Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 16
ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is
Nú liggur straumurinn í rafbílana og þess vegna hefur Orka náttúrunnar opnað
10 hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla á rúmu ári. Þannig leggjum við hinni hljóðlátu
samgöngubyltingu lið og stuðlum að vistvænum samgöngum.
Kynntu þér staðsetningu hraðhleðslustöðvanna og kosti rafbíla á heimasíðu okkar on.is
Fylltu á rafbílinn með Orku náttúrunnar Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn um allt land og sér
höfuðborgarbúum fyrir heitu vatni.
Við nýtum auðlindir af ábyrgð til að
bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð.
Rafmagnið er
komið í umferð
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
9
4
0
2
Þ etta er hugmynd sem kom upp-haflega frá Birni Thors,“ segir leikskáldið Hrafnhildur Hagalín
um verkið „Flóð“ sem hún skrifar nú í
samvinnu við Björn Thors. Verkið mun
fjalla um snjóflóðið sem skall á Flateyri
aðfaranótt 25. október 1995, með þeim
hörmulegu afleiðingum að tuttugu
manns fórust, og eftirköst þess.
Tuttugu ár frá flóðinu
„Björn var á sínum tíma í menntaskóla
með krökkum sem eru frá Flateyri þann-
ig að hann fylgdist mjög vel með gangi
mála auk þess sem hann átti nána vini
sem tengdust flóðinu beint. Hann hefur
líka verið mikið á Flateyri undanfarin
sumur og þá rifjaðist þetta allt saman
upp. Leikhússtjórinn okkar hér í Borgar-
leikhúsinu var svo með þetta í maganum
líka, að fjalla um snjóflóðin á einhvern
hátt og þannig mættust þau með þessa
hugmynd í fyrra. Í ár eru liðin 20 ár frá
þessum atburði og því tilefni til að minn-
ast og gera þessu skil því í raun var þetta
áfall allrar þjóðarinnar á sínum tíma. Ég
var svo fengin inn í þetta verkefni og við
Björn erum að skrifa þetta núna í sam-
einingu.“
Unnið í samstarfi við Flateyringa
Verkið mun verða heimildaverk sem
byggir á frásögnum Flateyringa og hafa
Hrafnhildur og Björn tekið viðtöl bæði
við fólk sem lenti í flóðinu og sem stóð
utan við það. „Við erum enn að taka við-
tölin en erum komin með töluvert af efni.
Það skiptir okkur miklu máli að vinna
þetta í nánu samstarfi við Flateyringa
því þetta er auðvitað mjög viðkvæmt efni
sem þarf að fara gríðarlega mjúkum og
varfærnislegum höndum um. Við reyn-
um að nálgast flóðið frá öllum hliðum
og köntum til að fá sem skýrasta mynd.
Þetta er nánast eins og púsluspil sem
raðast inn í smátt og smátt eftir því sem
við tölum við fleira fólk og heyrum meira
um sögu hvers og eins.“
Hrafnhildur segir vinnuna við verkið
vissulega taka á. „Hér er um að ræða
gríðarlegar lífsreynslusögur og margar
mjög átakanlegar. Fólk er á misjöfnu
stigi hvað úrvinnslu atburðanna varðar.
Sumir eru búnir að tala sig oft í gegnum
atburðina á meðan það eru aðrir sem
hafa minna snert á þeim og geymt þá í
skúmaskotum sálarinnar. Það er misauð-
velt fyrir fólk að tjá sig og sumir vilja
það ekki, sem maður skilur auðvitað
mjög vel. En við erum afar þakklát fyrir
þann stuðning sem við höfum fengið
og ómetanlegt hvað margir hafa tekið
okkur opnum örmum, setið með okkur
jafnvel fram á rauðanótt yfir kaffibolla
og veitt okkur aðgang að ómetanlegum
heimildum.“
Nýtt leikverk um snjóflóðið á Flateyri
Flóð, nýtt íslenskt leikverk um snjóflóðið á Flateyri og eftirköst þess,
mun fara á fjalir Borgarleikhússins í janúar. Hrafnhildur Hagalín og
Björn Thors hafa undanfarið tekið viðtöl við fjölda fólks sem upplifði
flóðið á einn eða annan hátt og mun verkið byggja á frásögnum þeirra.
Hrafnhildur segir vinnuna við verkið ekki vera auðvelda enda sé um
gífurlega viðkvæmt efni að ræða sem sumir hafi vanist því að ræða
opinskátt á meðan aðrir geymi það í skúmaskotum sálarinnar.
Flóðið breytti lífi allra
Hrafnhildur segist finna fyrir miklum stuðningi
frá bæjarbúum og almennri jákvæðni í garð verks-
ins sem verið sé að móta. „Ég finn líka fyrir mikilli
samkennd á milli þessa fólks. Þau hafa tengst mjög
nánum böndum og þrátt fyrir allt þá býr flóðið líka
yfir fallegum sögum. Þetta er líka björgunarsaga
fjölskyldna og einstaklinga og um það hvernig fólk
í kjölfar áfalls endurmetur líf sitt, setur það sem
skiptir máli í lífinu í forgang og stendur eftir sterk-
ara og betri manneskjur. Fólk virðist vera misjafn-
lega statt í sorginni en eitt er víst og það er að flóð-
ið breytti lífi allra sem því tengdust. Allir tala til að
mynda um það hvað veraldlegir hlutir skipta litlu
máli. Áherslan á fjölskylduna og vináttubönd er
því mjög mikilvæg og að lifa og þakka fyrir daginn
í dag,“ segir Hrafnhildur sem trúir því að flestir
geti tengt við eitthvað í verkinu. „Allir eiga sín áföll
stór og smá í fortíðinni, og snjóflóðin á Flateyri og
Súðavík snertu alla þjóðina á sínum tíma, því held
ég að verkið eigi erindi við okkur öll.“
Æfingar á Flóði hefjast í nóvember og stefnt er
að frumsýningu í kringum 20. janúar. Leikarar eru
Kristbjörg Kjeld, Bergur Þór Ingólfsson og Kristín
Þóra Haraldsdóttir.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Hrafnhildur
Hagalín og
Björn Thors
vinna nú að
leikverki um
snjóflóðið
á Flateyri.
Hugmyndin að
verkinu kom
upphaflega
frá Birni sem
á nána vini
sem tengjast
flóðinu.
Verkið er
heimildaverk
sem byggir
á frásögnum
Flateyringa.
Ljósmynd/Hari
16 viðtal Helgin 21.-23. ágúst 2015