Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.08.2015, Side 4

Fréttatíminn - 21.08.2015, Side 4
B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is Bodrum Frá kr. 129.900 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 129.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 138.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 10. sept í 11 nætur Ayaz Aqua SÉ RT ILB OÐ veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Víða rigning, einkum framan af degi. HVass á Vestfjörðum HöfuðborgarsVæðið: RigniR fRaman af en síðan að mestu þuRRt, en skýjað. fremur milt Víðast. rigning með köflum, einkum s-lands. HöfuðborgarsVæðið: HoRfuR á Rigningu a.m.k. annað slagið. sa-átt, og að mestu þurrt norðan- og austanlands, annars skúrir eða rigning. HöfuðborgarsVæðið: skýjað og smáskúRiR. spáð er bleytu á menningarnótt lægðasvæði verður á hringsóli suður og suðvestur af landinu þessa helgina. það snýr í kring um sig úrkomubökkum og því verður víðast lengst af skýjað og rigning með köflum um nánast allt land. Fremur milt, en þó ekki á Vestfjörðum þar sem blása mun af na. eitt þessara úrkomusvæða verður sennilega yfir suðvestanverðu landinu á laugardag frá því um hádegi og fram á kvöldið, en vindur fremur hægur. na-lands rofar til á sunnudag en annars skúrir. 15 8 12 15 13 12 8 15 14 11 14 9 14 15 13 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is v ið viljum að innkaupalistar skólabarna verði lagðir af,“ segir Erna Reynisdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaheilla en samtökin hafa sent þingmönnum og sveitarfé- lögum áskorun um að tryggja börnum rétt sinn til að stunda grunnnám án endurgjalds. Innkaupalistar grunn- skólabarna eru mjög misjafnir eftir skólum en samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla er óheimilt að krefja nem- endur í skyldunámi um greiðslu fyrir kennslu, námsgögn eða annað sem þeim er skylt að nota í náminu. Þrátt fyrir það er nemendum afhentur inn- kaupalisti við upphaf hvers skólaárs, en þeir eru mismunandi eftir skólum. Kostnaðurinn getur verið yfir tíu þús- und krónur. glufa í lögunum Í grunnskólalögum frá árinu 2008 segir að skyldunám skuli veitt nemendum að kostnaðarlausu en að sveitarfélögum sé ekki skylt að leggja nemendum til ritföng, pappír og önnur gögn sem eru til persónulegra nota, eins og sundföt og leikfimiföt. „Það er þessi glufa í lögunum um að ekki sé skylt að leggja nemendum til gögn til persónulegra nota, eins og ritföng og pappír, en það er ekki skilgreint hvað persónuleg not þýða. Að okkar mati eru ritföng sem börn nota í skólanum ekki persónuleg not heldur nauðsynlegur hluti af náms- gögnum sem skólinn á að útvega,“ segir Erna og bætir því við að öll börn eigi rétt á grunnmenntun án endurgjalds samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest. Þrátt fyrir að aðild hafi verið staðfest árið 1990 hafi sá siður að grunnskólar sendi út lista til foreldra yfir gögn sem ætlast er til að þeir útvegi ekki verið aflagður. þröngt í búi hjá fjölda manns „Barnasáttmálinn var lögfestur árið 2013 og það er ýmislegt sem hefur þurft að fylgja eftir síðan þá, eins og þetta mál. Ef við ætlum að fylgja barnasáttmálanum eftir þá er eðlilegt að allt sem við kemur skólagöngu sé fullkomlega gjaldfrjálst. Við vitum að það er fjöldi manns sem er þröngt í búi hjá og það munar um svona upphæðir, ekki síst ef börnin eru fleiri en eitt. Við vonum að þessari glufu í lögunum verði breytt svo það sé ekki þessi möguleiki hjá sveitarfélögum að skilgreina nauðsynleg námsgögn sem persónuleg gögn. Við vitum að þetta á ekki eftir að gerast strax í haust en það þarf að leita annarra leiða til að kosta þennan hluta skólagöngunnar og við erum að vekja at- hygli á því. Börn eiga ekki að þurfa að finna fyrir því að foreldrar hafi misjafnt á milli handanna þegar kemur að skólagöngu.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  vikan sem var Mikil fólksfjölgun landsmönnum gæti fjölgað um 17.500 á tímabilinu frá 2014 til 2018 ef spár Hag- stofu íslands ganga eftir. Frumsýnir í Toronto þrestir, kvikmynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar, verður frumsýnd á al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í toronto í næsta mánuði. þrestir verða frum- sýndir hér á landi hinn 16. október. auk kvikmyndar Rúnars verður heimildar- myndin sjóndeildarhringur eftir friðrik þór friðriksson sýnd á hátíðinni sem og Hrútar gríms Hákonarsonar og sjónvarps- þættirnir Ófærð. Tvöfalt stærri veitingastaður Veitingastaður ikea í garðabæ verður tvöfaldaður á næstunni. maturinn á nýja svæðinu verður í fínni kantinum. stækk- unin kostar um sex hundruð milljónir króna. Hærri laun í Borgarleikhúsinu en Þjóðleikhúsinu leikarar í þjóðleikhúsinu telja sig grátt leikna eftir ákvörðun gerðardóms í síðustu viku. laun leikara í þjóðleikhúsinu eru nú 20 prósent lægri en hjá kollegum þeirra í Borgarleikhúsinu. Sveikt út 14 milljónir kona á sex tugs aldri hef ur verið ákærð fyr ir að svíkja rúm lega 14,2 millj ón ir króna út úr trygg inga stofn un rík is ins. Henni er gefið að sök að hafa nýtt í eig in þágu fjár muni sem stofn un in hafði greitt í lífeyri til lát inn ar konu. brynja ráðin menningar- ritstjóri fjölmiðlakonan Brynja þorgeirs- dóttir hefur verið ráðin menn- ingarritstjóri kastljóss á RúV. eins og fram hefur komið er þóra arnórsdóttir nýr ritstjóri kastljóss og mun vegur menningarumfjöll- unar verða aukinn í þættinum samfara lengdum útsendingartíma. Brynja var sem kunnugt er ritstjóri menningarþáttarins Djöflaeyjunnar en hann var tekinn af dagskrá og menningarumfjöllunin verður í staðinn felld inn í kastljós.  skólamál grunnnám án endurgjalds samkvæmt túlkun sveitarfélaganna á grunnskólalögum flokkast pappír og ritföng sem persónuleg not, og eru því ekki nauðsyn- legur hluti af skólagöngu barna. „að okkar mati eru ritföng sem börn nota í skólanum ekki persónuleg not heldur nauðsynlegur hluti af námsgögnum sem skólinn á að útvega,“ segir erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Vilja afnema inn- kaupalista skólabarna Í upphafi skólaárs er íslenskum grunnskólabörnum afhentur innkaupalisti þrátt fyrir að það sé óheimilt samkvæmt aðalnámskrá, grunnskólalögum og Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla segir glufu í lögum um grunnskólanám gefa sveitarfélögum svigrúm til að rukka foreldra um gögn sem séu öllum börnum nauðsynleg til skólagöngu. samtökin hafa sent þingmönnum og sveitarfélögum áskorun um að tryggja öllum börnum grunnnám án endurgjalds. á innkaupalistum grunnskólabarnanna er að finna hluti sem börnunum er skylt að nota í náminu. sem dæmi má nefna inn- kaupalista fyrir 1. bekk í árbæjarskóla; 1 lausblaðamappa, 1 harðspjaldamappa, 1 stk. tímaritabox, netpoki með rennilás, 4 þunnar plastmöppur, 5 plastvasar, a4 verkefnabók, a5 bók, sögubókin mín, litabók, íþróttafatnaður, íþróttataska, sundfatnaður og sundgleraugu, auk pennaveskis með pennum, litum, strokleðri, yddara og skærum. á Heimkaup.is kosta þessar vörur tæpar 7.000 kr. 4 fréttir Helgin 21.-23. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.