Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 29

Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 29
Hvenær vaknaði sú hugmynd að halda kvikmyndahátíð á Egilsstöðum? Þessi hugmynd að halda vídeólistahátíð var búin að krauma inni í mér í nokkur ár. Ég fór í nám til Frakklands og síðar til Bretlands og vann bæði eftir mitt framhaldsnám í listum við listir og einnig sem stundakennari í listaháskóla í Manchester. Ég var reyndar búin að gleyma þessu en fyrrverandi kollegi minn í Bretlandi minnti mig á þetta þegar að við fórum út með hátíðina sl. haust. Svo hefur komið að framkvæmdinni? Já. Þegar að ég ákvað að flytja aftur til Íslands og hingað austur á land sá ég endalaus tækifæri. Hitti margt fólk sem var spennt fyrir nýjungum og það skemmtilegasta var að það reyndist ekki svo erfitt að fá styrki í að halda hátíðina. Nú er hún á þriðja aldursári og hefur dafnað vel. Ekki ertu ein að verki? Nei. Skemmtilegast er einmitt hve margir hafa komið að hátíðinni og hafa áhuga á að sýna myndir á henni. Hún er ennþá að þróast og hefur lengst í vikuhátíð með aukahátíðum erlendis. Í ár hefur okkur verið boðið að koma aftur til Manchester í Bretlandi, Arizona í Bandaríkjunum og einnig hefur okkur verið boðið að koma á nýja hátíð í Svíþjóð og halda fyrirlestur um okkar reynslu. Koma einhverjir listamenn á hátíðina sjálfir? Við reynum að fá sem flesta af þeim hingað austur, en náum ekki að bjóða nema tveimur listamönnum því að við erum með sérstök peningaverðlaun fyrir „mynd hátíðarinnar“ og „íslenska mynd hátíðarinnar“. Mér fannst alltaf mikilvægt að geta gefið eitthvað til baka til listamannanna sjálfra því að ég hef sjálf sent myndir á svona hátíðir út um allan heim og yfirleitt fær maður aldrei neitt til baka sjálfur. Stundum fær listamaðurinn ekki einu sinni verkin sín til baka – þannig að fyrir mér var þetta mikilvægt atriði að geta gefið smá til baka! Hvernig er hægt að halda uppi svona menningarstarfsemi á landsbyggðinni? Við hefðum aldrei getað haldið þessa hátíð án hjálpar frá Fljótsdalshéraði og hún er haldin í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs. Það eru líka fleiri sem styrkja okkur og ég hvet alla til að skoða heimasíðuna okkar www.700.is til að kíkja á það og fleiri upplýsingar. sky, Alltaf mikilvægt að geta gefið eitthvað til baka Kvikmyndahátíðin 700IS Hreindýraland verður haldin á Egilsstöðum 29. mars til 5. apríl. Af því tilefni tókum við Kristínu Scheving tali en hún hefur borið hitann og þungann af starfinu undanfarin ár. 1. tbl. 2008 | ský 2 Listir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.