Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Qupperneq 62

Fréttatíminn - 14.08.2015, Qupperneq 62
B jörninn, eftir William Wal-ton, er tuttugustu aldar ópera sem byggð er á sög- um Chekhovs. Bryddað er upp á nýju samtali við óperuformið á óhefðbundinn hátt þegar óperan hittir samtímaleikhúsið á hverfis- barnum Players í Kópavogi. Einn aðstandenda sýningarinnar, Pét- ur Oddbergur Heimisson, segir staðinn frábæran fyrir þessa teg- und tónlistaruppfærslu. „Þetta er í rauninni grín-ópera,“ segir Pétur. „Tónlistin er ótrúlega flott, hún hljómar langt frá Mozart eða álíka klassískum meisturum. Það er erfitt að læra hana en þegar hún er komin í systemið hjá manni er hún mjög skemmtileg að syngja og hljómar mjög töff. Við erum með frábæran leik- stjóra í Tryggva Gunnarssyni og svo er undirleikurinn allur á píanói sem leikin er að Matthildi Önnu Gísladóttur,“ segir Pétur. Aðrir leikarar í sýningunni eru þau Hugi Jónsson og Guja Sand- holt ásamt Pétri. „Hugmyndin kviknaði fyrir rúmu ári. Okkur langaði að setja upp öðruvísi óperu á Íslandi, sem væri ekki steypt í sama mót og venjan er,“ segir Pétur. „Hug- myndin var að gera lágmenn- ingaróperu og bar væri besti vett- vangurinn fyrir það. Svo erum við partur af Cycle listahátíðinni og þá lá Players vel við höggi, þar sem hátíðin fer fram í Kópa- vogi,“ segir Pétur. „Það er mjög þægilegt andrúmsloft á Players og góður bar sem er partur af okkar leikmynd, alveg fullkomið fyrir okkar konsept,“ segir hann. „Sagan gerist ekkert á bar en við látum hana bara gerast þar. Fíkniefni og hestar og allskonar skrýtnir og skemmtilegir hlutir koma þarna við sögu og þetta er spennandi,“ segir Pétur. „Við frumsýnum á sunnudaginn og verðum með sýningar 18. 21. og 23. ágúst á Players, og verðum svo með eina lokasýningu á barn- um í Tjarnarbíói 27. ágúst svo þetta verða bara fimm sýningar,“ segir Pétur Heimisson söngvari. Hópurinn stendur fyrir söfnun á Karolinafund fyrir verkefninu og má styrkja það þar, undir nafninu The Bear. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Hljómsveitin FM Belfast heldur tónlistarskemmtun í Tjarnarbíói á laugardaginn. Í fréttatilkynningu sveitarinnar segir sveitin þetta einstakt tækifæri til þess að tryllast og skemmta sér, enda er FM Belfast ein allra besta tónleikasveit landsins. FM Belfast hefur verið iðin við tónleikahald er- lendis á þessu ári og hefur mikið spilað í Þýskalandi þar sem sveitin nýtur töluverðra vinsælda og mun hún koma fram á tónlistarhátíð í Hamborg seinna í mánuðinum ásamt tónlistarmönnum á borð við José González og hljómsveitina Four Tet. Einnig skemmti hún nýverið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum við góð- an orðstír. FM Belfast gaf út breiðskífuna Brighter Days fyrir síðustu jól og hlaut hún góðar undirtektir. Á tónleikunum í Tjarnarbíói á laugardag er bannað að sitja kyrr og verða því öll sæti fjarlægð af gólfinu svo fólk geti sleppt fram af sér beislinu. Húsið opnar klukkan 21 og er miðasala á www.midi.is -hf Jussi Adler-Olsen. Ljósmynd/Hari Ný bók frá Jussa Áhugafólk um góðar spennusögur getur sett sig í stellingar því sjötta bók danska rithöfundarins Jussi Adler-Olsen er komin út í íslensku. Bókin nefnist Stúlkan í trénu og um- fjöllunarefnið er sem fyrr Deild Q. Söguþráður bókarinnar er á þá leið að eldri lögreglumaður hringir í Carl Mørck til að skýra honum frá máli sem hefur plagað hann í sautján ár. Carl vísar honum snarlega frá en daginn eftir er aftur hringt: þá hefur maðurinn stytt sér aldur í sinni eigin starfslokaveislu. Carl og félagar hans hjá Deild Q, þau Assad og Rose, sjá sig tilneydd að halda af stað og komast að því hvað það var sem hann vildi þeim. Meðfram þessu segir frá atburði árið 1997 er fannst lík ungrar stúlku á Borgundarhólmi. Ekið hafði verið á hana á miklum hraða og hún kastast upp í tré en bíl- stjórinn stungið af. Málið var rann- sakað en ekki upplýst. Habersaat lögreglumaður vildi þó ekki gefast upp og brátt snerist allt hans líf um þetta slys – eða var það kannski ekki slys? Íslandsvinurinn Jussi Adler-Olsen áformar að bækurnar um Deild Q verði alls tíu svo hann er rétt hálfnaður.  Kópavogur óperuuppfærsla á players á listahátíðinni CyCle Fíkniefni, hestar og allskonar skrítnir hlutir Það er ekki algengt að óperur séu fluttar á börum en um helgina mun óperan Björninn, eftir William Walton, verða flutt á veitinga- staðnum Players í Kópavogi. Það er sviðslistahópurinn Sómi þjóðar sem stendur að sýningunni og er hún liður í listahátíðinni Cycle sem opnar nú um helgina í Kópavogi. Hópurinn sem stendur að Birninum er klár í slaginn fyrir helgina. Ljósmynd/Hari  tónlist fM Belfast í tjarnarBíói Bannað að sitja kyrr ... bannað að sitja kyrr og verða því öll sæti fjarlægð af gólfinu svo fólk geti sleppt fram af sér beislinu. 62 menning Helgin 14.-16. ágúst 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.