Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 58
Sjónvarp BætiSt í hópinn með helga BjörnS, UnnSteini og SvölU
Salka Sól verður dómari í The Voice
É g er mjög spennt fyrir þessu verkefni. Þó ég sé kannski í yngri kantinum í þessu
teymi bý ég að hellingi af reynslu
sem ég get vonandi deilt með mín-
um hópi,“ segir tónlistar- og fjöl-
miðlakonan Salka Sól Eyfeld.
Salka Sól verður einn fjögurra
dómara í sjónvarpsþættinum The
Voice á Skjá einum í vetur. Salka
bætist þar með í hóp reynslubolt-
anna Helga Björnssonar og Svölu
Björgvinsdóttur og svo Unnsteins
Manuels Stefánssonar úr Retro
Stefson. „Við hittumst um daginn
og það var voða gaman hjá okkur,“
segir hún.
Salka Sól hefur verið upptekin
í Sumardögum á RÚV að undan-
förnu auk þess sem undirbúning-
ur er nú á fullu fyrir frumsýningu
Hróa hattar í Þjóðleikhúsinu, en
þar er hún tónlistarstjóri. Að-
spurð segist hún þó hafa náð að
kynna sér The Voice vel áður en
hún þekktist boðið um að gerast
dómari.
„Ég horfði á nokkra þætti og
hafði virkilega gaman af. Ég datt
alveg inn í þetta. Þessir þættir eru
öðruvísi en flestir aðrir í þessum
dúr og þess vegna sagði ég já. Fólk
velur með hverjum það vinnur og
maður velur sjálfur líka. Hugsun-
in á bak við þáttinn er fallegri og
betri en maður hefur séð í svip-
uðum þáttum. Svo er líka mjög
spennandi að fá að ýta á rauða
takkann og snúast við!“ -hdm
Salka Sól verður dómari í The Voice á
Skjá einum í vetur.
Fjórða Millenium-bókin
væntanleg
Unnendur spennusagna ættu að vera
á tánum í næstu viku því á fimmtudag
er væntanleg fjórða bókin í Millenium-
seríunni. Rúmur áratugur er nú liðinn
síðan Karlar sem hata konur eftir Stieg
Larsson kom út
en henni fylgdu
tvær bækur til
viðbótar um
þau Mikael
Blomkvist og
Lisbeth Salander.
Höfundurinn lést
sem kunnugt er
fyrir aldur fram
en David Lag-
ercrantz spinnur
hér áfram þann þráð sem Stieg Larsson
entist ekki aldur til að ljúka við. Í bókinni
segir frá fremsta sérfræðingi heims í
gervigreind sem er myrtur á heimili sínu
í Stokkhólmi þrátt fyrir að vera undir
lögregluvernd. Einhverfur sonur hans er
vitni að ódæðinu. Bókin kemur út sam-
dægurs í 37 löndum.
Bubbi gefur út
ljóðabók
Bubbi Morthens tilkynnti
á samfélagsmiðlunum í
vikunni að ljóðabálkur
hans „Öskraðu gat á
myrkrið“ væri að taka á
sig mynd í bókarformi. Segir hann þar að í
haust komi ljóðabálkurinn út hjá Forlaginu.
Er þetta fyrsta ljóðaútgáfa tónlistarmanns-
ins, en örugglega ekki sú síðasta.
Haukur á Græna fær
kjuða
Veitingamaðurinn Haukur Tryggvason á
Græna hattinum á Akureyri varð sextugur
í sumar og í vikunni fékk hann glaðning
frá söngvaranum Magna Ásgeirssyni sem
kom honum mjög á óvart. Magni
hafði tekið til ráða sinna til þess að
gleðja þennan velunnara íslenskra
tónlistarmanna og safnað saman
hátt í 70 trommukjuðum frá miklum
fjölda trommuleikara á Íslandi.
Hver kjuði var áletraður með
kveðju hvers trommara.
Kjuðunum verður komið
fyrir á vegg á tónleikastað
Hauks, Græna hattinum, við
fyrsta tækifæri.
Óli Palli rapp-afi
Konungurinn af Rokklandi,
Ólafur Páll Gunnarsson varð afi á
dögunum. Dóttir hans Tinna María
Ólafsdóttir eignaðist dóttur og er
hún bjútí og undur eins og Óli
Palli segir á Facebook-síðu
sinni. Faðir ungu stúlkunnar
er rapparinn Emmsjé
Gauti og er því rokkarinn
Óli Palli sannkallaður
rapp-afi.
veggliSt myndliStarSýning í hlíðargöngUnUm við KlamBratún
Gamlir refir taka
upp spreybrúsana
g öngin er myndlistarsýning á graffítíverkum í Hlíðar-göngunum við Klambra-
tún. Í kring um árþúsundamótin
voru göngin einn vinsælasti graffítí-
staður borgarinnar. Nánast daglega
mátti berja þar augum ný graffítí
verk sem gjarnan voru unnin á nótt-
unni. Jóhann Jónmundsson, vörður
ganganna, sá svo til þess að um-
hverfið héldist snyrtilegt og mynd-
listin samræmdist góðu siðgæði.
Árið 2005 misstu göngin hirðinn
sinn þegar að Jóhann var færður til
í starfi. Útlit þeirra fór smám saman
versnandi og að lokum var graffítí
alveg bannað. Nú er hópur færustu
graffara landsins að heiðra þennan
tíma og skreyta göngin endanna á
milli. Sýningin markar 20 ára af-
mæli upphafs eins mesta uppgangs-
tíma graffítílistar á Íslandi.
„Það var mikið fjör í þessum göng-
um fyrir tuttugu árum og þarna var
vettvangur fyrir graffara að mála
og sýna listir sínar,“ segir Steinar
V. Pálsson graffítílistamaður. „Jói
vörður ganganna hjálpaði mikið til,
var að grunna fyrir okkur og slíkt og
lenti í stappi við vinnuveitendur sína
hjá Reykjavíkurborg. Þetta var gegn
þeim stefnum og straumum sem
borgin hafði hugsað sér. Það var lagt
blátt bann við þessu og Jói seinna
færður til í starfi,“ segir Steinar.
„Reykjavíkurborg setti upp ein-
hverja zero-tolerance stefnu sem var
mjög vanhugsuð og allt var bannað.
Síðan þá hefur verið málað yfir hvert
einasta strik sem hefur verið spreyj-
að, þar til nú. Nú erum við nokkrir
graffarar sem vorum að mála í göng-
unum fyrir tuttugu árum síðan að
spreyja fyrir þessa sýningu sem er
sett upp í tengslum við Menningar-
nótt. Flest öll orðin miðaldra,“ segir
Steinar. „Þarna eru graffarar eins og
Trausti KEZ, Adda Atom og Steini
DIE og fleiri, ásamt mér. Ég hef lítið
spreyjað á undanförnum árum, en
þetta er svolítið eins og að læra að
hjóla. Þú býrð alltaf að þessu. Trausti
hefur samt verið aktífur undanfarin
ár og er enn að,“ segir Steinar.
„Það hefur mikið breyst í þessum
heimi á tuttugu árum og aðallega
í hugmyndaöflun. Fyrir tuttugu
árum var ekkert net og maður sá
ekki mikið af graffítí frá útlöndum,
nema í einhverjum tímaritum og
slíkt. Við funduðum og fórum laus-
lega yfir litahugmyndir og það var
mikill samningsvilji í hópnum og
mikið traust í gangi. Svo röðum við
þessu einhvern veginn upp og ger-
um eitthvað skemmtilegt úr þessu,“
segir Steinar V. Pálsson - SHARQ,
graffítílistamaður.
Sýningin opnar á Menningar-
nótt kl 14.00 í Hlíðargöngunum við
Klambratún.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Steini Sharq er einn þeirra gamalkunnu graffara sem rifu upp brúsana á ný fyrir sýningu í Hlíðargöngunum á Menningar-
nótt. Ljósmyndir/Hari
Fyrir um tuttugu árum var
enginn maður með mönnum
nema hann læddist út í skjóli
nætur og gerði listaverk á
húsveggi sem í daglegu tali
eru kölluð graffítí. Þessi iðja
var alltaf litin hornauga og
þóttu þeir listamenn sem
stunduðu iðjuna jafnast á við
skemmdarvarga. Í vikunni
sást til nokkurra gamalla refa
í þessari iðn munda brúsana
í undirgöngunum við Miklu-
braut og er gjörningurinn
partur af sýningu á Menn-
ingarnótt.
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild
Fréttatímans í síma 531 3310 eða á
auglysingar@frettatiminn.is
Fréttatímanum
er dreift á heimili á
höfuðborgarsvæðinu
og Akureyri auk
lausadreifingar um land allt.
Dreifing með
Fréttatímanum á
bæklingum og fylgiblöðum
er hagkvæmur kostur.
Ert þú að huga
að dreifingu?
58 dægurmál Helgin 21.-23. ágúst 2015