Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 21.08.2015, Blaðsíða 24
É g anga auðvitað alltaf af gras­lykt þvi ég ber kannabisolí­una líka á mig. Ég segi stund­ um að ef barnabörnin komast í tæri við kannabis seinna meir eiga þau eftir að segja að þetta sé alveg eins lykt og var alltaf af henni ömmu. Við höfum mikið hlegið að þessu,“ segir Linda Mogensen sem hafnaði hefð­ bundinni læknismeðferð við krabba­ meini og notar þess í stað kannabis­ olíu. Hún notar einn millilítra á dag og skiptir dagsskammtinum í fjóra jafna hluta. „Mér líður vel, ég er ekki lasin og ég ber það sannarlega ekki með mér að vera í miðri krabba­ meinsmeðferð,“ segir hún. Létt graslykt tekur á móti mér þegar ég kem inn í íbúðina hennar Lindu í miðbæ Reykjavíkur. Hún faðmar mig þétt og hlýlega þó við höfum aldrei áður hist og raunar bara tvisvar sinnum talað saman í síma. „Ég er auðvitað „stóned“ alla daga,“ segir hún og brosir. En þrátt fyrir að hafa hitt fjöldan allan af fólki undir áhrifum kannabisefna í gegn um árin hefði ég aldrei giskað á það að þessi kona væri „stóned“ nema af því hún sagði mér það. Og fyrir utan graslyktina. Hún býður mér upp á lakkrísrótarte, lífrænt hreint súkkulaði og valhnetur, og segist ekkert láta ofan í sig nema það sé lífrænt. „Ég er ekki bara að nota olíuna heldur er ég að taka allt í gegn. Á hverjum morgni ríf ég mig upp úr rúminu, fer í sund og hjóla. Ég fæ mér daglega hveitigras og gulrótarsafa. Þetta er vinnan mín núna, að verða heilbrigð á ný,“ segir hún. Stundaði jóga 1972 Linda varð sextug í vor og hefur fyrir löngu tileinkað sér heilbrigð­ an lífsstíl. „Ég var byrjuð að stunda jóga árið 1972 þegar enginn vissi hvað jóga var. Við systkinin gerð­ umst grænmetisætur á svipuðum tíma, þegar ég var unglingur. Ég Ég trúi að kannabisolían lækni mig af krabbameini Linda Mogensen neytir kanna- bisolíu daglega og er sann- færð um að olían lækni sig af krabbameini. Hún er einn fjölmargra Íslendinga sem nota kannabisolíu í lækninga- skyni jafnvel þó að það sé ólöglegt. Lögreglan gerði upp- tæka olíu sem Linda reyndi að smygla til landsins en málið var látið falla niður. Barna- börnin eru vön því að finna graslykt af ömmu sinni og hún segir jákvætt að þau sjái hvað ömmu líður vel á meðan á krabbameinsmeðferð stendur. Markmið Lindu er að rækta sitt eigið kannabis. þótti auðvitað bara skrýtin en núna eru allir að stunda jóga og gerast grænmetis­ ætur,“ segir hún og gefur lítið fyrir álit annarra á sér. Hún greindist með 3. stigs krabbamein í smágirni í meltingarveginum í október í fyrra. „Ég vissi strax að ég ætlaði að fara óhefðbundnar leiðir,“ segir hún og kom því aldrei til greina að hún færi í lyfjameð­ ferð. „Meinið var tekið með skurðaðgerði sem gekk mjög vel og eftir að hafa kynnt mér hina ýmsu möguleika ákvað ég að nota kannabisolíu til lækninga.“ Kannabisolía nýtur vaxandi vinsælda hjá fólki sem telur hana geta læknað hina ýmsu sjúkdóma, til að mynda krabbamein, en hefðbundin læknavísindi gefa almennt lítið fyrir áhrifamátt kannabisolíu til lækn­ inga. Hér á landi eru kannabisefni ólögleg en mikil umræða hefur átt sér stað víða í hinum vestræna heimi um hvort leyfa eigi kannabis í lækningaskyni og samþykktu frönsk stjórnvöld til að mynda lög þess efnis í fyrra. Afglæpavæðing vímuefna er annar angi af þessari umræðu en þeir sem nota kannabisolíu til lækninga eru al­ mennt ekki að leita að vímunni enda bugast margir hreinlega undan vímuáhrifunum eftir að hafa neytt sem nemur 1 millilítra af olíu vikum og mánuðum saman, en til að framleiða 1 millilítra af kannabisolíu þarf 7­10 blóm. Linda Mogensen neytir eins millilítra af kannabisolíu daglega og trúir því að olían lækni hana af krabbameini. Ólöglegt er að neyta kannabisolíu á Íslandi en Linda segir að umræða sé forsenda breytinga. Mynd/Hari Framhald á næstu opnu Ég get ekki séð að það skaði neinn að ég sé heima hjá mér með þrjár plöntur. 24 viðtal Helgin 21.-23. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.