Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 10
Þegar þú teflir í klukkutíma notarðu jafn mikla orku og skákklukka þarf til að ganga í næstum 100 ár Opið 10-17 alla daga. Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir Það er kraftur í þér. Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar við Ljósafoss varpar ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum. Ljósafossstöð er í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Verið velkomin. Stefnuleysi í kynfræðslu fyrir grunnskólanema Engar upplýsingar liggja fyrir um hvernig kynfræðslu er háttað milli íslenskra grunnskóla og í grunnskólalögum er ekki sagt til um hversu miklum tíma skuli verja í kynfræðslukennslu. Sóley Bender, forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði, segir það myndi festa kynfræðslu betur í sessi ef henni væri gefinn ákveðinn tími í stundaskrá. Það er undir skólastjórnendum í hverjum skóla komið hvaða tækifæri kennarar fá til að sinna kynfræðslu og þróa sig í því starfi. Í slenskir grunnskólar hafa eng-an ramma yfir hversu miklum kennslutíma á að verja í kyn- fræðslu. Því er afar mismunandi eftir skólum hvernig kynjafræði- kennslu er háttað,“ segir Sóley Bender, prófessor við hjúkrunar- fræðideild Háskóla Íslands og for- stöðumaður fræðasviðs um kyn- heilbrigði. Hún segir mikið til af fjölbreytilegu kennsluefni í kyn- fræðslu en þjálfa þurfi betur þá kennara sem sinna kynfræðslu. „Þetta er viðkvæmt efni og því veigra margir sér við að kenna það. Það er ekki nóg að hafa kyn- fræðsluefni ef það vantar kennara sem getur kennt það,“ segir hún. Engin könnun hefur verið gerð á kynfræðslu í íslenskum grunnskól- um og liggja því engar upplýsingar fyrr um mun á milli skóla. „Það væri afar þýðingarmikið ef þessar upp- lýsingar væru til,“ segir Sóley. Það vakti nokkra athygli á dög- unum þegar Anna Lotta Micha- elsdóttir, 22ja ára sálfræðinemi í Hollandi, gagnrýndi kynfræðslu í íslenskum skólum eftir að hún fór í þriggja vikna kynningaráfanga um kynlíf og sagðist hafa lært meira þar en samanlagt á öllum sínum náms- ferli í grunn- og menntaskóla á Ís- landi. Hún gerði þar til að mynda athugasemdir við að enginn sér- stakur kynfræðslutími sé heldur sé þessi fræðsla felld undir líffræði eða lífsleikni. Píratar hafa það á stefnuskránni að kynfræðsla verði lögbundin sem sérstök námsgrein í grunnskóla og samið verði efni við hæfi mismunandi aldurshópa. Mannréttindi að fá grunnupp- lýsingar Sóley tekur undir að það væri til bóta að gera kynfræðslu að sér- stakri námsgrein. „Allir eiga rétt á því að fá grundvallar kynfræðslu. Það er hreinlega í alþjóðlegum sam- þykktu til að mynda samþykktum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, að það séu grundvallar mannrétt- indi að fá þessar upplýsingar. Í lög- um um íslenska grunnskóla stend- ur hins vegar ekkert um ákveðinn fjölda kennslustunda og ég tel að það væri til bóta að afmarka þenn- an ramma. Það myndi festa kyn- fræðslu betur í sessi,“ segir hún. Á Menntavísindasviði Háskóla Íslands fá kennaranemar kennslu í kynfræðslu á náttúrufræðikjör- sviði í grunnskólakennaranámi, samkvæmt upplýsingum frá Krist- ínu Norðdahl lektor. „Það er fjallað um þetta sem hluta af lífeðlisfræð- inni og mín reynsla er sú að kenn- aranemum þyki þetta mikilvægt umfjöllunarefni og þeir hafa ekki talað um að þeim þyki þetta erfitt. Við höfum verið að skoða þetta út frá líffræðinni og heilsuvernd og þá er komið inn á getnaðarvarnir og varnir gegn kynsjúkdómum og einnig um mikilvægi þess að virða Ég veit að margir kennara- nemar eru afar áhuga- samir eigin og annara vilja og líkama í tengslum við kynlíf,“ segir hún. Þar til grundvallar liggur erlend bók um lífeðlisfræði mannsins en einnig ýmis konar efni á netinu, til að mynda Kynfræðslutorg Náms- gagnastofnunar sem öllum er að- gengilegt. Kristín segist síðan telja víst að kynfræðsla sé einnig tekin fyrir í lífsleikni og jafnvel siðfræði. Kinnroðalausir kennarar Þar sem kennarar eru í námi ekki sérmenntaðir í kynfræðslu er allur gangur á því hvaða kennarar sinna kynfræðslu en einnig sjá skóla- hjúkrunarfræðingar um þessa fræðslu og jafnvel koma gesta- fyrirlesarar í skólana. Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur er meðal þeirra sem hafa komið inn í grunnskólatíma með kynfræðslu. „Ég veit að margir kennaranem- ar eru afar áhugasamir um þetta námsefni en þegar þeir koma inn í skólana veltur það á skólastjórn- endum hvaða svigrúm þeir fá til að kenna kynfræðslu. Ég þekki kenn- ara sem fékk að vera vikulega yfir heila önn með kynfræðslu, viðkom- andi kennari fékk sjálfur að sækja námskeið til að kynna sér efnið betur, en svo eru aðrir sem fá eng- in tækifæri og enga þjálfun,“ segir hún. Sóley tekur undir að kenn- arar þyrftu að geta fengið frekari þjálfun því án hennar eru margir kennarar sem ekki treysta sér í kynfræðslu. „Kennari þarf að geta tekið á móti athugasemdum kinn- roðalaust, hann þarf að vera víð- sýnn og setja hlutina í samhengi. Unglingar gera ýmsar tilraunir í tímum, ekki bara í kynfræðslu, og kennarinn þarf því að standa á báðum fótum ef nemendur finna hjá honum einhvern Akkilesarhæl,“ segir Sóley. Sóley bendir á að ýmsir hafi þær hugmyndir um kynfræðslu að hún fjalli aðallega um kynsjúkdóma og getnaðarvarnir, sem sé fjarri lagi. „Kynfræðsla kemur inn á hvernig við upplifum okkur sem kynveru, sjálfsímynd, líkamsímynd, félags- færni og að kunna að setja mörk,“ segir hún en Sóley hefur síðustu ár unnið að gerð námsefnis í kyn- fræðslu sem ber vinnuheitið Kyn- veruleiki í ljósi kynheilbrigðis. Námsefnið er í þróun í einum skóla á höfuðborgarsvæðinu en hún segir að hún eigi enn eftir að gera fjölda rannsókna áður en námsefnið verði tilbúið. „Námsefni er alltaf í þróun og þarf að taka mið af samfélaginu,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur hefur komið sem gestafyrirlesari í skóla og segir stöðu kynfræðslu afar mis- munandi milli skóla. Sóley Bender prófessor við Háskóla Ís- lands og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði segir að enginn skortur sé á kennsluefni fyrir kynfræðslu í grunnskólum en kennarar og skólastjór- nendur þurfi að nýta það betur. 10 fréttaskýring Helgin 21.-23. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.