Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 15

Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 15
1. tbl. 2008 | ský 15 Raggi Bjarna ráðið vinnutíma sínum sjálfir og stokkið upp á svið á milli túra án þess að spyrja nokkurn um leyfi. Og Ragnar var í þessum hópi, bifreiðastjóri og söngvari. Sorgin knýr dyra Svavar Gests stjórnaði húshljómsveitinni í Breiðfirðingabúð 1954-1955. Þegar Ragnar hætti á Röðli réð Svavar hann sem lausamann í hljómsveit sína. Svavar var snjall auglýsingamaður og gerði ýmislegt til að auka aðsóknina. Hann fékk t.d. erlendar söngkonur og skemmtikrafta til að koma fram í Búðinni. Haustið 1955 breyttist rekstur Breiðfirðingabúðar og hljómsveitin missti samninginn. Millibilsástand skapaðist hjá Ragnari sem stundaði aksturinn af kappi. Flest benti til þess að það yrði meginstarf hans næstu áratugina þegar faðir hans veiktist skyndilega eftir að hafa spilað á dansleik síðsumars 1955. Bjarni var lagður inn á sjúkrahús illa haldinn af lungnakrabbameini. Það dró mjög af honum og hann andaðist 21. nóvember 1955, á 55 ára afmælisdegi sínum. Ragnar sat hjá föður sínum þegar hann kvaddi jarðvistina. Tæpum áratug áður hafði sorgin knúið dyra í þessari litlu fjölskyldu þegar Ómar Örn Bjarnason, bróðir Ragnars, dó tæplega 14 ára af völdum hrörnunarsjúkdóms í ágúst 1946. Félagar Bjarna voru harmi slegnir yfir fráfalli hans og syrgðu frumkvöðulinn sem hafði m.a. verið fulltrúi FÍH í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá stofnun hennar. Þetta var ákaflega erfiður tími fyrir fjölskylduna en Ragnar lét áfallið ekki buga sig. Hann var kominn með sína eigin fjölskyldu, átti eiginkonu og tvö ung börn og varð að halda sínu striki þótt sorgin hvíldi á honum. Rokkið mætir í bæinn Ragnar hóf samstarf við Svavar Gests á nýjan leik í ársbyrjun 1956 og var með hljómsveit hans í Breiðfirðingabúð og víðar allt árið. Hann söng einnig öðru hvoru með dixieland-hljómsveitinni ,,Allir edrú“ en aðalaðdráttaraflið í Breiðfirðingabúð síðsumars og haustið 1956 var hin þeldökka Maureen Jemmett sem skemmti í anda Josephine Baker. Rokkið var það nýjasta í tónlistinni og helsta leiðin til að draga ungt fólk á böllin var að kynna ný rokklög í hverri viku. Reynt var að höfða til unglinganna með því að birta andlitsmynd af söngvaranum og undir myndinni stóð að Ragnar myndi syngja ný rock’n’roll lög frá frá 10,30-11,30. Þetta var í vetrarbyrjun 1956 og auglýsingarnar snarvirkuðu enda fór rokkbylgjan hraðferð um heiminn. KK-sextettinn var heitasta hljómsveit landsins á þessum tíma en hún lék aðallega djasskennda danstónlist. Þegar söngkonan Sigrún Jónsdóttir forfallaðist haustið 1956 þurfti að bregðast hratt við því sextettinn var bókaður í Sevilla-klúbbnum á Keflavíkurflugvelli. Kristján Kristjánsson hafði skroppið til Bretlands til að ráða erlenda söngkonu sem átti að syngja með hljómsveitinni um tíma. Strákarnir í sextettinum urðu að bjarga sér sjálfir á meðan. Jóni Sigurðssyni bassaleikara datt í hug að biðja leigubílastöðina um að kalla á Ragnar og spyrja hvort hann væri til í að bjarga málunum. Hann mætti á æfingu í Austurbæjarbíói og samþykkti að fara með strákunum á Völlinn. Þrátt fyrir að Ragnar væri bara með nokkra texta hjá sér í bílnum komst hann í gegnum kvöldið án mikilla vandræða og vakti hrifningu hermannanna. Ragnar var fyrsti karlsöngvarinn sem kom fram með íslenskri hljómsveit á Vellinum því fram að þessum tíma höfðu söngkonur eingöngu sinnt því starfi. Þegar Kristján sneri heim frá Bretlandi voru strákarnir í sextettinum ólmir í að ráða Ragnar í hljómsveitina. Atvinnumaður í söng Ragnar söng aðallega með Hljómsveit Svavars á þessum tíma en einnig öðru hvoru með KK-sextettinum. Þórunn Pálsdóttir fyllti skarð Sigrúnar fram til áramóta 1957, þá tók Þórunn Árnadóttir við þar til Ragnar gekk í KK-sextettinn í febrúar 1958. Hljómsveitin var fjögur kvöld í viku í Þórscafé, en Ragnar Jónsson veitingamaður hafði engan áhuga á að greiða fleiri tónlistarmönnum kaup og setti sig á móti ráðningu söngvarans. Strákarnir sættust á að hver og einn lækkaði sinn hlut til að Ragnar fengi einhver laun. Málinu var kippt í liðinn stuttu seinna þegar Kristján samdi við Ragnar í Þórscafé um að hann greiddi nafna sínum föst laun. KK-sextettinn var atvinnuhljómsveit og meðlimirnir í fullu starfi. Það átti að vera frí á fimmtudögum en það kom stundum fyrir að sextettinn var bókaður þá daga líka. Æfingar voru fimm daga vikunnar og stöðugt verið að æfa ný lög sem voru útsett sérstaklega af meðlimum sextettsins. Ragnar varð að læra lög og texta í hverri viku, en rokkið var þess eðlis að mönnum fannst ekki taka því að leggja slíka músík á minnið. Strákarnir í sextettinum spiluðu allir eftir nótum og Ragnar notaði söngtexta þegar hann var að læra nýju lögin. Rokkið var ungæðisleg tónlist sem djassistum fannst einum of einföld til að geta staðist tímans tönn. Eftirsóttur söngvari Lífið í KK-sextettinum var ævintýri líkast. Mikið að gera, hópurinn fjörugur og samheldinn og alltaf eitthvað nýtt í gangi. Kristján hélt vel utan um mannskapinn, hafði reglu á hlutunum og tryggði að áfengi væri ekki haft um hönd. Eftir dansleiki kom fyrir að slett væri úr klaufunum, en Kristján hélt sig til hlés enda stakur bindindismaður. KK-sextettinn starfaði mestmegnis á suðvesturhorninu á veturna en spilaði víða um landið á sumrin. Tónlistardagskráin var hæfileg blanda af djassi og dægursöngvum Fimmta skipan Hljómsveitar Ragnars þegar María Helena söngkona starfaði með strákunum. F.v. Carl Möller, Árni Scheving, Stefán Jóhannsson, Helena og Ragnar, Jón Sigurðsson og Eyþór Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.