Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Síða 72

Fréttatíminn - 11.09.2015, Síða 72
 Í takt við tÍmann arna Ýr Jónsdóttir Stangarstökkvarinn sem varð Ungfrú Ísland Arna Ýr Jónsdóttir var kjörin Ungfrú Ísland í Hörpu um síðustu helgi. Hún er tvítug Kópavogsmær sem dreymir um að verða ljósmóðir í framtíðinni. Arna Ýr er nýbyrjuð að búa með kærastanum og elskar að ganga í litríkum kjólum. Staðalbúnaður Fatastíllinn minn er mjög klassískur. Ég geng yfirleitt í litríkum, fallegum kjólum. Þegar ég var yngri var ég stundum feimin að vera í þannig kjólum en eftir að ég fór í Ungfrú Ísland er ég alveg óhrædd að vera ég sjálf. Ég á mér enga uppáhalds búð en ætli ég versli ekki mest í Zöru. Kjólarnir úr Karen Millen eru líka algjör draumur. Ég fór einmitt í einum slíkum í dómara- viðtalið. Hugbúnaður Ég á tvíburabróður og draumurinn er að verða ljósmóðir í framtíðinni. Ég á kærasta og við erum nýflutt inn saman. Okkur finnst gaman að ferðast saman eða að elda eða fara út að borða. Svo er líka voða fínt að hafa það kósí heima og horfa á sjónvarpið. Við erum til dæmis „húkkt“ á matreiðsluþáttum þessa dag- ana. Mér finnst gott að borða gott kjöt, ég gæti ekki verið grænmetisæta. Sushi er líka í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég drekk ekki áfengi og hef engan áhuga á djammi. Ég var meira að segja farin heim fyrir miðnætti eftir Ungfrú Ísland- keppnina – í kuldaskóm við fína kjólinn í þokkabót. Ég æfði stangarstökk frá því ég var 13 ára og komst í landsliðið þegar ég var 15 ára. Ég keppti á Evrópumótum og Norðurlandamótum og í fyrrasumar lenti ég í þriðja sæti á Evrópumóti í Georgíu. Ég er hætt í frjálsum í bili en sé til hvort ég byrja aftur. Ég er dugleg að hreyfa mig sjálf og æfi, þó það sé ekki með þjálfara. Það hentar mér vel að mæta niður á völl. Vélbúnaður Ég hef aldrei verið mikið tæknitröll en ég hef verið að koma til upp á síðkastið. Ég kann ágætlega á netið og á Facebook, það dugar mér. En það hefur reynst stórt vandamál að ég kann ekki á sjónvarp, ef ég er ein heima á ég í mestu vandræðum með að finna rétta stöð. Aukabúnaður Ég geri mikið af því að mála og selja málverk ef ég hef tíma. Ég mála alls- konar myndir, blóm upp í sólarlag eða einhverjar fantasíumyndir. Í hvert sinn sem ég prófa eitthvað nýtt heppnast það. Ég sendi málverk í hæfileikaprófið fyrir Ungfrú Ísland og Dísa og Bjössi, sem eiga keppnina, hengdu málverkið upp í World Class í Laugum. Það er mikið framundan hjá mér. Ég fer út til Kína um miðjan nóvember til að keppa í Miss World og verð úti í heilan mánuð. Svo verð ég andlit Goss næsta árið og það kallar á fullt af myndatökum og auglýs- ingum. En fyrst ætla ég að fara til Te- nerife með kærastanum. Það verður gott að fá smá pásu, bara við tvö. Ég er búin að vera með símann fastan við andlitið síðustu daga. Lj ós m yn d/ H ar i Sushi Samba Þingholtsstræti 5 • 101 Reykjavík Tel. 568 6600 • sushisamba.is MATSEÐILL KAZ Kóngakrabba Sunomono 2.290 kr. Kóngakrabba salat með gúrku, wacame, rauðlauk og sesamfræjum Bleikju Sashimi með fennel 1.390 kr. Bleikju Sashimi með fennel, rauðlauk og mozzarella Nikujaga 1.890 kr. Japansk kartöflu „stew“ með þunnskornu nauta- kjöti, gulrótum, kartöflum og Dashi-mirinseiði Okonomiyaki 1.890 kr. Kál pönnukaka með þunnskorinni svínasíðu, rauðum engifer og bonito-flögum Kushiage 2.290 kr. Stökk hörpuskel með svíni, lauk, aspas og misosósu Chawanmushi 1.990 kr. „Custard“ súpa með sætri kartöflu, rækjum og skötusel Sushi platti 5.990 kr. Laxa nigiri með „créme fresh“ Skarkola nigiri með konbusölum og shiso Túnfisk nigiri með kalamata ólífum Bleikju nigiri með límónuberki Laxa maki rúlla með basilíku og ananas Eftirréttur 1.790 kr. Græn te Tiramísu Borðapantanir í síma 568 6600 Í tillefni JAPANSKRA DAGA heimsækir alþjóðlegi matreiðslusnillinginn og gesta- kokkurinn Kaz (Kazuhiro) Okochi Sushi Samba og bíður upp á bragð af Japan. Á síðustu 25 árum hefur Kaz unnið sér nafn í matreiðsluheiminum fyrir að endurskapa hefðbunda japanska rétti með skemmtilegu „tvisti“ – eitthvað sem hann kallar sjálfur „Freestyle Japanese Cuisine“. JAPANSKIR DAGAR 15.–20. september Kazuhiro Okochi Bragð af Japan 72 dægurmál Helgin 11.-13. september 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.