Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 14.08.2015, Qupperneq 34
Ekki til Parísar til þess að sofa É „Ég er ekki komin til Parísar til að sofa.“ Þessi orð minnar ágætu eiginkonu eru enn í minni höfð, en þeim skellti hún á bónda sinn í fyrstu Parísarferð okkar hjóna fyrir margt löngu, sumarið 1978. Þá höfðum við gengið okkur upp að hnjám, meðal annars eytt heilum degi í því bráðmerka safni Lo­ uvre. Því vildi ég sofa næsta morgun, full­ lengi að mati betri helmingsins. Hún dreif mig því á lappir með þessum orðum og við brunuðum til Versala, strax eftir litla skatt, kaffi og croissant á hótelinu. Brauðið borð­ uðum við að minnsta kosti, við vorum ekki alveg jafn sterk í kaffinu á þessum frum­ býlingsárum okkar. Það var heldur rólegra yfir okkur í liðn­ um mánuði í nokkurra daga heimsókn til sömu borgar. Við vöknuðum við her­ þotugný eftir fyrstu nóttina, þar sem við gistum í Latínuhverfinu. Við vissum hvað var á seyði en nenntum ekki á lappir til að skoða það sérstaklega. Sjálfur Bastilludag­ urinn, 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, var runninn upp. Þá fljúga þotur yfir árla dags og lita himininn fánalitunum. Við létum þær vera, vorum að vísu komin til Parísar til að sjá og upplifa – en líka til að hvíla okkur. Sá var munurinn og á fyrstu ferðinni, þegar við vorum 25 ára og þurft­ um ekki að sofa. Við drifum okkur samt út í blíðuna nokkru síðar og sóttum okkar litla skatt í nálægt bakari. Kaffið var ekki lengur fyrir­ staða, svo mikið höfðum við þroskast. Við létum okkur samt nægja að skoða Louvre að utan, en gengum eða notuðum metróið til að komast á milli staða. Það er gaman að rölta um Parísarborg, skoða mannlífið, setjast niður annað veifið og halda síðan áfram milli helstu kennileita, hvort heldur er Frúarkirkjan eða Sigurboginn. Borgin var fánum prýdd í tilefni dags­ ins en við ákváðum að geyma okkur tákn Parísar, sjálfan Eiffelturninn þar til um kvöldið. Í leiðsögubók sem við keyptum fyrir ferðina var sagt að flugeldasýningin í turninum að kvöldi Bastilludagsins væri eitthvað sem hver maður yrði að sjá einu sinni á ævinni. Gúgúl sjálfur er ávallt ná­ lægur og hann sagði okkur að flugelda­ sýningin hæfist klukkan 11 um kvöldið og stæði í 35 mínútur. Við vorum því hin ró­ legustu eftir kvöldmatinn, slökuðum á og rann jafnvel í brjóst. Við vorum líka komin til Parísar til að sofa. Við röltum síðan á nálæga metróstöð um 10­leytið, töldum það nægan tíma til þess að komast að Eiffel­ turninum. Þar var hins vegar teflt á tæp­ asta vað. Við áttuðum okkur á því um leið og við komum á brautarpallinn. Þar var maður við mann. Greinilegt var að fleiri en við ætluðu að upplifa dýrðina. Merkilegt nokk náði kona mín samt eina sætinu sem laust var í lestarvagninum. Ég náði haldi á stöng með mörgum öðrum. Þetta var all­ löng leið, líklega með viðkomu á einum tíu stöðvum. Mannfjöldinn jókst eftir því sem nær dró Eiffelturninum. Mannhaf var á hverjum brautarpalli og þrýstist með ein­ hverjum hætti inn í neðanjarðarlestina. Það þrengdi sífellt meira að mér. Í upphafi ferðar voru kannski tíu sentimetrar í næstu menn, sem einnig héngu á stönginni. Sá lúxus hélst ekki lengi. Staðan versnaði á hverri stöð, var fljótlega orðin eins og mað­ ur sér á myndum af japönskum neðanjarð­ arlestum þar sem síðustu farþegunum er beinlínis troðið inn í lestarvagnana. Undir það síðasta var ástandið í vagninum eins og í síldartunnu nema hvað það var ekki síld við síld heldur maður við mann, eða mað­ ur á mönnum öllu heldur. Ég hafði enga tölu á því hve margir líkamar þrýstust að mínum, en gef mér að á þeirri stundu hafi kroppurinn á mér nuddast, eftir hreyfing­ um lestarinnar, við að minnsta kosti tólf manns í einu, af báðum kynjum og öllum kynþáttum. Ég hafi fyrir löngu misst sjónar á frúnni en gaf mér að til hliðar við hana og jafn­ vel ofan á henni væri að minnsta kosti hálf tylft. Við höfðum ákveðið að fara úr á tiltekinni stöð til að hafa góða yfirsýn yfir flugeldasýninguna. Einni eða tveimur stöðvum áður var nafn Eiffelturnsins innan sviga neðan við nafn brautarstöðvarinnar. Þar létti verulega á, að minnsta kosti helm­ ingur lestarfarþeganna þrýstist út á stöð sem var ofanjarðar. Við það náðist augna­ blikssýn út um lestargluggann yfir mann­ mergðina við turninn. Þar var kroppur við kropp svo langt sem augað eygði. Afgangur lestarfarþeganna fór út á sömu stöð og við, ætlaði sér greinilega hið sama, að hafa góða sýn yfir turninn. Ekki tók betra við þegar út var komið. Allir gangar og ranghalar upp á yfirborð jarðar voru troðnir fólki. Vopnuð lögregla hleypti út í hollum. Við óttuðumst að komast ekki út í tæka tíð og missa af flugeldasýningunni en sluppum á endanum, flæddum eiginlega með fjöldanum upp úr göngunum. Úti á götu var ástandið eins, þar var maður við mann. Þá tók mín kona til sinna ráða. Hún var komin til Parísar í þetta sinn til þess að sjá lífstíðarupplifun, þjóðhátíðarflug­ eldasýningu frá Eiffelturninum. Hún þrýsti sér því gegnum mannþröngina og ég á eftir með afsökunarorð á þremur tungumálum, einkum þó íslensku, uns við náðum á okkar útssýnisstað – að vísu með fólk allt í kring­ um okkur. Flugeldasýningin var stórkostleg, studd mikilfenglegri tónlist og sannarlega þess virði að leggja þetta ferðalag á sig til þess að njóta þess sem menn eiga að sjá einu sinni á ævinni. Sennilega hefði þó verið gáfulegra að leggja heldur fyrr af stað, sleppa því að teygja úr lúnum tánum eftir matinn – og jafnvel blunda. Maður fer nefnilega ekki til Parísar til þess að sofa. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Tilboð 66.900 Tilboð 45.880 Hitastýrð sturtu blöndunar- tæki með höfuð- og handúðara með nuddi. Upphengt salerni með innbyggðum kassa 34 viðhorf Helgin 14.-16. ágúst 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.