Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Side 54

Fréttatíminn - 14.08.2015, Side 54
54 matur & vín Helgin 14.-16. ágúst 2015 LENGDU SUMARIÐ MEÐ HAUSTFERÐ TIL SPÁNAR Á BARCELONA RESORT & SPA GOLF Kynntu þér dagsetningar og ferðatilhögun á transatlantic.is og bókaðu draumaferðina í haust. Í SEPTEMBER OG OKTÓBER bjóðum við upp á glæsilegar golfferðir með dvöl á hinu frábæra Barcelona Resort & Spa sem er í unaðslegri sveitasælu hins þekkta vínhéraðs El Penedés í aðeins 20 mínútna akstursfjarlægð frá heimsborginni Barcelona. Á hótelinu er vandaður veitingastaður og allur aðbúnaður til að njóta fyrsta flokks slökunar að loknum vel heppnuðum golfhring á öðrum af tveimur golfvöllum svæðisins sem báðir eru hannaðir af goðsögninni José María Olazábal. GOLFSKÓLI TRANS ATLANTIC Í tengslum við tvær golfferðir til Barcelona Resort & Spa í byrjun október bjóðum við í fyrsta sinn upp á GOLFSKÓLA TRANS ATLANTIC fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Byrjendanámskeiðin eru sex dagar í hvorri ferð og að lágmarki tveir dagar fyrir vana golfara sem vilja skerpa á einstökum atriðum í leik sínum. PGA kennari verður Helgi Dan Steinsson. Náðu tökum á golfinu við kjöraðstæður á glæsilegum golfvöllum í haust. E N N E M M / S ÍA / N M 3 4 7 9 2 F yrir óvana eru vínspekúlentar sérlega skemmtilegur þjóðfélags­ hópur. Tala um lykt af karamellu og angan af hinu og þessu. Þegar við hin, pöpullinn, finnum í mesta lagi misþykka rauðvínsangan leggja frá glasinu. Svo hefst ballið fyrir alvöru þegar guðaveigarnar snerta varir og tungu þá er þessu sullað um munninn og jafnvel spýtt út. Eitthvað sem ég hef ekki lagt upp með í minni víndrykkju. Ekki viljandi í það minnsta. Ég er enda slúbbert af hæstu gráðu þegar kemur að þessu. Er í ofaná­ lag með vínbragðlauka óharðnaðs unglings og þar af leiðandi aldrei almennilega komist í takt við fágaða víndrykkju – svona á keppnisstaðli í það minnsta. Það kom því vel á vondan fyrir stuttu. Báðir vínskríbentar blaðisins voru fjarri góðu gamni þegar boð um að sitja kvöldverð á Hótel Marina með einum helsta vínræktenda Spánar, Miguel Torres, datt inn á borð til mín. Miguel þessi ræktar, ásamt fjölskyldu sinni, vín vítt og breitt um Spán auk þess sem vínekrur Torres fjölskyldunnar má líka finna bæði í Chile og vestur í Kaliforníu. Þetta var of gott boð til að hafna og bara eitt til ráða – feika það í gegnum kvöldverðinn. Hef enda séð kvikmyndirnar The French Kiss með Kevin Kline með hræðilegum frönskum hreim og Meg Ryan og svo Sideways sem er stórkostleg mynd sem skartar þeim fé­ lögum Paul Giamatti og Thomas Haden Church hvar þeir væflast um vínekrur Napa dalsins. Auk Rauðvínslegin kvöldstund þess grunaði mig að ef ég kæmist í gegnum fyrstu andartökin skammlaust færi vínið nú smátt og smátt að slæva bæði dómhörku sessunauta sem og ótta minn um eigin þrúguvisku eða vöntun þar á. Þegar allt kom til alls reyndist ótti minn raunar óþarfur. Ekki að­ eins er senjór Torres hinn ljúfasti heldur reyndi enginn að hafa mig undir í vínkunnáttu. Er reyndar nokkuð viss um að fáir, jafnvel enginn við borðið hafði séð Side­ ways, og sennilega ekki Franch Kiss heldur, því það leit ekki einn sessunauta minna upp þegar ég sagðist vona að ekki væri neitt hel­ vítis Merlot á boðstólum í kvöld. Á hinn bóginn kann ástæðan líka að vera sú að ég gerði engar tilraunir til að spýta og áfengið rann því frjálst um æðarnar og brand­ arinn, við nánari skoðun, sennilega ekki fyndinn. Ég reyndi í það minnsta að hafa mig og mínar vínspekúla­ sjónir ekki mikið í frammi þetta kvöldið. Vínið rann hins vegar hið ljúfasta, það eitt var ljóst þótt hvorki hafi ég greint karamellukeim né angan af katalónskum jarðveginum. Kvöldið byrjaði á forrétti og þá þótti við hæfi að bjóða upp á hvítt. Það var Fransola, Sauvig­ non Blanc þrúga ef það segir einhverjum eitthvað, en það var svona líka ljómandi. Ekki of sætt án þess þó að virka of súrt heldur og passaði undurvel með skel­ fiskinum sem boðið var upp á í forrétt. Já, og svepparísottó­ inu líka sem var algert lostæti og stal í raun senunni, í það minnsta svona matar­ lega séð. Svo komu þau á færibandi, Salmos, létt og gott rauðvín, Gran Coronas sem var mun þyngra og bragðmeira en passaði einkar vel með lambakjöt­ inu sem var í aðalrétt. Það veit ég, slúbbertinn. Svo var komið að því sem Miguel okkar var augljóslega stoltastur af, Celeste. Ef við förum í þrúg­ una þá eru það hrein Tinto Fino ber sem eru notuð í þetta vín. Ég hafði heldur ekki heyrt á hana minnst en vínið var alveg ljómandi bragðgott. Mikið ávaxtabragð og nokkuð tannínríkt, þó án þess að téð tannín taki drykkinn yfir. Já, ég lærði nokkuð af þessum myndum og kvöldinu að sjálfsögðu. Sagan af þessu víni er líka skemmtileg því þetta er fyrsta vínið sem nýjasta kynslóðin, í þessari löngu röð Tor­ resa, býr til án aðkomu þeirra eldri. Það voru því Torressystk­ inin sem báru hitann og þung­ ann af þróuninni. Celeste, sem er ræktað í tæplega 900 metra hæð, minnti þennan vínsér­ fræðing hér á ljúfan ávaxtasafa með smá biti í lokin. Svo kom eftirréttavínið. Svoleiðis fínirí hef ég aldrei smakkað áður en það kom mér ljómandi skemmti­ lega á óvart að það var ljúffengt. Man ekkert hvað það hét enda orðið framorðið og fjöldi tómra glasa fyrir fram­ an mig orðinn þó nokk­ ur. Ég þakkaði því fyrir mig og horfði á þessa sessunauta mína, sem allir voru mér framar í fræðum og úthaldi, halda á næsta áfanga­ stað þar sem kokteilar úr eimuðu deild Torres­ fjölskyldunnar skyldu kannaðir. Af þeirri ferð hef ég ekki heyrt enda sjálfsagt best þannig. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Vínsérfræðingar Fréttatímans voru vant við látnir á dögunum og því kom það í hlut starfsmanns með vínbragðlauka óharðn- aðs unglings að hitta hann, í hópi sérfræð- inga sem lengra eru komnir. Vínsmökk- unin fór þó skikkanlega fram enda vínin bragðgóð - og enginn gerði athugasemdir við nýgræðinginn. Miguel Torres, einn helsti vínræktandi Spánar. Hann ræktar, ásamt fjölskyldu sinni, vínekrur vítt og breitt um Spán, auk þess sem vínekrur Torres má finna í Chile og Kaliforníu. Ljósmynd/Hari

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.