Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 64
menningarnótt Helgin 21.-23. ágúst 20154
Bóksala og flóamarkaður Hróksins verður í vöruskemmu Brims við Reykjavíkurhöfn.
Safnað er fyrir verkefnum Hróksins á Grænlandi.
Menningarnótt Safnað fyrir verkefnuM HrókSinS á grænlandi
Hrafn Jökulsson gefur allar bækur sínar
l iðsmenn Hróksins bjóða til uppskeruhátíðar, bóksölu og flóamarkaðar á Menningar-
nótt og ætlar Hrafn Jökulsson að gefa
allar bækur sínar til að safna fyrir
næstu verkefnum Hróksins á Græn-
landi. Hrókurinn hefur undanfarið
ár haft aðstöðu í vöruskemmu Brims
við Reykjavíkurhöfn og þar hefur ver-
ið miðstöð fatasöfnunar í þágu barna
og ungmenna á Grænlandi.
Hrafn segir að bækurnar séu úr
öllum áttum. „Fyrir 10 árum gaf ég
allt bókasafnið mitt í þágu málstað-
arins, en síðan hefur talsvert mik-
ið safnast, bæði gamlar bækur og
nýjar. Þarna eru jafnt reyfarar sem
fræðirit, nýlegur íslenskur skáld-
skapur, þjóðleg fræði og erlendar
kiljur um allt milli himins og jarðar.“
Hróksmenn hafa á þessu ári sent
fjóra leiðangra til Grænlands, auk
þess að senda þangað mikið af vönd-
uðum og góðum fatnaði fyrir börn.
Hrafn segir að Hróksmenn stefni
að því að senda þrjá leiðangra til
viðbótar á árinu. „Markmið okkar
er ekki bara að útbreiða skákina,
heldur efla vináttu og samvinnu
grannþjóðanna á sem flestum svið-
um. Við erum allra þjóða heppnast-
ir með nágranna og ég hvet gesti
Menningarnætur til að kíkja við hjá
okkur milli 13 og 17. Við höfum gert
húsnæðið, sem Brim leggur til af
mikilli rausn, að skemmtilegri mið-
stöð fyrir Grænlandsvini og skák-
áhugamenn.“
Auk bóksölunnar verður f lóa-
markaður, þar sem kennir margra
grasa. Heitt verður á könnunni og
vöffluilmur í lofti.
Nemendur Óperuakademíunnar á æfingu fyrir sýninguna á Menningarnótt. Ljósmynd/Hari
óperuakadeMían
Söngvarar
framtíðarinnar
Opið á Menningarnótt
Ástin svífur yfir vötnum á heimavist Listaskólans. Fjórtán til átján ára nemendur Óperuakademíu
unga fólksins túlka lífið á vistinni með söng og leik. Nemendurnir, sem allir eru í söngnámi, hafa sótt
sumarnámskeið Óperuakademíu unga fólksins í Hörpu undir leiðsögn Elsu Waage, Antoniu Hevesi og
Jóhanns Smára Sævarssonar, sem segir hópinn afar efnilegan. Harpa Jónsdóttir annast stjórn Óperu-
akademíunnar. Sýningin er afrakstur námskeiðsins.
ó peruakademían er hug-mynd sem vaknaði hjá nokkrum aðilum sem koma
að íslensku óperunni og foreldrum
barna sem hafa verið í barnakór
óperunnar,“ segir Jóhann Smári
Sævarsson sem er einn leiðbein-
enda Óperuakademíunnar. „Þarna
eru krakkar sem falla fyrir þessu
listformi en eru á þeim aldri að þau
eru ekki gjaldgeng í óperukórinn
eða í það að syngja einsöng, en eru
of gömul til þess að vera ennþá í
barnakórum. Þau eru öll komin af
stað í söngnám og dreymir um að
fara út í þetta af fullri alvöru,“ segir
hann. „Við erum búin að vera með
þrískipt námskeið fyrir þau. Þau
fara í söngtíma hjá Elsu Waage, og
óperuþjálfun hjá Antoniu Hevesi
sem er aðal píanóleikari óperunnar.
Svo koma þau til mín í leiklist,“ segir
Jóhann. „Þau læra öll eina aríu, einn
dúett og smá samsöng. Núna er ég
að leikstýra þeim, setja saman það
sem þau hafa lært og gera eina sýn-
ingu. Tónlistin er úr öllum áttum og
við tökum atriðin og innihald text-
anna og röðum þessu saman,“ segir
hann. „Harpa Jónsdóttir er foreldri
í hópnum og hún skrifaði handrit
þar sem hún færir þetta í eina heild
og söguþráðurinn er um krakka
sem eru í heimavist í listaháskóla.
Ég reyndi svo að leikstýra þannig
að færa aríurnar í stílinn. Dúett úr
Don Giovanni er til dæmis færður í
þessa sögu, þó svo að Don Giovanni
sjálfur komi ekkert við sögu,“ segir
Jóhann. „Krakkarnir eru á aldrinum
14 til 19 ára og þetta er að verða að
mjög skemmtilegri sýningu. Þetta
er fyrsta árið okkar og er að ganga
það vel að ég efast ekki um að við
munum halda þessu áfram, þó ekki
sé alveg vitað í hvað formi það verð-
ur. Krakkarnir eru að læra mjög
mikið og geta ekki beðið eftir því
að koma fram í Hörpu á laugardag-
inn. Þetta er mikið ævintýri,“ segir
Jóhann Smári Sævarsson hjá Óperu-
akademíunni. Sýningin Alls konar
ást er flutt í Norðurljósasal Hörpu á
Menningarnótt kl 17.30.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
www.gilbert.is
Við þökkum Reykjavíkurborg og
samstarfsaðilum fyrir heiðurinn
Ferðamannaverslun
ársins 2013
Það verður
mikið líf í
miðborginni
um helgina
enda langur
laugardagur
og Food &
Fun nær
hámarki
sínu. Auk
þess verður
heljarinnar
matarmark-
aður í Hörpu.
Skólavörðustíg 14 sími 571-110
Frábær
skemmtun.
Spennandi
afþreying í
Reykjavík.
Fiskislóð 31, Sími 777-8808 Laugavegi 53b, sími 552-3737
MATHÚS
Templarasundi 3, sími 571 1822
GóðuR biti í hádeGinu blue laGoon veRSlun, la G veGi 15
Laugavegi 44 sími 562-2466
nýiR FylGihlutiR FyRiR SumaRið
SpAri, Sport og SkólAFöt
nýjaR v RuR voR/SumaR 2014 StReyma inn.
Matarveisla í
miðborginni
Miðborgin Food & Fun og VetrarMarkaður búrsins uM helgina
Fjölmargir bændur og smærri matarframleiðendur munu selja vörur sínar á matarmarkaði í Hörpu á laugardag. ljósmyndir/helga björnsdóttir
Á hugafólk um góðan mat ætti að leggja leið sína í Hörpu á laugardag. Þar fer
fram kokkakeppni matarhátíðar-
innar Food & Fun og matarmark-
aður Búrsins.
Kokkakeppni Food & Fun
hefst klukkan 13 á laugardag í
Norðurljósasal Hörpu. Nokkrir
erlendir gestakokkar keppa sín
á milli um titilinn Food & Fun
matreiðslumaður ársins að þessu
sinni en meðal gesta í ár eru afar
færir kokkar að utan. Alþjóðlegir
dómarar matreiðslu- og veitinga-
manna skera úr um hver ber sigur
úr býtum.
Veitingastaðirnir sem taka þátt
í hátíðinni munu bjóða gestum að
bragða á dýrindis mat úr hágæða
íslensku hráefni.
Food & Fun er fyrir löngu orðin
vel þekkt matarhátíð úti í heimi
enda hafa margir gestakokkar á
hátíðinni öðlast sína fyrstu alþjóð-
legu viðurkenningu hér. Til að
mynda Rene Redzepi, eigandi og
yfirkokkur veitingahússins Noma
í Kaupmannahöfn, sem hefur tví-
vegis verið útnefnt besta veitinga-
hús veraldar.
Stærsti matarmarkaður lands-
ins verður haldinn í Hörpu á
laugardaginn. Það er ljúfmetis-
verslunin Búrið sem stendur fyrir
markaðinum og stendur hann frá
klukkan 11-17. Á markaðinum
munu bændur, framleiðendur og
neytendur bera saman bækur
sínar og stunda viðskipti. Ein-
kunnarorð Vetrarmarkaðarins eru
„Uppruni, umhyggja og upplifun“
og öruggt má telja að allir finna
eitthvert góðmeti við sitt hæfi.
Svipaður markaður var haldinn í
Hörpunni fyrir jólin og vakti hann
mikla lukku.
58 miðborgin Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014
Laugavegi 6 • sími: 533-2291 • www.timberland.is
T sundi 3 og Grandagarði 16
Grandagarði 8
Laugarvegi 6 og Kringluni