Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 56
 Í takt við tÍmann Svava kriStÍn GrétarSdóttir Á dvergkanínu sem heitir Kassim Doumbia Svava Kristín Grétarsdóttir er 25 ára Vestmannaeyingur sem getið hefur sér gott orð sem útvarpskona á FM957 og íþróttafréttakona á Stöð 2. Hún skemmtir sér á b5, keyrir um á Mini Cooper S og hefur farið á Þjóðhátíð á hverju ári síðan hún fæddist. Staðalbúnaður Ég versla mikið í Zöru og svo í NTC-versl- unum. Ég fylgi ekkert endilega því sem er í tísku hverju sinni en reyni að klæða mig í fínni kantinum. Ég er ekki mikið í þessu „kasúal“. Ég á orðið alltof mikið af skóm og yfirhöfnum en það er svo sem ágætt á Íslandi, maður fer voða lítið út á skyrtunni einni saman. Ég fer helst ekki neitt án sólgleraugna enda er ég með krónískan höfuðverk eftir að ég meiddist á baki fyrir nokkrum árum. Það er sem sagt ekki af því að ég haldi að ég sé svo svakalega töff. Hugbúnaður Ég á kort í World Class en get ekki sagt að ég æfi mikið. Ég fer aðal- lega á b5 um helgar enda er það klárlega besti staðurinn til að skemmta sér á Íslandi í dag. Á barnum panta ég mér Gimlet sem er ferskasti drykkur sem þú getur fengið. Annars drekk ég líka bjór og upp- áhaldið núna er Kronen- burg blanc sem er hveiti-appelsínubjór. Ef ég ætla að gera vel við mig í mat og drykk fer ég á Sushisamba. Annars er ég voða mikið í vinnu um þessar mundir. Svo horfi ég frekar mikið á Stöð 2, sit spennt yfir Tyrant núna og fylgist vel með íþrótt- um. Ég horfi mest á fótbolta og uppá- haldsliðið mitt er Manchester United. Vélbúnaður Ég er ástfangin af Macbook Pro-tölvunni minni og nota iPadinn mikið þegar ég er á ferðinni. Samt finnst mér iPhone-sím- arnir rosa lélegir og kýs frekar Samsung. Ég er reyndar alveg símaóð og tek reglu- lega rúnt um samfélagsmiðlana; Facebo- ok, Twitter (@svavagretars), Snapchat og Instagram (@sgretars). Ég nota Face- book reyndar aðallega í spjallið og er lítið í að henda inn statusum um mitt líf þar. Twitter er einn skemmtilegasti miðillinn í dag og þar setur maður inn færslur um lífið og tilveruna. Aukabúnaður Ég kann að elda en ég bý ein og vinn mikið svo ég geri ekki mikið af því. Kokk- urinn á Grillhúsinu á Sprengisandi er mín önnur mamma ásamt Óla kokk í 365. Ég keyri um á ástinni minni, Austin Mini Cooper S. Þegar ég var að fara að selja To- yotuna mína kom maður inn á bílasöluna sem var að fara að selja Cooper S. Hann var rauður og svartur sem eru tveir uppá- halds litirnir mínir og bílnúmerið bar upphafsstafina mína, SG. Bíllinn kom því bara til mín og ég varð að kaupa hann. Ég fór sem sagt að selja bílinn minn en kom til baka á eldri bíl og borgaði meira að segja á milli - mömmu og pabba til mik- illar gleði. Eins mikil strákastelpa og ég er, er ég samt með sérstakt meiköppher- bergi heima sem er troðið af snyrtivörum. Ég er nú einu sinni menntaður förðunar- fræðingur svo það er rétt að eyða tals- verðum tíma þar inni. Ég nota förðunar- vörur frá Make up store, Mac og Temptu og húðvörur frá Jeunesse og Guinot. Ég er líka með dvergkanínu heima hjá mér sem heitir Kassim Doumbia, í höfuðið á hinum skemmtilega leikmanni FH. Kas- sim fær bara að vera slakur heima hjá mér meðan ég er í vinnu og labbar um alla íbúðina. Það er reyndar þreytandi hvað hann er farinn að hoppa upp á allt – hann var til dæmis búinn að skíta um allt rúmið mitt um daginn. Uppáhaldsstaður- inn minn er klárlega Vestmannaeyjar og ég fór á mína 25. Þjóðhátíð í ár. Ég er fædd í mars og mamma sagði að ég hefði mætt alla þrjá dagana fyrsta árið mitt. Þau klikkuðu ekki á þessu, mamma og pabbi. Ég segi stundum að ég muni ekki eftir fyrstu fimm Þjóðhátíðunum mínum og ekki heldur síðustu fimm. Ljósmynd/Hari Prófaðu heilsurúmin í Rúmfatalagernum Þú sefur betur á Gold heilsurúmi frá okkur, bæði vegna þægind- anna og verðsins. Þú átt það skilið! Komdu og prófaðu úrvalið hjá okkur og láttu gæðin koma þér þægilega á óvart! www.rumfatalagerinn.is Láttu gæðin koma þér þægilega á óvart Rafmagsnrúm – verð frá 99.950 kr. Rúm á mynd Höie rafmagnsrúm verð pr. stk. 299.950 Gerið gæða- og verðsamanburð! 56 dægurmál Helgin 21.-23. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.