Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 34
Þ að var í BA-náminu í heim-speki sem ég fór fyrst að spá alvarlega í umhverfismál,“ segir Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, doktor í umhverfisheimspeki, að- spurð um áhuga sinn á náttúru- vernd. „Þegar ég sótti námskeið um búhyggju, sem fjallar um samband bænda við náttúruna, fékk ég að kynnast kenningum Aldo Leopold sem er oft talinn vera faðir umhverf- is- og náttúrusiðfræðinnar. Ég heill- aðist algjörlega og tók í framhaldinu námskeið í siðfræði náttúrunnar. Þetta kveikti algjörlega í mér. Ég hafði oft verið að velta því fyrir mér í heimspekináminu hversu mikið það fjallaði um gamla karla lengst aft- an úr fornöld en þarna var eitthvað komið sem mér fannst ég tengja við, og sem hefði skírskotun í núið.“ Landslag er sérstakt hugtak Guðbjörg fór til Englands í masters- nám í umhverfisheimspeki þar sem áhuginn á efninu jókst enn frekar. Gerð Kárahnúkavirkjunar stóð yfir á sama tíma og fylgdist Guðbjörg með af athygli. „Stuttu eftir að ég kom heim komst ég í samband við Þorvarð Árnason sem var þá byrj- aður að vinna að landslagsverkefni fyrir rammaáætlun. Hann hvatti mig og fleiri nemendur til að rann- saka landslag út frá mismunandi sjónarhornum sem varð svo upp- hafið að doktorsverkefni mínu, að rannsaka fagurfræðilegt gildi lands- lags. Landslag er sérstakt hugtak sem er oft skilið á tvo mismunandi vegu, annarsvegar eitthvað hlutlægt sem hægt er að lýsa og benda á, en hinsvegar eitthvað huglægt, sem felst í fagurfræðilegri og tilfinn- ingalegri upplifun hvers og eins af landslaginu. Mig langaði til að vita hvaða stað þessi fagurfræðilegu, upplifunar- og tilfinningalegu gildi eiga í ákvarðanatöku stjórnvalda í dag og hvaða stað þau ættu að hafa.“ Tilfinningaleg gildi eru van- metin Og eiga fegurð og tilfinningaleg gildi sér stað í ákvarðanatöku stjór- nvalda? „Nei, í rauninni ekki. Staðan hef- ur verið þannig, og það gagnrýni ég í doktorsverkefninu, að fagurfræði- legt, upplifunar- og tilfinningalegt gildi landslags er vanmetið þrátt fyrir að vera eitt mikilvægasta gildi íslenskrar náttúru. Þessi gildi hafa ekki verið til staðar í ákvarðanatöku því sú hugmynd að gildi landslags byggi á huglægri upplifun veldur erfiðleikum í kerfum sem byggjast á því að það sé hægt að mæla allt og setja í línurit. En þar sem þetta er ekki eitthvað mælanlegt hefur því verið ýtt til hliðar sem persónuleg- um skoðunum. Það er mjög miður því þótt það sé ekki hægt að mæla gildið á sama hátt og t.d. líffræðileg- an fjölbreytileika þá er samt hægt að ræða gildin og finna þau út.“ Almenningur fái að taka þátt í ákvarðanatöku Hvernig fer mat á tilfinningalegri upplifun fram? „Við erum að prófa okkur áfram og í síðasta kaflanum í ritgerðinni minni þá sting ég upp á leiðum. Það langmikilvægasta er að tala við fólk og að hleypa fólki í ákvarðanatökur. Það er eitthvað sem er lögð mjög mikil áhersla á í Evrópska lands- lagssáttmálanum sem Íslendingar eru búnir að skrifa undir en sem við höfum ekki enn fullgilt. Samkvæmt þessum sáttmála er landslag mjög mikilvægur þáttur í lífsgæðum fólks. Og þar er lögð mikil áhersla á að landslag sé metið bæði út frá hlutlægum gildum en líka huglæg- um, eins og skynjun og upplifun fólks. Þar er líka lögð mikil áhersla á að almenningur fái að taka þátt í ákvarðanatöku um landslag. Og það er leiðin sem við þurfum að fara.“ Guðbjörg R. Jóhannes- dóttir lauk doktors- verkefni sínu, Íslenskt landslag: fegurð og fagurfræði í ákvarð- anatöku um nátt- úruvernd og – nýtingu, í vetur. Doktorsverkefni Guðbjargar fjallar um það hvernig skilningur á landslagi og fagur- fræðilegri upplifun af því geti komið að gagni við ákvarðanatökur sem varða nýtingu náttúrunnar. Frá árinu 2006 hefur Guð- björg starfað sem stundakennari við Há- skóla Íslands og síðar Listaháskóla Íslands samhliða doktors- náminu. Í dag er hún aðjúnkt við Listahá- skólann og stundar einnig rannsóknir á vegum Háskólans fyrir Rammaáætlun. Þurfum að taka tillit til fegurðarinnar Fegurð og fagurfræðileg gildi hafa hingað til verið hunsuð í ákvarðanatöku um náttúruvernd á þeim forsendum að þau séu tilfinningaleg og því illmælanleg. Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, doktor í umhverfisheimspeki, vill breyta þessu. Hún vill sýna fram á að fegurð skiptir máli, ekki bara fyrir augað heldur fyrir sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Framtíðin er björt Guðbjörg og samstarfskona hennar, Edda R.H. Waage, hafa verið að vinna forrannsóknir fyrir faghóp 1 sem starfar fyrir rammaáætlun á vegum Háskóla Ís- lands í sumar með því að tala við stað- kunnuga og annað fólk um upplifun þess af landslaginu. Hún er bjartsýn á að fag- urfræðileg gildi verði tekin með í reikn- inginn í framtíðinni. „Í öðrum áfanga rammaáætlunar var landslag í fyrsta skipti tekið inn í myndina á grundvelli nýrra rannsókna sem voru unnar á veg- um faghóps 1. Þá var farið í að skoða þessa hlutbundnu hlið landslagsins og það var skoðað hverskonar landslags- gerðir eru til á Íslandi, hvað er algengt og hvað er sjaldgæft og hversu fjölbreytt er það. Svo stóð til að gera matshluta líka, þar sem reynt væri að skoða hvern- ig almenningur metur landslag, en það var ekki gert þá. En núna er verið að taka fyrstu skrefin í þá átt svo framtíðin er aðeins bjartari.“ Ekki hægt að verðmerkja landslag Er fólk orðið opnara fyrir tilfinninga- legum rökum þegar kemur að náttúru- vernd? „Já, algjörlega. Ég finn það sterkt í samfélaginu hversu breytt viðhorfin til náttúrunnar eru. Ef einhver hefði farið að ræða fegurðargildi í sambandi við nýtingu náttúrunnar fyrir tíu árum þá hefðu margir hlegið. Og sagt líkt og Valgerður Sverrisdóttir sagði þegar Kárahnúkavirkjun var í undirbúningi, að á því svæði væri engin sérstök nátt- úrufegurð, og það voru bara talin vera góð og gild rök. Ég held að þetta gæti ekki gerst í dag,“ segir Guðbjörg sem er samt á saman tíma smeyk við það að verðmerkja náttúrufegurð. „Þetta gildi sem ég er að tala um er það mikilvægt að það er ekki hægt að verðmerkja það. Þetta sem ég er að tala um ristir miklu dýpra en einhver túristaupplifun. Við megum ekki meta landslag einungis því við getum grætt á því. Við þurfum að vernda landslagið því það skiptir okkur persónulega máli. Gildi landslags og fegurðar snertir okkur sem þjóð og er hluti af sjálfsmynd okkar. Það verður að meta þessi gildi á þeirra eigin for- sendum, engu öðru. Það er ekki hægt að verðleggja landslag. Ekki frekar en vináttu eða ást.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Þessi gildi hafa ekki verið til staðar í ákvarðanatöku því sú hugmynd að gildi landslags byggi á huglægri upplifun veldur erfið- leikum í kerfum sem byggjast á því að það sé hægt að mæla allt og setja í línurit. www.steypustodin.is Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina. Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður Hrísmýri 8 800 Selfoss Smiðjuvegi 870 Vík Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær 20 YFIR TEGUND IR AF HELLU M Graníthellur og mynstursteypa Graníthellur hafa mun lengri endingartíma en venju legar hellur. Þær henta vel fyrir bílaplön, torg, stíga, þrep, litlar hleðslur og garða. Mynstursteypa er sniðug lausn í plön, stíga og verandir. Gæði, fegurð og góð þjónusta 4 400 400 Fjárfesting sem steinliggur vv 34 viðtal Helgin 21.-23. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.