Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 26
Lokaðar dyr Lyfjastofnunar Þegar Linda tilkynnti krabbameins- lækninum sínum að hún ætlaði að nota kannabisolíu til að lækna sig spurði læknirinn einfaldlega hvort það væri löglegt. Linda sagði að það væri sannarlega ólöglegt og að hún þyrfti því að smygla olíunni til lands- ins. „Ég fann enga fordóma hjá lækn- inum heldur frekar forvitni,“ segir hún. Linda pantaði olíu bæði frá Sví- þjóð og Bandaríkjunum, og stefndi alltaf á 90 daga meðferð sem þýðir að hún þurfti allt að 90 millilítra af olíu. „Ég fór í myndatökur eftir að- gerðina og í janúar fannst ekkert mein. Ég var um það bil hálfnuð með meðferðina og byrjuð að vinna aftur þegar ég fékk símtal frá lögreglunni. Lögreglumaðurinn spurði hvort ég ætti von á sendingu frá útlöndum og þegar ég játti því spurði hann hvort ég vissi hvað væri í henni. Ég sagði honum að ég ætti von á kannabisol- íu sem ég notaði til lækninga því ég væri með krabbamein. Hann sagði mér þá að þetta væri ólöglegt, sem ég auðvitað vissi, og sagðist þurfa að taka af mér skýrslu. Ég var dauð- stressuð eftir skýrslutökuna og bjóst við hárri sekt. Ég átti alveg nóg með að standa undir kostnaði við olíuna,“ segir Linda en hún hefur borgað um 250-300 þúsund krónur fyrir 40 millilítra, eða í kring um 8 þúsund fyrir dagsskammtinn. „Lög- reglumennirnir voru mjög skilnings- ríkir og bentu mér meira að segja á að láta lækninn minn sækja um undanþágu til Lyfjastofnunar ríkis- ins svo ég gæti fengið olíuna aftur en hann kom þar að lokuðum dyrunum. Nokkru seinna fékk ég svo símtal frá embætti ríkissaksóknara þar sem mér var tilkynnt að málið yrði látið falla niður. Ég fékk því aldrei neina sekt og það virðist sem ákveðinn skilningur sé innan kerfisins á því að fólk kjósi þessa aðferði til lækn- inga,“ segir hún. Vill reyna á kerfið Ástæðan fyrir því að Linda ákvað að koma í viðtal var einmitt til að skapa umræðu um kannabis til lækninga. „Við sem förum þessa leið erum að brjóta lög og ekki allir sem treysta sér til að koma fram opinberlega. Ég vil hins vegar taka þessa umræðu. Án umræðu verða engar breytingar. Ég sé fyrir mér að í framtíðinni verði kannabis viður- kennd lækningajurt á vesturlönd- um. Ég segi öllum sem heyra vilja að ég noti kannabisolíuna til að berj- ast við krabbamein og flestir vilja fá að vita meira. Ég lít á það sem skyldu mína að láta reyna á kerfið,“ segir hún. Vegna þess að olían var gerð upptæk hætti Linda í miðri með- ferð. Í júní fór hún aftur í skoðun og myndataka leiddi í ljós að hún var komin með þrjá litla hnúta í kviðarholi. „Læknirinn sagði að skurðaðgerði væri ekki möguleiki Kennir sjúklingum að búa til kannabisolíu Kannabisplantan er tvíeggjað sverð „Ég er búinn að halda tvö námskeið fyrir fólk til að læra að búa til sína eigin kannabisolíu og er að vinna að kennslumyndbandi sem verður tilbúið um eða eftir helgina,“ segir Ásgeir Daði Rúnarsson sem greindist með krabba- mein árið 2011 og notaði kannabisolíu til lækningar. Ásgeir kom fram í fréttaskýringa- þættinum Brestum á Stöð 2 í fyrra þar sem hann sagði frá því að hann fram- leiddi kannabisolíu fyrir fólk sem vill nota hana í lækningaskyni en lögreglan hefur aldrei haft afskipti af Ásgeiri vegna framleiðslunnar, ekki einu sinni eftir að hann kom opinberlega fram. „Ég fékk ekkert nema góð viðbrögð eftir þáttinn. Ég fékk send kannabisfræ, fólk gaf mér kannabis til að búa til olíu og ég fékk að kaupa plöntur á gríðar- legum afslætti,“ segir hann. Ásgeir segist hafa búið til olíuna alveg frá því að hann greindist sjálfur og hefur síðan verið í samband við um 30 manns sem notar kannabisolíu í lækningaskyni. „Sumir nota þetta við miklum verkjum, aðrir við gláku en flestir gegn krabbameini. Ég læt engan fá oliu sem hyggst nota hana til að komast í vímu,“ segir hann. Ásgeir leggur áherslu á að kannabisplantan sé tvíeggjað sverð. „Hún getur verið jafn holl og hún getur verið óholl. Ég styð ekki reykingar á plöntunni, ég reyki ekki kannabis sjálfur og er hættur að nota oliuna,“ segir hann. Ásgeir borðaði kannabisolíuna á sínum tíma, blandaði henni við kókosolíu og bar á sig, og setti í baðvatn. „Ég hreinlega vissi ekki að það væri hægt að setja hana í æðri endann en almennt er ráðlegt að neyta hennar á sem margbreytilegastan hátt þannig að hún komin inn í líkaman úr mörgum áttum,“ segir hann. Ásgeir er sannfærður um lækningamátt kannabisplöntunnar og vill að sem flestir kunni að búa til kannabisolíu. Hann er að flytja af landi brott, til Ítalíu þar sem hann býr í andlegu samfélagi í fjöllunum, og er að gera kennslumyndbandið til að sem flestir geti bjargað sér sjálfir þegar hann er farinn. „Ég tel að það sé best að sjúklingurinn geri lyfið sitt sjálfur til að kynnast því sem best. Allt sem ég geri hef ég gert frítt og námskeiðin hef ég haldið fólki að kostnaðarlausu. Ég er með heilt kvikmyndatökulið til að gera þetta myndband og vonandi verður það komið á netið sem fyrst,“ segir hann. Ásgeir fór í vetur til Ítalíu og dvaldi í nokkra mánuði á þeim stað sem hann er nú að flytja til. „Ég kom aftur í mars og hef varla gert annað síðan en að búa til olíu. Síðan þá hef ég búið til 200-300 millilítra. Það eru margir sem vilja nota olíuna,“ segir hann en bendir á að það sé ekki nóg að taka bara olíuna og halda að það sé nóg. „Fólk þarf að taka mataræðið í gegn, hreyfa sig og hugleiða,“ segir Ásgeir sem segir nú skilið við þann hluta lífs síns að framleiða kannabis- olíu í miklu magni fyrir aðra. „Hlutir þurfa að taka enda og nú er komið að öðrum kafla í lífi mínu.“ eh Ásgeir Daði Rúnarsson hefur í rúm 4 ár búið til kannabisolíu, fyrst bara fyrir sjálfan sig þegar hann var með krabbamein en síðan einnig fyrir aðra. Mynd/Hari 26 viðtal Helgin 21.-23. ágúst 2015 Sími: 5 700 900 - prooptik.is Skráðu þig í netklúbbinn okkar á prooptik.is og þú færð 25% afslátt af linsum í öllum verslunum Prooptik 25% afsláttur af linsum í líflega netklúbbnum okkar! Gæði fara aldrei úr tísku Hitastýrð blöndunartæki Stílhrein og vönduð Þar munum við fjalla um margt það nýjasta í heilsurækt og sjálfs- styrkingu. Þar verða m.a. kynnt ýmis nám- skeið sem hefjast á haustmánuðum, gefin góð ráð til lesenda varðandi mataræði, hugarfar og hreyfingu og margt fleira. Sérblöð Fréttatímans eru kraftmikill vettvangur fyrir auglýsendur til að koma vöru sinni og þjónustu á framfæri til lesenda okkar. Heilsublað Fréttatímans kemur út 28. ágúst Hafðu samband við auglýsingadeildina og fáðu tilboð í birtingar. Við erum í síma 531-3310 og á tölvupósti gigja@frettatiminn.is og auglysingar@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.