Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 32
Alfa og ómega É Ég verð seint talinn slagsmálahundur. Hef ekki lent í slagsmálum síðan í grunnskóla og var ekki upp á marga fiska í þeim þá. Æfði reyndar júdó sem unglingur en með afar misjöfnum árangri. Gerði svo heiðar­ lega tilraun til þess, núna seint á fertugs­ aldrinum, að stunda MMA æfingar. Eitt­ hvað sem í byrjun átti að vera létt átök með vinum og kunningjum. Glansinn af átthyrningnum fór þó ansi fljótt af eftir að veltast svolitla stund um gólfið. Ekki með fyrrnefndum vinum heldur í örmum sveitts ókunnugs manns í blettóttum bol. Ég hætti þá um eftirmiðdaginn. Hef ekki átt nánari kynni við karlmann síðan, fyrir utan að reka rassinn utan í einn í klefanum í Ár­ bæjarlauginni nú um daginn. Ég hef því aldrei á minni fullorðinsævi verið kýldur í andlitið. Ekki að ég gráti það sérstaklega en það er einhver dýrsleg testó sterónaleg þörf sem býr bak við skyn­ semina og hún segir mér að þetta sé ekki eðlilegt ástand. Að hafa aldrei kýlt mann og ekki verið kýldur. Ég hafi beinlínis farið á mis við manndómsvígslu og muni aldrei, þangað til ég fái einn gúmoren á kinn, vera talinn til fullvígðra karldýra í hjörðinni. Vandamálið er bara að mér er of umhugað um útlitið og heilsuna. Ég veit nefnilega að ólíkt því sem gerist í bíómyndum getur högg í andlitið brotið nef, tennur, kjálka og kinnbein. Valdið heilahristingi og í ein­ staka tilfellum dauða. Þessi vitneskja og sú staðreynd að ég er mun frekar ómega en alfa. Húðlatur og alveg einstaklega fót­ frár við fyrstu ummerki vandræða. Sem í bland merkja víst að ég vígist aldrei nokk­ urn tímann inn í þennan heim slagsmála­ hundanna. En aldrei að segja aldrei því ég er alfa í umferðinni og á sérlega bágt með að stilla almennilega skapið þar. Vegavonskan er í raun minn helsti brestur og ég enda lík­ lega sem fyrsta frétt einhvern tíma eftir að hafa lamið samferðamann í umferðinni með felgulykli. En það er önnur saga. Svo var það um daginn að ég fór á fjöl­ sótta tónleika hér í höfuðborginni. Það er ekki endilega í frásögur færandi nema að í þvögunni að þeim loknum urðum við hjónin viðskila. Af einskærri karlmennsku og algerlega úr karakter við mig og í raun af algerum óþarfa, þar sem lítil hætta var á að við yrðum viðskila, stoppa ég í miðju mannflæðinu og ætla að að bíða eftir minni frú. Það var ekki alveg að ganga svo að ég tók málin í mínar hendur og stoppa einn eða tvo með handafli til að minn betri helmingur nái mér svo við gætum haldið út í nóttina hönd í hönd. Ég fann strax að ég hafði gert mistök. Gaurinn – leðurklæddi gaurinn sem ég stoppaði með flötum lóf­ anum upp að hnausþykku nautsleðrinu – var ekki ómega eins og ég og hann líkt mér var þar í fylgd kvenmanns sem æsti nátt­ úruhaminn í mínum manni upp enn frekar. Ég hafði augljóslega óvirt hann með því að hefta för hans þar sem hann dró spúsu sína í gegn um þvöguna og hann ætlaði augljóslega ekki að láta slíkt standa. Ýtti við mér og gerði sig líklegan til frekari at­ hafna. Í eitt augnablik sá ég tækifæri til þess að lenda loksins í léttum átökum. Líka ljómandi að byrja slagsmálin þarna í röð­ inni. Því auðvitað var þar gæsla og gott ef lögreglan var ekki líka á svæðinu. Því myndu varla meira en eitt eða tvö högg ná að fljúga áður en allt yrði stöðvað. Svolítið eins og að hafa dómara í átthyrningnum. En áður en fyrsta höggið reið af tók raun­ veruleikinn aftur við heilabúinu og minn maður fékk bara latt auga og fyrirlitningar­ svip áður en ég hélt för minni áfram í átt­ inni að útidyrunum. Við vorum þarna stödd með vinahjónum og akkúrat á þessum tímapunkti ákveður vinur minn, sem er oft aðeins utan við sig, að nú þurfi hann að reima betur á sig skóinn. Það aftur gaf nýja vini mínum tíma til að ná mér og sýna mér og sinni frú að hann er alfa og ég ómega. Ég var á þessum tímapunkti alveg kominn yfir þessa forvitni mína um það hvernig sé að fá einn á kjamman og langaði ekkert að láta hnefana tala. Lét því téð letiauga aftur duga. Sá leðurklæddi skynjaði sigur en ýtti karlmannlega við mér um leið og þau hjúin löbbuðu fram hjá. Það ber að taka það fram að ég var klæddur í afapeysu og hef því sennilega sýnst frekar auðveld bráð í augum þessa hörkutóls sem ilmaði af nautshúðinni sem hann nýtti sem yfir­ höfn. Ég vissi líka vel sem var, eftir að adrena línið var farið að lækka, að ef svo ólíklega færi að ég myndi landa góðum hægri krók á þennan mann sem ég hef aldrei hitt en langaði pínu að slást við þarna í röðinni myndi hann sennilega lög­ sækja mig. Og verandi millistéttaraulinn sem ég er myndi hann sennilega vinna og enn sennilegar myndi hann enda með húsið mitt og bílinn að réttarhöldunum loknum. Ég þyrfti jafnvel að kaupa handa honum hund í þokkabót. Ég horfði því, með mínu „letiauga“ á eftir þessum nýja kunningja út í nóttina án þess að hafa fengið einn á’ann og var bara nokkuð sátt­ ur. Ómegamaðurinn sem ég er. Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Dragháls 14-16 · 110 Reyk jav ík S ími 4 12 12 00 · w w w . i s l e i f u r . i s L O G I S 1 6 0 T a l i s S V A R I A R C T a l i s S V A R I A R C m . ú ð a r a F O C U S 2 6 0 m . ú ð a r a Gæði fara aldrei úr tísku T a l i s S V A R I A R C m . ú ð a r a T a l i s S F O C U S 1 6 0 F O C U S 1 6 0 L O G I S 2 6 0 T a l i s S m . ú ð a r a Eitt mesta úrval landsins af eldhúsblöndunartækjum 32 viðhorf Helgin 21.-23. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.