Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 52
Nilfisk Þarf að uppfæra flotann?Bæta við eða byggja hann upp?Þekking og þjónusta þér til handa! Fönix býður þjónustusamninga við stofnanir og fyrirtæki! Þjónu stu- verks tæði Fönix býðu r fría ástan dssko ðun á Nilf isk gólfþv ottavé lum O MAM hefur spilað á tónleikum og tónlistar­hátíðum í allt sumar og margir þeirra hafa verið utandyra og fyrir nokkur þúsund manns í hvert sinn. Það má því segja að Eldborgarsalurinn sé minnsti staðurinn sem þau hafa spilað á undanfarið. Hljómsveitin steig á svið á miðvikudagskvöldið og salurinn fagnaði þeim ákaft. Þau byrjuðu á lög­ unum Thousand Eyes og Crystals af nýju plötunni og um leið var salurinn á þeirra bandi. Það var greinilegt að töluvert var um útlendinga í salnum og þegar Nanna söngkona spurði hvað margir skildu ensku frekar en íslensku þá brutust út mikil fagnaðarlæti. Hljómsveitin var frekar róleg til að byrja með og stund­ um fannst mér vanta aðeins meira power í hljóðið. Kannski er það bara ég, en ég saknaði þess að heyra ekki meira í trommunum og jafn frábærum trommu­ leikara og Arnar trommari OMAM er. Þetta lagaðist samt þegar leið á. Tónlist OMAM hefur einhvern keltneskan og norrænan blæ og í sumum lögum beið ég eftir því að hópur af Riverdance­dönsurum kæmi inn á sviðið með Michael Flatley í broddi fylkingar, en það gerðist ekki. Fimmmenningarnir í OMAM eru vel studdir af sex manna aðstoðarhópi sem spilar á hin ýmsu hljóðfæri sem gerir hljóðmyndina mjög þétta og fjöl­ breytta. Lögin King And Lionheart, Empire, Black Water og Humar ómuðu um salinn. Í hinu fallega lagi I Of The Storm átti sveitin afbragðsleik og sýndi að þau geta líka verið á rólegu nótunum. Á fremsta bekk var hópur útlendinga sem greini­ lega voru miklir aðdáendur því þau stóðu upp ótt og títt og öskruðu eins og alvöru aðdáendur, þeim Nönnu og Ragnari til mikillar skemmtunar. Nanna talaði um að vera fegin að tala loksins íslensku en stundum vissi hún ekki alveg hvort hún ætti að tala íslensku eða ensku, skal engan undra miðað við flakkið að undanförnu. Eftir lögin Slow Life, Winter Sound og Hunger sagði Ragnar að nú væri kominn tími til að standa upp svo fólk fengi ekki bakverki og salurinn stóð upp, söng með og dillaði sér við lagið Mountain Sound. Salurinn stóð svo mestmegnis það sem eftir lifði tónleikanna og ætlaði allt um koll að keyra þegar Nanna hljóp út í sal í laginu Lakehouse og fékk fólk til að taka undir. Á eftir fylgdi smellurinn Little Talks og þau enduðu svo á lag­ inu Six Weeks áður en að uppklappinu kom. Það stóð ekki á því. OMAM kom aftur inn á svið og tók fjögur lög til viðbótar og gestirnir klöppuðu vel og lengi. Tvær ungar þýskar stúlkur sátu fyrir framan mig og grétu af gleði. OMAM eru rokkstjörnur. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  Tónleikar Of MOnsTers and Men í Hörpu Óskabörn þjóðarinnar Of Monsters and Men  Eldborgarsalur Hörpu miðvikudagur 19. ágúst 2015 Hljómsveitin Of Monsters And Men (OMAM) hefur á undanförnum þremur árum átt ævintýralega góðu gengi að fagna og er í dag ein af vinsælustu hljómsveitum heims. Plöturnar þeirra, My Head Is An Animal frá árinu 2011 og Beneath The Skin frá þessu ári, hafa selst í bílförmum um heim allan og náði sú síðarnefnda að fara beint í þriðja sæti bandaríska Billboard-listans í sömu viku og hún kom út. OMAM hefur verið á ferðalagi síðan í vor um Bandaríkin, Asíu og Ástralíu og heldur áfram næsta hálfa árið eða meira. Fólk flykkist á tónleika sveitarinnar og ekki sér fyrir endann á velgengninni. OMAM hélt í vikunni tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu og er búið að vera uppselt síðan í vor. Of Monsters And Men fannst gott að koma heim. Ljósmynd/Hari *****„Magnaðir tónleikar og frábær skemmtun, ég er enn í hláturskasti!” Anna María Jónsdóttir C M Y CM MY CY CMY K Samleid_12.sept2015.pdf 1 19.8.2015 12:57 Sími: 5 700 900 - prooptik.is Fullt verð: 28.160,- TILBOÐSVERÐ: 4.999,- 52 menning Helgin 21.-23. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.