Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 66
menningarnótt Helgin 21.-23. ágúst 20156
Æ G I S G A R Ð I 2 , 1 0 1 R E Y K J A V Í K ,
S Í M I 5 1 2 8 1 8 1
VERIÐ VELKOMIN
Á NÝJAN VEITINGASTAÐ
Í RAUÐA HÚSINU
VIÐ GÖMLU HÖFNINA
Í REYKJAVÍK
Á Menningarnótt verður boðið upp á jóga fyrir börn í Borgar-
bókasafninu í Grófinni. Jógakennarinn Ingunn Guðbrandsdóttir
tekur á móti krökkum á aldrinum 5 til 12 ára í jógatíma sem hefjast
klukkan 16.00 og eru á 30 mínútna fresti til kl.18.00. Ingunn segir
krakkajóga ekki vera mjög frábrugðið öðru jóga því í grunninn
er jóga alltaf það sama. Í hverjum tíma verða kenndar skemmti-
legar og fjölbreyttar jógastöður í bland við einfaldar öndunar- og
slökunaræfingar og Ingunn segir þetta frábæra undirstöðu fyrir
krakka sem vilja halda áfram að stunda jóga inn í unglingsárin.
J óga er bara jóga,“ segir Ing-unn Guðbrandsdóttir jóga-kennari. „Ég ætla að kenna
krökkunum sömu jógastöður og ég
kenni fullorðnum, en ég geri það
aðeins öðruvísi. Ég geri það með
því að nota hljóð, með því að fá þau
með í leik sem ég mundi aldrei gera
í fullorðinstímum. Fullorðnir hafa
allt aðra líkamsvitund en börn svo
maður nálgast hlutina með öðrum
hætti. Í grunninn er þetta bara
jóga, alveg sama hvort um börn
eða gamalmenni er verið að ræða,“
segir Ingunn. „Ég hef ekki mikið
kennt ungum börnum, en ég hef
verið að kenna unglingum í Fjöl-
brautarskólanum í Ármúla þar sem
ég er stundakennari og hef gripið
einn og einn barnatíma. Börnum
finnst þetta mjög skemmtilegt,“
segir hún og er ekki á því að þau
Krakkar hafa
gott af Jóga
Ingunn Guðbrandsdóttir mun kenna krökkum jóga á Menningarnótt. Ljósmynd/Hari
Sönghópurinn Spectrum ásamt stjórnandanum Ingveldi Ýri.
Fjórar uppákomur á Menningarnótt
Sönghópurinn
Spectrum verður
á miklu flakki um
borgina á Menn-
ingarnótt. Kórinn
syngur við setn-
ingu Menningar-
nætur á Austur-
velli og færir sig
síðan í Hörpu og
verður þar með
metnaðarfulla
og líflega dag-
skrá sem nefnist
„Spectrum og
tískutónskáldin“.
Síðast en ekki síst
fremur Spectrum
kórgjörninginn
„Hljóð í myrkri
– Ljós á torgi“
í Tjarnarbíói.
Ingveldur Ýr
stjórnandi
kórsins segir
mikla tilhlökkun
ríkja í hópnum.
S pectrum hefur flutt margar nýstárleg-ar útsetningar þekktra laga, auk þess að kynna óþekktari verk. Hópurinn
hefur komið árlega fram á Menningarnótt
á ýmsum stöðum, en heldur einnig árlega
vor- og jólatónleika, auk þess sem Spectr-
um leggur áheyrslu á að flytja frumleg og
lítið flutt verk. Í haust heldur Spectrum til
Ítalíu og tekur þátt í kórakeppni, þar sem
allt efni er flutt a capella, þ.e. án undirleiks.
Efnisskráin á Menningarnótt er hluti af þeim
undirbúningi. „Spectrum er orðið 12 ára fyr-
irbæri og hópurinn samanstendur af rúm-
lega tuttugu manns úr öllum stéttum þjóð-
félagsins sem eiga það sameiginlegt að þykja
gaman að syngja,“ segir Inhveldur Ýr, söng-
kona og stjórnandi sönghópsins. „Þetta eru
nemendur mínir til styttri eða lengri tíma og
mjög öflugt fólk. Við verðum á miklu flakki á
laugardaginn. Á tónleikunum okkar í Hörpu
munum við flytja lög eftir þekkta toppa í kór-
tónlistinni,“ segir hún. „Meðal þeirra er verk
eftir Eric Whittaker sem hefur afrekað það
að fá tvær milljónir áhorfa á sín verk á You-
tube, sem þykir mjög mikið í kórheiminum.
Einnig eru íslensk samtímaskáld á efnis-
skránni eins og Anna Þorvalds og Tryggvi
I. Baldvinsson ásamt gömlum slögurum sem
margir þekkja,“ segir Ingveldur. „Einnig
munum við flytja eitt ítalskt verk í tilefni af
ferðalaginu okkar í haust.“ Spectrum mun
halda „Kórgjörning“ í Tjarnarbíói sem nefn-
ist „Hljóð í myrkri – Ljós á torgi“ kl 17.30
og 18.30. „Þar verðum við með sömu lögin
en þau eru sett í annan búning og við spil-
um meira með leikhúsið á þeim tónleikum,“
segir Ingveldur. „Þeir sem vilja hefðbundna
kórdagskrá koma í Hörpu, en þeir sem vilja
öðruvísi upplifun koma í Tjarnarbíó. Ég geri
miklar kröfur til hópsins. Þau læra allt utan-
bókar og það er mikil útgeislun í gangi. það
er ekki nóg að standa bara og syngja, þetta
er mikið leikhús líka og við setjum metnað
í það að þetta sé líka eitthvað fyrir augað og
skemmtanagildið sé mikið. Við verðum mjög
upptekin á laugardaginn,“ segir Ingveldur Ýr
söngkona og stjórnandi Spectrum.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
eigi erfitt með að slaka á í jóga-
tímum. „Það sem ég geri öðruvísi í
þessu er að ég byrja á slökuninni,“
segir Ingunn. „Hjá fullorðnum er
endað á henni, en ég byrja á því
hjá krökkunum. Þetta er alger-
lega eitthvað sem krakkar ættu að
gera meira af. Bara það að krakkar
tengist líkamanum og skynji hann
er svo hollt,“ segir hún. „Læra að
anda og ef þau ná að halda því við
þá erum við að fá unglinga og full-
orðna út í samfélagið á miklu betri
stað en við hin,“ segir Ingunn. „Við
erum alltaf í for- og framtíðinni.“
Ekki verður gert ráð fyrir að
börnin hafi áður lært jóga og gott
ef þau geta verið í þægilegum föt-
um til að auðvelda hreyfingu. For-
eldrum er hjartanlega velkomið að
taka þátt. Jóga er fyrir alla, stelpur
og stráka, konur og karla. Ingunn
Guðbrandsdóttir hefur yfir 15 ára
reynslu af að kenna ýmis konar lík-
amsrækt, en hefur kennt jóga frá
ársbyrjun 2014 hjá Heilsuborg og
Jógasmiðjunni í Kópavogi. Nánari
upplýsingar um Ingunni má finna á
www.ingunn.is og www.facebook.
com/ingunngudbrands
Hannes Friðjarnarson
hannes@frettatiminn.is