Fréttatíminn - 14.08.2015, Síða 30
Það eru
allir með þessa
orku. Það eru
allir með eld
í sér. Sumir
eru með arin-
eld, aðrir með
skógareld og
allt þar á milli.
Það er engin
blóðprufa
eða röntgen-
myndataka
sem getur sagt
til um það
hvort þú ert
með geðsjúk-
dóm, eða ekki.
Héðinn Unnsteinsson og Jónas
Sigurðsson segja það áskorun að
halda athygli fólks með því að tala.
„Það sem við ætlum að gera er að
segja okkar sögu, og deila með
fólki. Maður er manns gaman,“
segja þeir. Ljósmynd/Hari
Miðaldra
menn tala
um upplifun
sína af lífinu
Jónas Sigurðsson hefur undanfarin ár verið einn afkastamesti
tónlistarmaður þjóðarinnar. Hann og Héðinn Unnsteinsson,
ráðgjafi um geðheilbrigði hjá heilbrigðisráðuneytinu, ætla
á næstunni að halda uppistandskvöld þar sem þeir tala um
geðheilbrigði og hamingju í lífi fólks. Þeir lofa þó engum
lækningum, bara umræðu.
H éðinn Unnsteinsson og Jón-as Sigurðsson ætla á næstu vikum að taka höndum
saman og halda nokkurskonar uppi-
standskvöld undir nafninu Hamingj-
an og Úlfurinn, þar sem þeir ætla að
eiga samtal við fólk um hamingju í
tónum og tali. Uppistandskvöldin
koma í kjölfarið af útgáfu bókarinnar
Vertu Úlfur, sem er frásögn Héðins
af reynslu sinni af oflæti, en bókin
vakti mikla athygli fyrr á árinu.
„Við Jónas kynntumst árið 2004 í
Danmörku,“ segir Héðinn. „Þá var
ég að vinna hjá alþjóða heilbrigðis-
stofnuninni (WHO) og Jónas var
að forrita og vinna í tónlist. Frá
árinu 1994 hef ég verið að halda
fyrirlestra og tala á ráðstefnum
um geðheilbrigðismál og ég hef
verið að vinna með lífsorð sem eru
í bókinni minni Vertu úlfur,“ segir
hann. „Þetta hefur stundum færst
nánast út í uppistand og við feng-
um þá hugmynd að blanda þessu
saman, þ.e.a.s mínum fyrirlestrum
og umræðum og tónlist og textum
Jónasar,“ segir Héðinn. „Við kynn-
umst í gegnum andlega vinnu og
höfum alltaf vitað hvor af öðrum,“
segir Jónas. „Þegar Héðinn var í
maníunni, sem hann lýsir í bókinni,
þá vorum við alltaf að hittast öðru
hverju,“ segir hann. „Jónas fékk
að fylgjast með skrifunum mínum
þegar ég var að koma til baka úr
maníunni. Í bókinni er ég að lýsa
hlutum sem eru á jaðri skynsviðsins
og hún fjallar um það að við erum
öll á sama rófi,“ segir Héðinn. „Ég
er að lýsa ástandi sem er bara við-
bót við normið, en ekki ab-norm.
Það er engin lína sem segir: þú ert
geðveikur,“ segir hann.
Það eru allir með eld í sér
„Ég fékk að lesa handritið og varð
strax rosalega hrifinn,“ segir Jón-
as. „Mér finnst þetta algerlega stór-
kostleg lýsing og að fá hana svona
hreina og tæra frá manni sem er
svona vel skrifandi og hugsandi og
skrifar af nákvæmni og einlægni
um það hvernig er að fara í maníu.
Líka komandi frá þeim stað að vera
að vinna fyrir WHO og með þenn-
an bakgrunn. Þessu er svo vel lýst í
bókinni og þetta eru svo sterk skila-
boð og mikilvægt að þau komi fram.
Persónulega finnst mér að allir eigi
að lesa þessa bók,“ segir Jónas.
„Það sem mér finnst líka mikilvægt
að komi fram er, hvar liggja mörk-
in? Það sem ég hef verið að gera í
tónlist er að taka sjálfan mig inn og
mínar upplifanir og mitt ferðalag í
átt að einhverju til þess að líða bet-
ur,“ segir hann. „Ég vil ræða það við
það fólk sem vill hlusta.“
„Það eru allir með þessa orku.
Það eru allir með eld í sér,“ segir
Héðinn. „Sumir eru með arineld,
aðrir með skógareld og allt þar á
milli. Það er engin blóðprufa eða
röntgenmyndataka sem getur sagt
til um það hvort þú ert með geðsjúk-
dóm, eða ekki.“
Engin lausn í boði
Jónas og Héðinn ætla á þessum
kvöldum sem fyrirhuguð eru að
tala við fólk. Bæði mun Héðinn tala
af sinni reynslu og Jónas einnig,
ásamt því að spila lög fyrir gesti.
Jónas segir sig koma úr allt annarri
átt en Héðinn, en samt leiða þessar
áttir að sama punktinum.
„Lögin mín eins og Hleypið mér
út úr þessu partýi, Hamingjan er
hér og Hafið er svart fjalla öll um
baráttuna fyrir því að vera til,“
segir Jónas. „Spurningar eins og
„hvað er þunglyndi?“ Ég er á því
að þunglyndi sé partur af því að þú
finnir ekki þinn stað í lífinu,“ segir
hann. „Að maður finni ekki sitt hlut-
verk. Svo les fólk einhverja sjálfs-
hjálparbók sem segir, Hamingjan
er hér, en þú veist ekkert hvernig
þú átt að fara þangað. Það er ekkert
kort,“ segir hann. „Hugurinn þarf
alltaf að hafa eitthvað til að hugsa
um,“ segir Héðinn. „Við getum
bara hugsað um eitt í einu og það
sem við hugsum um, það vex. Þetta
eru staðreyndir. Hins vegar erum
við með 100 milljarða heilafruma í
hausnum. Hver og ein er tengd að
meðaltali þúsund taugaþráða og
hver þráður endar í taugamótum
þar sem þúsund hormón og pró-
tein flytja rafboðunarskipti,“ segir
hann. „Maðurinn er gangandi tíðni.
Hjartað gengur fyrir rafmagni, það
eru rafboð sem sjá til þess að það
slær. Það sem ég er að segja er að
orsakavaldar og áhrifaþættir í lífinu
og hvernig okkur líður eru eins og
þrívíðir köngulóarvefir og eru svo
flóknir,“ segir Héðinn.
„Við erum að gera tilraun. Við
gerðum Facebook síðuna Ham-
ingjan og úlfurinn, og fólk spyr;
Hvað er þetta?,“ segir Jónas. „Tveir
miðaldra menn að „besserwissera“
eitthvað út í loftið,“ segir hann og
þeir hlæja.
„Við erum ekki með neina lausn,“
segir Jónas. „Við erum
bara með það sem virk-
aði fyrir okkur. Lykil-
atriðið er að halda uppi
umræðu. Stóri misskiln-
ingurinn gæti verið sá
að halda að við þykjumst
hafa öll svörin. Við höf-
um engin svör. Við vilj-
um fara um landið og
skemmta fólki, en um
leið að búa til umræðu
og kveikja eld hjá fólki,“
segir hann. „Við viljum
renna í gegnum pæling-
arnar um hvað skiptir
okkur máli,“ segir Héð-
inn.
Gæti „floppað“
„Við viljum deila skynjun
okkar, upplifun og túlkun
á lífinu,“ segir Héðinn.
„Ef maður getur komist í gegnum
það sem ég gerði með allri minni
hjálp þá eru það ákveðin skilaboð
til þeirra sem eiga erfitt. Skilaboðin
eru þau að það er alltaf leið út,“ seg-
ir hann. „Við viljum líka koma á
framfæri þeim skilaboðum að það
er svo margt sem við eigum sam-
eiginlegt sem manneskjur, þó mark-
aðurinn sé alltaf að reyna að skilja
okkur í sundur. Þú ert svona og ég
er hinsegin og þá koma fordómarn-
ir. Í dag er svo vinsælt að vera á jaðr-
inum, að jaðarinn er orðinn „main-
stream“,“ segir hann. „Umræðan er
svo „fatal“.“
Er fólk tilbúið að ræða þetta?
„Mér finnst vera „momentum“ í
gangi,“ segir Jónas.
„Af hverju ekki? Mér finnst mörg
teikn á lofti að þjóðfélagið sé að
breytast,“ segir hann. „Ungt fólk er
að koma með mikið af flottum hug-
myndum um frelsi, jafnrétti og upp-
reisn gegn þöggun. Það er allt að
opnast. Það sem maður getur gert
er að koma með sína sögu. Það sem
við ætlum að gera er að segja okkar
sögu, og deila með fólki. Maður er
manns gaman,“ segir Jónas. „Við
trúum því að þetta hafi skemmt-
anagildi og við þurfum að vera
skemmtilegir líka.“
„Ég er ekki eins bjartsýnn og Jón-
as,“ segir Héðinn og glottir. „Núna
er ekkert sem sameinar fólk. Ekki
einu sinni fótboltaleikir,“ segir
hann. „Það eru allir í sím-
anum og allir komnir með
allt sem þeir þurfa í skýið
sitt og allt orðið Ég. Unga
fólkið er í skjánum, svo það
er áskorun fyrir okkur að
ná athygli fólks.“
„Þetta gæti auðveldlega
orðið mega „flopp“,“ segir
Jónas. „En af hverju ekki að
prófa?“
„Við héldum prufukvöld
um daginn og það var gam-
an,“ segir Héðinn. „Það
er aðal málið, burtséð frá
boðskapnum. Hann er bú-
inn að fara marga hringi
í kringum jörðina,“ segir
hann. „Ef fólk tengir og
getur tekið eitthvað með
sér og breytt einhverju hjá
sér sem það vill breyta, þá
er það fínt. Aðalatriðið er
samt það að fólk komi og skemmti
sér eina kvöldstund. Við Íslending-
ar þurfum að tala meira um þessa
hluti. Kannski erum við búin að
eiga hér 1100 ára vetursetu fyrir
misskilning, við ætluðum kannski
aldrei að stoppa hér,“ segir Héðinn.
„Í 800 ár af þessum 1100 erum við
búið að berja úr okkur allan mátt.
Vanmáttur okkar birtist í þótta, jafn-
vel hroka og minnimáttarkennd og
stöðugum samanburði og sam-
keppni. Við erum alltaf á því að við
séum ekki nógu góð. Fyrsta spurn-
ing okkar til útlendinga er, „How do
you like Iceland?“ Er ekki örugg-
lega frábært hérna og allt í lagi með
okkur? Mér finnst unga kynslóðin
segja okkur að slappa bara aðeins
af,“ segir hann. „En svo verður þetta
unga fólk 25 ára og fer strax í þenn-
an fasa.“
„Af hverju fer fólk saman að
hlusta á tvo miðaldra menn og
spjalla um þetta allt saman við þá?“,
segir Jónas. „Af hverju ekki?“
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
19. ágúst
Listasafn Árnes-
inga í Hveragerði.
20. ágúst
Tryggvaskáli á
Selfossi.
21. ágúst
Versalir. Ráðhús-
inu í Þorlákshöfn.
24. ágúst
Félagsheimilið
Hvoll. Hvolsvelli.
26. ágúst
Háaloftið, Vest-
mannaeyjum.
Allir viðburð-
irnir hefjast
klukkan 20.
30 viðtal Helgin 14.-16. ágúst 2015