel. Umfram allt gefðu bros, því það kostar ekkert! Þú ræður því hvernig þér líður, elskaðu sjálfan þig svo þú getir elskað aðra og vertu ekki að velta fyrir þér á hvaða aldri þú ert. Njóttu tímans og stundarinnar í botn og vertu vonandi sem lengst með okkur hinum, það er það sem lífið gengur út á! Að „berjast“ við aldurinn 1998 25.000 30.000 35.000 40.000 2015 Mannfjöldi 67 ára og eldri 1998-2015 Fj öl di Ár 1998 27.480 1999 28.046 2001 28.980 2003 29.996 2005 30.859 2007 31.665 2009 32.408 2011 33.883 2013 36.002 2015 38.298 2000 28.511 2002 29.533 2004 30.418 2006 31.226 2008 32.024 2010 33.110 2012 34.812 2014 37.010 Á 17 árum hefur Íslendingum, 67 ára og eldri, fjölgað um 10.818 Heimild: Hagstofa Íslands n Neyttu ávaxta og grænmetis fimm sinnum á dag. Því litríkara, því betra. Ávextir og grænmeti innihalda nauðsynleg andoxunarefni, vítamín og steinefni. n Neyttu fæðu sem inniheldur C-vít- amín, zink og Beta Caroten til að vernda augun. n Trefjarík fæða bætir meltinguna, minnkar líkur á sykursýki og krabba- meini í meltingarvegi. n Ráðlegt er að borða fisk þrisvar sinnum í viku, ásamt lýsi og Omega 3 til að bæta blóðfitu og minnka líkur á hjarta og æðasjúkdómum. n Kalk og D-vítamín bæta beinheilsu og koma í veg fyrir beinþynningu. n Hnetur, a.m.k. lófafylli á dag (um 40 grömm), hafa góð áhrif á blóðþrýsting og blóðfitu. n Drekktu kaffi eða te í hófi. n Dökkt súkkulaði, avocado og bláber, allt í hófi, eru mögulega talin hafa jákvæð áhrif á minnisstarfsemi. n Dragðu úr salt- og sykurneyslu til að koma í veg fyrir háan blóðþrýsting og þróun efnaskiptavanda. Þekkir þú einkenni sykursýki? Sykursýki er sjúkdómur sem gerir það að verkum að sykurmagnið, það er glúkósi, í blóðinu er meira en venjulega. Til eru tvö afbrigði af sykursýki, annars vegar insúlínháð sykursýki, eða týpa 1, sem er algengari hjá ungu fólki og börnum og hins vegar insúlínóháð sykursýki eða týpa, 2, sem er algengari hjá eldra fólki. Almenn einkenni: n Þorsti. n Tíð þvaglát, þegar blóðsykurinn verður of hár skilst hluti hans út með þvagi. n Þreyta. n Lystarleysi og þyngdartap. n Kláði umhverfis kynfæri. n Sýkingar í húð og slímhúð. Insúlínóháð sykursýki (týpa 2) kemur frekar fram hjá einstaklingum sem: n Eiga ættingja með sykursýki, hafa fengið sykursýki á meðgöngu. n Eru of þungir. n Hafa of háan blóðþrýsting. n Þjást af æðakölkun (t.d. kransæða- stíflu). n Hafa of háa blóðfitu (kólesteról).  Verður þú var/vör við ofantalin einkenni er ráðlegt að leita til læknis. Komdu jafnvægi á mataræðið Svo að okkur líði sem best þarf andleg og líkamleg vellíðan að spila saman. Óteljandi atriði geta haft áhrif á hvoru tveggja og þar spilar mataræði stórt hlutverk. Með því að hafa mataræðið í jafnvægi er hægt að stuðla að bættri líkamlegri og andlegri heilsu. Hér eru nokkur heilræði sem gott er að hafa í huga: Orsök: n Við stinningu á sér stað flókið samspil taugakerfisins, æðakerfisins, hormóna og sálarlífs. n Stinningarvandi getur verið einkenni undirliggjandi sjúkdóma sem hafa jafn- vel ekki enn verið greindir en þarfnast meðhöndlunar. n Oft eru það fleiri en einn þáttur sem hefur áhrif. n Æðasjúkdómar er algengasta líkam- lega orsökin. Oftast er um æðakölkun að ræða, því er einstaklingum með kransæðasjúkdóma og of háan blóð- þrýsting hættara við stinningarvanda- málum en öðrum. Sama gildir um þá, sem hafa fengið blóðtappa í heila. n Sykursýki getur einnig leitt til stinn- ingarvandamála. n Sálræn vandamál og erfiðleikar í samskiptum para, t.d. afbrýðisemi, áhugaleysi fyrir makanum, öryggisleysi og frammistöðukvíði, geta haft áhrif á stinningu. n Stinningarvandi getur einnig komið í kjölfar þunglyndis. n Áfengi og margar tegundir lyfja geta haft áhrif á stinningu. n Hægt er að beita ýmsum leiðum til þess að hafa áhrif á vandamálið, t.d. lyfjagjöf, kynfræðslu, hjálpartæki eða skurðaðgerð. Hver er orsök stinningarvanda? Tíðni stinningarvanda eykst með aldrinum, 15-25% 65 ára karlmanna rís ekki hold á meðan 5% 40 ára karla eiga við slíkt vandamál að glíma. Ristruflanir sem vara í stuttan tíma eða koma fram á ákveðnu tímabili eru algengari.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.