Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Síða 11

Fréttatíminn - 14.08.2015, Síða 11
Heiða er ekki farsælasti pólitíkus landsins. Hún stýrði baráttunni í Reykja- vík þar sem þau skíttöpuðu. En ég held að hún sé búin að læra af þessu og þroskast. Yfirburðir: Zeolith®-þurrkun skýtur Siemens enn og aftur í fyrsta sæti! Í nýjustu úttektum sænska neytendablaðsins Råd & Rön (apríl 2015) og danska neytendablaðsins Tænk (apríl 2015) á uppþvottavélum frá ýmsum framleiðendum hlaut Siemens uppþvottavélin SN 45M209SK hæstu einkunn. Með næsthæstu einkunn í úttekt Tænk er Siemens uppþvottavélin SN478S01TS. Þetta staðfestir yfirburði Siemens uppþvottavéla. Vélarnar fá toppeinkunn, eins og fyrri sigurvegarar Siemens, fyrir þurrkhæfni, þökk sé einstakri Zeolith®-þurrkun, sem skilar sérlega þurru og glitrandi hreinu leirtaui. www.sminor.is Zeolith®-þurrkun byggist á að láta hið náttúrulega steinefni seólít soga í sig raka og gefa frá sér hita. Sjá nánar um úttektir neytendablaðanna á heimasíðu okkar. HÆSTA EINKUNN Ap ril 2 01 5 þurrkun tíðar og ef vilji sé fyrir því innan flokksins þá sé hún til í slaginn. Þessi ummæli vöktu vitaskuld mikla athygli og flestir fjölmiðlar tóku þau upp. Guðmundur Stein- grímsson svaraði með færslu á Facebook í byrjun vikunnar. „Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag. Átök um embætti og völd innan stjórnmálaflokka eru töluverð meinsemd, að mínu viti,“ ritaði Guðmundur og lýsti því jafnan yfir að hann myndi beita sér fyrir því á ársfundi flokksins að embætti innan hans; formennska, stjórnarformennska og þingflokks- formennska róteri á milli fólks í flokknum. Þetta hefur síðan verið kölluð boðhlaupsleið. Var áfengisfrumvarpið þúfan sem velti hlassinu? Hver er svo orsök þessa upphlaups Heiðu Kristínar? Er það bara vegna óánægju með fylgi flokksins eða á þetta sér dýpri rætur? Fólk innan flokksins segir að Guðmundi og Heiðu Kristínu hafi komið ágætlega saman í upphafi en þó hafi alltaf verið smá stirð- leikar á milli þeirra og þau stund- um ósammála um nálganir. Mikið var gert úr því að þau tvö störfuðu saman, hlið við hlið, for- maðurinn og stjórnarformaðurinn, þegar flokkurinn var stofnaður. Þegar Heiða Kristín náði hins veg- ar ekki kjöri í alþingiskosningun- um fjarlægðist hún smám saman kjarnastarf flokksins. Hún hætti sem stjórnarformaður um síðustu áramót. Þá mun hún hafa lýst því yfir í heyrenda hljóði að hún geti ekki starfað með Guðmundi. Margir viðmælendur Frétta- tímans vilja rekja upphaf óánægj- unnar og fylgistapsins til áfengis- frumvarpsins á Alþingi á síðasta ári. Björt framtíð var í hugum kjósenda hennar frjálslyndur flokkur en tregða þingmanna flokksins til að styðja frumvarp um afnám einkasölu ríkisins á áfengi passaði ekki við þá ímynd. „Þá fór kúlstimpillinn af þeim,“ sagði einn viðmælenda blaðsins. Finnst flokkurinn orðinn of formfastur Sé teiknuð upp einföld sviðs- mynd af átökunum í flokknum eru tvær fylkingar sem takast á. Annars vegar eru það Guðmundur Steingrímsson formaður, Róbert Marshall, hans nánasti samstarfs- maður, og fylgjendur þeirra. Hins vegar hinn svokallaði Reykjavík- urarmur sem fylkir sér að baki Heiðu Kristínar. Þar á meðal er mikið af ungu fólki sem áberandi var í starfi Besta flokksins og fólk sem starfar nú í borgarmálunum. Þessu fólki finnst Björt framtíð vera orðinn of formfastur og hefð- bundinn stjórnmálaflokkur. „Mér finnst vandinn fyrst og fremst vera sá að það er ákveðið tengingarleysi. Það er alltaf verið að bera á borð einhverjar tækni- legar lausnir við tilfinningalegum vandamálum. […]Mér finnst flokkurinn hafa „formaliserast“ of mikið fyrir mína parta og mér finnst hann vera að elta eitthvað form sem er fyrirfram gefið í pólitik. Og mér finnst það ekki vera eitthvað sem er mikil eftir- spurn eftir,“ sagði Heiða Kristín í Vikulokunum. „Þessi flokkur þarf að hætta kjaftæðinu og fara að berjast fyrir því að ungt fólk geti búið hérna – að landið sé samkeppnishæft við önnur lönd í Evrópu. Það þarf að taka ákveðnari afstöðu,“ sagði einn óánægður flokksmaður við Fréttatímann. Átakapólitík eða ekki átakapólitík Átök þessara tveggja fylkinga birt- ust vel í kjöri á nýjum stjórnarfor- manni í byrjun ársins. Á yfirborð- inu létust allir vera vinir en innan flokksins var vitað að tvær blokkir tókust á. Brynhildur S. Björnsdóttir var kandídat formannsins en Mar- grét Marteinsdóttir kom frá Reykja- víkurarminum. Margrét sigraði sem kunnugt er í kjörinu en lítið hefur farið fyrir henni síðan. Sumir vilja reyndar meina að um- mæli formannsins um að vilja engin átök um embætti innan flokksins séu hálf hjákátleg því ekki séu nema nokkrir mánuðir síðan þessi barátta um annað af stóru embættunum inn- an hans fór fram. „Þá var verið að vinna í fólki. Skrítið að tala núna um að þetta sé úrelt,“ sagði einn heim- ildarmanna blaðsins. Tilbúin að kljúfa flokkinn? Stóra spurningin er væntanlega hvort að Heiða Kristín njóti al- mennrar hylli innan Bjartrar fram- tíðar og hvort raunhæft sé að hún nái kjöri sem formaður, gefi hún kost á sér. Almennir flokksfélagar telja að hún hafi litið afar stórt á sig eftir gott gengi með Besta flokkn- um, hafi á stundum virkað hroka- full. Fylgið í alþingiskosningum og í borginni hafi svo verið undir væntingum. „Heiða er ekki farsælasti pólitíkus landsins. Hún stýrði baráttunni í Reykjavík þar sem þau skíttöpuðu. En ég held að hún sé búin að læra af þessu og þroskast,“ sagði einn viðmælenda. Í gærkvöldi, fimmtudagskvöld, var boðaður fundur hjá Bjartri framtíð og bjuggust viðmælendur Frétta- tímans við því að nýjustu vendingar yrðu þar til umræðu. Sér í lagi tillaga formannsins. Miklar og líflegar um- ræður munu hafa verið á Facebook- síðu flokksfólks að undanförnu. Ekki er gott að segja fyrir um hvað verður en þó er ljóst að búast má við öllu. Heyrst hefur af fundum Heiðu með þingkonunum Björt Ólafsdóttur og Brynhildi Péturs- dóttur en ekki er vitað hvað þeim fór í milli. Þá herma heimildir Frétta- tímans að þegar sé farið að ræða möguleika á því að Reykjavíkurarm- urinn kljúfi sig frá Bjartri framtíð, verði niðurstaða ársfundarins í sept- ember þeim ekki að skapi. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is 4,4% fréttaskýring 11 Helgin 14.-16. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.