Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 37
Kaffi- og möndlugrautur 1/3 bolli hafrar 1 espresso eða 25-30 ml af sterku kaffi 1/2 dós kaffijógúrt eða hrein jógúrt 50 ml mjólk (léttmjólk eða möndlumjólk) 1 tsk chia fræ 1-2 tsk. möndlusmjör 1/2 banani Nokkur bláber 1 tsk. möndlur 1 stk. hnetur að eigin vali (má sleppa) Aðferð: Hrærið saman öllum innihaldsefnunum nema banana, blá- berjum og hnetum. Skerið bananann í sneiðar og saxið möndlur og hnetur. Hellið helmingnum af blöndunni í krukkuna og raðið bananasneiðum ofan á og dreifið möndlum yfir. Hellið restinni af blöndunni yfir og raðið afgangnum af banananum og bláberjum ofan á og dreifið afgangnum af möndlunum ykkar og hnetum yfir. Geymið í lokaðri krukku í ísskáp yfir nótt. Berja- og mangógrautur 1/3 bolli hafrar 2/3 bolli AB mjólk eða hrein jógúrt 1 tsk chia fræ Frosið mangó Ber að eigin vali, til dæmis jarðarber, bláber eða hindber. Einnig hægt að nota blönduð frosin ber. Kókosmjöl eða flögur. Aðferð: Hrærið saman höfrum, AB mjólk og chia fræjum í skál. Setjið helminginn af blöndunni í botninn á krukkunni. Bætið við mangó og helming af berjunum ásamt kókos- mjöli. Hellið restinni af blöndunni yfir og bætið við restinni af berjunum og stráið ef til vill meira kókosmjöli yfir. Geymið í lokaðri krukku í ísskáp yfir nótt. Nesti í krukku G irnilegir grautar í krukku eru tilvaldir sem nesti í skólann. Þá er hægt að und- irbúa í rólegheitum kvöldið áður og losna þannig við stressið sem mynd- ast oft þegar verið er að hafa sig til á morgnana. Hér má finna hugmynd- ir af tvenns konar krukkugrautum, annar slær í gegn hjá krökkunum en hinn er aðeins meira fullorðins. Myndir/Getty  Gæsla Grunnskólar í kópavoGi Dægradvöl við alla skóla bæjarins D ægradvöl starfar við alla grunnskóla Kópavogsbæjar og stendur til boða fyrir öll börn í 1. - 4. bekk. Dægradvöl er frjálst tilboð þar sem börn dvelja við leik og skapandi starf í umsjá starfsfólks eftir að skóla lýkur, að því er fram kemur á heimasíðu bæjarins. Börnin eru skráð inn í Dægradvöl og fylgst vel með hvar þau eru að leik og starfi uns þau eru skráð út við brottför. Opnunartími Dægradvalar er frá því að skóladegi barnanna lýkur og til klukkan 17. Boðið er upp á dagaval og hægt er að velja mis langa vistunar- tíma milli daga. Boðið er upp á vistun- artíma til 14, 15, 16 eða 17. Dægradvöl er opin alla daga sem grunnskólar starfa og einnig allan daginn á starfs- dögum kennara á skólatíma. Dægra- dvöl er ekki opin í vetrarfríum skól- anna. Starfsemi Dægradvalar hefst á skólasetningardegi og lýkur á skóla- slitadegi. Sumardvöl fyrir börn fædd árið 2009 Frá síðastliðnum mánudegi, 10. ágúst, til og með 21. ágúst er í boði ágústopn- un dægradvala (Sumardvöl) við alla grunnskóla í Kópavogi fyrir verðandi 6 ára bekk, þ.e. börn fædd árið 2009 en gert er ráð fyrir að þessi börn út- skrifist af sínum leikskóla fyrir sum- arfrí og hefji aðlögun að næsta skóla- stigi Sumardvöl við sinn hverfisskóla. Ágústopnun dægradvala er unnin í anda þeirrar stefnu að skapa bætta samfellu milli skólastiga. Markmið- ið er að stuðla að vellíðan, öryggi og jákvæðri aðlögun barnanna, jafnt félagslega sem námslega, að umhverfi grunnskólanna áður en kennsla hefst. Sumardvöl byggir m.a. á þróunar- verkefni sem unnið hefur verið á leik- skólanum Fífusölum í samstarfi við Salaskóla undanfarin ár. Síðastliðið sumar var Sumardvöl í boði við flesta alla skóla með góðum árangri en nú í sumar verður í fyrsta skipti boðið upp á Sumardvöl við alla grunnskóla bæjarins. Sumardvölin er opin frá klukkan 8 að morgni til klukkan 16 síðdegis og geta foreldrar valið mislangan dvalar- tíma yfir daginn. Tekið er á móti börn- unum milli 8–9. Boðið er upp á heitan mat í há- deginu og hressingu fyrir og eftir hádegi. skólar og námskeið 37 Helgin 14.-16. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.