Fréttatíminn - 11.09.2015, Blaðsíða 52
Einar Carl. Í vor hóf hann svo að
setja saman sín eigin námskeið sem
byggja á Movement Improvement.
„Á námskeiðunum leitumst við
eftir að auka hreyfigetu og styrk í
æfingum sem að lang mestu leyti
eru framkvæmdar með líkams-
þyngd. Einnig er farið í hvernig best
er að læra nýjar æfingar og stig-
magna þær á hærra svið á skömm-
um tíma.“ Æfingarnar snúast ekki
eingöngu um styrk heldur stuðla
þær einnig að betri almennri hreyfi-
getu og liðleika. „Æfingarnar felast
52 heilsutíminn Helgin 11.-13. september 2015
Hreyfilist frá öllum
heimshornum
eykur hreyfigetu
Einar Carl Axelsson, heilsu-
nuddari og þjálfari, kennir
fyrsta hérlenda námskeiðið
í Movement Improvement,
sem kalla mætti hreyfiflæði á
íslensku. Einar Carl sérhæfir
sig í hreyfiferlum og vinnur
meðal annars með Annie Mist
og Katrínu Tönju, fyrrverandi
og núverandi hraustustu konu
heims. Markmið Movement
Improvement er að auka styrk
og liðleika og dýpka þannig
skilning iðkenda á hreyfigetu
líkamans.
U m er að ræða æfingakerfi þar sem æfingum úr hinum ýmsu greinum er blandað
saman, til dæmis úr crossfit, fim-
leikum, brasilísku danslistinni
capoeira og svonefndum götufim-
leikum eða parkour,“ segir Einar
Carl Axelsson sem kynntist hrey-
fiflæði í gegnum ísraelska vin sinn,
Ido Portal. „Hann æfði capoeira
þegar hann var ungur og langaði
að teygja það form lengra og fór því
að blanda saman alls konar hreyf-
ingum úr bardagalistum, fimleik-
um og fleira í eina hreyfilist,“ segir
auk þess ekki í endalausum
endurtekningum, heldur
vinnum við frekar í að auka
flækjustig æfinga sem krefst lið-
leika og styrks,“ segir Einar
Carl.
Fyrir alls konar
fólk með verki
og vesen
Einar Carl segir
þessa tegund
þjálfunar henta
öllum. „Ég hef
verið með dans-
ara, húsmæður
og keppnisfólk
úr Mjölni með
verki og vesen á
sama tíma í tímum
hjá mér.“ Þar sem
unnið er með eig-
in líkamsþyngd er
hægt að finna erfið-
leikastig sem hentar
öllum. Að sögn Ein-
ars Carls er ávinn-
ingurinn af Move-
ment Improvement
f jölþættur. „Þetta
snýst ekki eingöngu
um að auka liðleika
heldur að auka
styrkinn samhliða
og nýta hann til að
fara dýpra í hverja
æfingu.“
Sterkari án
þessa að lyfta
einu lóði
Þorsteinn Ingi Valdi-
marsson leitaði til
Einars Carls vegna
bakvandamála fyr-
ir nokkru. „Ég fór
til hans í nudd sem
hjálpaði mér mikið,
Einar Carl kenndi mér
til dæmis ýmsar teygjuæf-
ingar. Hann sagði mér svo
frá þessu námskeiði og ég
ákvað að slá til og sé alls ekki
eftir því.“ Þorsteinn líkir
námskeiðinu við töfra-
brögð og segir að
Einar Carl sé töfra-
maðurinn. „Hug-
myndafræðin er
einföld og það er
auðvelt að meðtaka
skilaboðin. Æfing-
arnar einkenn-
ast af fjölbreytni,
léttleika og það
ríkir góður andi
á æfingum og
enginn t ími
er eins.“ Eftir
nokkrar vikur
á námskeiðinu
hefur Þorsteinn
styrkst mjög
mikið og er
orðinn liðugri.
„Verkurinn í
bakinu hefur
horfið, en það
magnaða við þetta
er að ég er búinn að
styrkjast mikið án
þess að lyfta einu
einasta lóði.“
Einar Carl bauð upp
á fyrstu Movement Imp-
rovement námskeiðin í
vor og fer áhuginn vax-
andi. „Það er alltaf fullt
í hádegistímunum og ég
hef verið að bæta við tím-
um klukkan 11. Auk þess
eru alltaf tímar á morgn-
ana.“ Tímarnir fara fram
í sal Ferðafélags-
ins í Mörkinni.
Áhugasamir
geta kynnt sér
Movement Imp-
rovement á Facebook síðunni
Mobility Flex.
Einar Carl Axelsson hefur sett saman námskeið fyrir þá sem vilja auka styrk og
liðleika samtímis. Þjálfunin nefnist Movement Improvement og samanstendur af
æfingakerfi þar sem æfingum úr hinum ýmsu greinum er blandað saman. „Þetta er
þjálfun sem kemur á óvart og engir tveir tímar eru eins.“ Mynd/Hari.
Gígja Þórðardóttir, sjúkraþjálfari og umsjónarmaður Heilsutímans.
Heilsuumfjöllun í
Fréttatímanum eflist
Umfjöllun um heilsu í Fréttatím-
anum mun aukast með haustinu.
Fréttatíminn hefur hafið samstarf
við sjónvarpsstöðina Hringbraut
og doktor.is. Sjónvarpsþáttur-
inn Heilsutíminn verður sýndur á
mánudagskvöldum á Hringbraut
í vetur. Auk þess mun Teitur Guð-
mundsson læknir ganga til liðs við
Heilsutímann og vera með fasta
pistla í blaðinu og í sjónvarpsþætt-
inum. Heilsutíminn verður hér eftir
í Fréttatímanum eins og áður og á
frettatiminn.is.
Sjónvarpsþátturinn verður frum-
sýndur á mánudagskvöldum klukk-
an 20 og endursýndur nokkrum
sinnum í vikunni. Umsjónarmaður
með þáttunum er Gígja Þórðardótt-
ir sjúkraþjálfari. Hún mun einnig
hafa yfirumsjón með Heilsutíman-
um í Fréttatímanum. Í Heilsutím-
anum verður fjallað um allt það nýj-
asta í heilsurækt og hvað fólk getur
gert til að efla sjálft sig. „Þar verður
meðal annars farið yfir nýjar rann-
sóknir í heilsugeiranum, viðtöl við
fagfólk og gefin góð ráð til lesenda
varðandi mataræði, hugarfar, hreyf-
ingu og margt fleira,“ segir Gígja.
„Við munum einnig kynnast ýmsum
heilsueflandi námskeiðum og fjalla
nánar um heilsutengd efni sem við
höfum tekið fyrir í blaðinu, líkt og
heilsu móður og barns, svo dæmi
sé tekið.“