Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 46
46 matur & vín Helgin 21.-23. ágúst 2015 Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu. Innifalið: Allt flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staða með 5–7 manna safarí-bílum. Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri legum) gististöðum eins og er í ferðalýsingu. Öll gjöld vegna aðgangs í þjóðgarða eins og lýst er. Innlendur og íslenskur fararstjóri. Tanzania 22. Janúar–4. febrúar Einstök safari ferð til Tanzaniu á slóðir villtra dýra, ósnortinna náttúru og fornrar menningar. Við sjáum óviðjafnanlegt dýralíf í sínu náttúrulega umhverfi, þá kynnumst við menningu heimamanna m.a. Masai þjóðflokknum. Ferðin er eitt ævintýri, einstök upplifun sem lætur engan ósnortin. 675.900.- * *Verð per mann i 2ja manna herbergi 588-8900 Transatlantic.is É g eldaði þennan rétt fyrir nokkr-um árum fljótlega eftir að ég eign-aðist bók Juliu Child – Mastering the Art of French Cooking. Þetta er ein af hennar þekktustu uppskriftum. Fyrir þá sem ekki kannast við Juliu Child þá var hún afar þekktur sjónvarpskokkur í Bandaríkjunum og gaf út þó nokkrar matreiðslubækur og stýrði fjölda sjón- varpsþátta um matargerð. Hún var efni vinsællar bíómyndar sem allir matar- bloggarar hafa ábyggilega gaman af – Julie & Julia – þar sem bandarísk kona eldar sig í gegnum bókina hennar sam- tímis því að hún bloggar um reynslu sína – þessari sögu er svo tvinnað saman við ævisögu Juliu Child. Ljómandi góð bíómynd. En þessi réttur er betri! Þessi réttur er kannski hinn ókrýndi konungur kássanna. Það er eiginlega sorglegt hversu mikið af fegurðinni við þennan rétt týnist í þýðingunni – Kássa! Kássa – það einhvern veginn nær ekki að fanga þá dásemd sem þessi langeld- aði réttur er! Og bragðið er á mörgum hæðum, byrjar í grænmetinu, yfir í beikonið, síðan kjötið og allt er þetta umlukið dásamlegu víni sem nær að umbreyta öllu í þessa dásemd sem Beouf Bourgu- ignon er. Þegar helgin rennur upp er tilvalið að verðlauna sig með góðum drykk. Gimlet er einn af þessum sígildu sem alltaf standa fyrir sínu. Auðvelt er að hrista hann saman og hann lífgar sannarlega upp á góða kvöldstund. Auðvelt er að skipta gini út fyrir vodka sé sá gállinn á fólki – eða birgðastaða. 60 ml gin 15 ml lime-safi 15 ml sykursíróp Skreytt með lime Hrist saman í kokteilhristara með klaka. Hellt yfir klaka. Klassískur Gimlet Dásemd í potti Ragnar Freyr Ingvarsson fer sem fyrr á kostum á matarbloggi sínu, Læknirinn í eldhúsinu. Nú er hann kominn í haustgír og þá er rétt að henda saman góðum pottrétti. Við birtum hér uppskrift Ragnars að Beouf Bourguignon sem er innblás- in af Juliu Child en með breytingum Ragnars sjálf. Fyrir sex til átta 1,5 kg vel fitusprengt nautakjöt 2 msk jómfrúarolía 1 flaska rauðvín 3 gulrætur 1 laukur 2 sellerístangir 150 g reykt beikon 250 g sveppir 20 litlir steikarlaukur 100 gr smjör 1,5 l nautasoð (1 l fyrir kássuna, ½ l fyrir steikarlaukinn) 4 msk hveiti 3 lárviðarlauf 2 tsk timian 1 ½ msk tómatpúré Salt og pipar 2 msk smátt skorin steinselja 1. Séuð þið með kröftugt beikon þarf að sjóða það í fimm til tíu mínútur til að milda aðeins reykkeiminn (eins mætti hugsa sér að nota bara venjulegt beikon). 2. Hitið olíuna í potti og steikið beik- onið. 3. Skerið nautakjötið í veglega bita – 5x5 sm stóra, þerrið þá vel, saltið og piprið. 4. Setjið beikonið til hliðar og brúnið kjötið vel að utan – bara nokkra bita í senn annars er hætta á því að þeir sjóði í eigin vökva í stað þess að brúnast. 5. Á meðan kjötið er brúnað skerið þið grænmetið niður – laukinn og selleríið fínt en gulræturnar heldur gróflega. 6. Þegar kjötið er brúnað að utan setjið þið það til hliðar og steikið grænmetið þangað til að það er mjúkt og glansandi. Saltið og piprið. 7. Bætið kjötinu og beikoninu saman við í pottinn ásamt öllum vökva sem hefur lekið af því. 8. Hrærið hveitinu saman við og tryggið að það dreifist jafnt yfir kjötið. 9. Hellið víninu út í pottinn og hrærið saman við. 10. Bætið við lárviðarlaufunum, timian, tómatpúreinu og smátt skornum hvít- lauknum. 11. Bætið kjötsoði saman við þangað til að kjötið er hulið vökva. Hitið að suðu, látið krauma í nokkrar mínútur og færið síðan inn í 140 gráðu heitan ofn. Bakið í þrjár klukkustundir. 12. Steikið sveppina í 50 gr af smjöri. Saltið og piprið. Setjið til hliðar. 13. Takið utan af lauknum og steikið í 50 gr af smjöri. Saltið og piprið. Hellið svo afganginum af nautasoðinu á pönnuna og sjóðið alveg upp (tekur um 35-45 mínútur) við miðlungshita. Setjið til hliðar. 14. Þegar kássan er tilbúin veiðið þið kjötið og grænmetið upp úr og setjið í skál. Blandið sveppunum og lauknum saman við. 15. Sé sósan þunn, sjóðið hana aðeins niður yfir háum hita – hrærið í pott- inum svo að hún brenni ekki. Hellið henni í gegnum sigti og svo yfir kjötið og skreytið með steinselju Berið fram með kartöflumús og góðu rauðvíni. Beouf Bourguignon Dásemd í potti innblásin af Juliu en með breytingum þó! Ragnar Freyr Ingv- arsson er kominn í haustgír og reiðir hér fram Beouf Bourguignon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.