Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 36
36 bílar Helgin 21.-23. ágúst 2015 Porsche Macan er sportbíll í dulargerfi jepplings. Kraftur, falleg hönnun og almenn gæði gera hann að einum besta jepplingi á markaðinum. Eini gallinn við þessa lúxuskerru er hversu góð hún er að öllu leyti. Bílstjórar gætu átt það á hættu að festast bara í bílnum, sökum almennra þæginda. P orsche Macan er vægast sagt alveg fáránlega góður bíll í alla staði. Ég held ég verði bara að taka það djúpt í árinni að segja að hann sé besti jepplingur sem ég hef keyrt. Reyndar leið mér frekar eins og ég væri að keyra sportbíl en jeppling, bæði vegna út- lits og upplifunar. Sportbíll frekar en jepplingur Bíllinn lætur ekkert sérstaklega mikið yfir sér í ytra útliti, bara nokkuð einfaldur og stílhreinn. Minnir pínulítið á uppblásinn Porsche sportbíl frekar en jeppling, eða á Porsche Cayenne sem hefur minnkað um tvö númer í þvotti. Allt innra rýmið ber svo vott um alvöru standard og gæði. Stílhreinar lín- ur sem eru svo toppaðar með ein- hverju flottasta fjölnota stýri norðan Alpafjalla, sem er víst tekið beint úr hinum margfræga ofursportbíl 918 Spyder, sem ýtir undir þá tilfinn- ingu að verið sé að keyra alvöru sportbíl, frekar en hvaða jeppling sem er. Sætin gerast varla betri, úr leðri og tæknilegri en nokkur Lazy-Boy stóll því það eru hvorki meira né minna en 18 mismunandi stillingar til að þau aðlagist nú sem allra best að hvaða líkama sem er. Fremra rýminu er svo skipt algjör- lega í tvennt með helling af tökk- um á milli sætanna, sem er stórfínt fyrir ferðafélaga sem hafa til dæmis ólíkan smekk á hitastigi. Bílstjórinn getur keyrt með kaldan miðstöðvar- vindinn í hárinu á meðan félaginn svitnar í lognmollu hægra megin, og allir keyra sáttir. Bíll sem býður upp á allt En það er ekki bara almenn þæg- indi, þökk sé góðri hönnun sem gera Porsche Macan að besta jepp- lingi á markaðinum, það er vélin og krafturinn. Það er ótrúlegur kraftur í bílnum og hann þýtur upp á sekúndubroti, sem er kannski ekki nauðsynlegt í landi þar sem eru engar hraðbrautir en sem gef- ur þó nokkra öryggistilfinningu þegar það þarf að taka fram úr. Þar að auki býður bíllinn upp á sport- takka sem lætur vélina bregðast enn hraðar við, sé þess óskað. Annar skemmtilegur takki er tor- færutakkinn sem lætur öll kerfi fara í sérstaka veggripsstillingu sem er sérsniðin fyrir utanvega- akstur. Það má eiginlega segja að þessi bíll bjóði upp á allt. Ég held að eini gallinn við þessa lúxuskerru sé hversu gott er að vera í henni. Mann langar hreinlega ekki út úr bílnum heldur bara halda áfram og áfram að keyra í mjúku leðursæt- inu með góða tónlist í græjunum og miðstöðvarvindinn í hárinu án þess að finna fyrir hvorki veghljóði né veðráttu. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Porsche Macan s Diesel Verð: frá 11.790 kr. Eyðsla: 6,3 l. / 100km Kostir: -7 gíra PDK-sjálf- skipting sem skiptir sér á sekúndubroti og gerir aksturinn aflmeiri. -Torfæru-takki -Sport-takki -500 l. farangurs- rými -Þægindasæti með 18 stillingum -Bose hljóðkerfi. Gallar: Engir.  reynsluakstur Porsche Macan s Diesel Of góður bíll Spókar sig á Porsche-hjóli Bílabúð Benna fagnar fjörutíu ára afmæli á þessu ári. Fyrirtækið hélt glæsi- lega afmælishátíð 13. júní síðastliðinn og bauð, við það tækifæri, fólki að taka þátt í afmælisleik með stórglæsilegu Porsche- reiðhjóli í vinning. Nú hefur verið dregið úr stórum potti þátttak- enda og sigurvegarinn var Þóra María Hjalta- dóttir. Tekur hún sig vel út á Porsche-hjólinu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. www.odalsostar.is Íslenskur Gouda-ostur hefur verið á boðstólum á Íslandi frá árinu 1961. Í dag sér KEA Akureyri um framleiðsluna. Fyrirmynd ostsins er hinn frægi Gouda, frá samnefndum bæ í suðurhluta Hollands. Gouda Sterkur er lageraður í sex mánuði. Mjúkur, bragðmikill og þroskaður ostur með skörpu bragði, sveppatónum, kryddkeimi og langvarandi eftirbragði. Hentar við flest öll tækifæri, hvort sem er á ostabakkann eða til að setja punktinn yfir i-ið í matargerðinni. GOUDA STERKUR KRÖFTUGUR Sími: 5 700 900 - prooptik.is UMGJARÐADAGAR Í PROOPTIK UMGJARÐIR Á: 1 kr. Ert þú í söluhugleiðingum? 510 7900 Þórunn Gísladóttir Löggiltur fasteignasali. Jóhanna Gustavsdóttir Sölufulltrúi / BA atvinnufélagsfræði. 698 9470 johanna@fastlind.is www.fastlind.is Hlíðasmára 6 201 Kópavogur www.FASTLIND.is/ / Traust og góð þjónusta Frítt verðmat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.