Fréttatíminn - 14.08.2015, Síða 60
Kristín
heldur
tónleika
í kvöld,
föstudags-
kvöld, í
Mengi við
Óðinsgötu.
Sunna Gunnlaugsdóttir segir mikla grósku vera í íslenskum djassi. Ljósmynd/Hari
TónlisT AfAr fjölbreyTT dAgskrá á jAzzháTíð í reykjAvík
Djassinn dunar í Hörpu um helgina
Jazzhátíð í
Reykjavík er
haldin um
helgina í 26.
skiptið. Há-
tíðin í ár er hin
glæsilegasta
og dagskráin
afar fjölbreytt.
Í ár var ákveðið
að gera konur
í djassheim-
inum sýnilegri
og segir Sunna
Gunnlaugsdóttir,
píanóleikari og
einn skipuleggj-
anda hátíðar-
innar, alltaf fleiri
konur stíga fram
á sjónarsviðið í
djassinum, sem
í áratugi var
einokaður af
körlum.
j azzhátíð í Reykjavík var sett með árlegri jazzgöngu. Undanfarin ár hefur verið
skrúðganga niður Laugaveg að
Hörpu þar sem hátíðin fer fram,
en sökum vonskuveðurs, sem var
í höfuðborginni á miðvikudag,
var gangan gengin um húsakynni
Hörpu og var mikil stemning um
allt húsið. Hátíðin byrjaði svo
formlega um kvöldið og stendur
fram á sunnudag og verða yfir
tuttugu tónleikar í öllum sölum
hússins alla helgina.
Sunna Gunnlaugsdóttir
djasspíanisti og einn skipuleggj-
enda hátíðarinnar segir hátíðina
fara vel af stað og fagnar aðkomu
kvenna í ár. „Þetta fór mjög vel
af stað á miðvikudag þrátt fyrir
veðrið, sem var ekki að spila
djass með okkur,“ segir Sunna.
„Skrúðgangan var því bara í
Hörpu, sem var mjög skemmti-
legt. Hátíðin er haldin í 26.sinn
en fagnar 25 ára afmæli þar sem
fyrsta hátíðin var haldin árið
1990,“ segir hún.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég
tek þátt í skipulagningu á hátíð-
inni. Pétur Grétarsson var búinn
að vera framkvæmdarstjóri í 8
ár og núna erum við þrjú sem
erum að skipuleggja þetta. Það
má segja að það hafi þurft þrjá
til þess að jafnast á við hann,“
segir Sunna. „Við ákváðum að
gera konum hátt undir höfði á
hátíðinni í ár, í tilefni af 100 ára
kosningaafmæli kvenna og það
eru margar konur að koma fram,
innlendar sem erlendar. Það eru marg-
ar konur sem læra djass en stundum
hverfa þær eftir nám, og við erum
búin að vera að leita að þeim. Það er
mikil gróska í djasslífinu á Íslandi og
það sést best í því að það eru 8 útgáfu-
tónleikar á hátíðinni, sem er mjög
skemmtilegt,“ segir Sunna. „Jazzhátíð
í Reykjavík er uppskeruhátíð djass-
leikara hér heima, sem og þeirra sem
koma til okkar í tilefni af hátíðinni og
dagskráin höfðar til mjög margra. Svo
það er eitthvað fyrir alla á hátíðinni.
Þetta er tónlistarhátíð,“ segir Sunna
Gunnlaugsdóttir píanóleikari.
Allar nánari upplýsingar um há-
tíðina má finna á heimasíðunni www.
reykjavikjazz.is.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Sellóleikarinn Kristín Lárusdóttir heldur
tónleika í kvöld, föstudagskvöld, í Mengi við
Óðinsgötu. Kristín er klassískt menntaður selló-
leikari. Hún hefur að auki menntað sig í barokk-
tónlist, gömbuleik og djassi. Kristín hefur spilað
með Íslensku óperunni, Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands, er meðlimur Fimm í Tangó og
Reykjavík Barokk. Í apríl 2012 frumflutti Krist-
ín á Íslandi, ásamt Kammerkór Suðurlands,
hið stórkostlega verk Svyati eftir John Tavener
fyrir einleiksselló og blandaðan kór. Kristín
hlaut mikið lof fyrir flutning sinn á Tavener.
Sellókennsla hefur verið eitt aðalstarf Kristínar
síðastliðin 19 ár ásamt því að spila. Kristín lauk
framhaldsprófi í raftónlist vorið 2013 og hlaut
toppeinkunn fyrir lokatónleikana. Kristín gaf út
sína fyrstu sólóplötu, Hefring, haustið 2013 með
eigin tónsmíðum, útsetningum og sellóleik.
Hún sá einnig sjálf um upptökur og hljóðblönd-
un á þeirri plötu. Tónleikarnir hefjast klukkan
21 og er aðgangseyrir 2000 krónur.
TónleikAr klAssík á óðinsgöTunni
Selló Stína í Mengi
60 menning Helgin 14.-16. ágúst 2015