Ský - 01.02.2008, Side 61

Ský - 01.02.2008, Side 61
1. tbl. 2008 | ský 1 vissulega heildaráhættu í starfseminni. KEA á hluti í fjölda fyrirtækja og er stærð þeirra allt frá 10% upp í 70%; þar má nefna Þekkingu, Ásprent Stíl, Frost, Hreinsitæki, Miðlun, Sandblástur og málmhúðun, Slippinn, Útgáfufélagið og Tækifæri. KEA á stóran eignarhlut í Saga Capital fjárfestingabanka og er það stærsta einstaka eignin í dag en fyrsta hugmyndin að því verkefni kviknaði á borði KEA. Þá hefur KEA tekið þátt í samgönguverkefnum eins og félögunum Kjalvegi og Vaðlaheiðargöngum og eins RES Orkuháskóla sem er að hefja starfsemi á Akureyri. „Eignasafn okkar er alltaf á einhverri hreyfingu, enda er það eðli fjárfestingarfélaga og við höfum það ekki að markmiði að safna hlutabréfum. Við erum sífellt að leita tækifæra til nýrra fjárfestinga með áhugaverðum stjórnendum og meðfjárfestum og horfum víða í þeim efnum,“ segir Halldór. Kannanir - jákvæðar niðurstöður Ávinningur eigenda félagsins er margvíslegur, bætir Halldór við. KEA-kortið, sem um þessar mundir fagnar tveggja ára afmæli, er sennilega sýnilegasti hlutinn af starfsemi félagsins gagnvart eigendum þess. Um 15 þúsund manns á Eyjafjarðarsvæðinu ganga með það í veski sínu, en það veitir afslátt af margvíslegri vöru og þjónustu hjá um 70 aðilum á svæðinu. „Kortið er afskaplega mikið notað, við heyrum það bæði á félagsmönnum og eins viðskiptaaðilum,“ segir Halldór. „Viðtökurnar hafa verið einstaklega góðar, það merkjum við meðal annars af því að okkar viðskiptaaðilar eru mjög áfram um að endurnýja við okkur samninga, sem sýnir að þeir eru að fá eitthvað út úr þessum viðskiptum.“ Nýir starfshættir og stefna KEA hafa fallið í góðan jarðveg meðal félagsmanna. Reglulega eru gerðar viðhorfsmælingar og þar kemur fram að langflestir íbúar svæðisins eru mjög jákvæðir í garð félagsins, um eða yfir 90% svarenda í könnunum svara að jafnaði með þeim hætti. Sveigjanleiki - gott einkenni „Við erum tilbúin að taka þátt í alls konar verkefnum, stórum og smáum, við getum verið stórir hlutahafar í fyrirtækjum eða litlir, það ræðst m.a. af verkefnum og meðfjárfestum. Við leitumst við að taka þátt í fyrirtækjum þar sem eru öflugir stjórnendur og vænta má árangurs í rekstri og vaxtar. En almennt erum við opin fyrir öllu, erum alætur á verkefni ef svo má að orði komast, og gerum mikið af því að þreifa fyrir okkur og leita að spennandi tækifærum og hugmyndum. Sveigjanleiki hefur alltaf einkennt starfsemi þessa ágæta fyrirtækis og við teljum hann gott einkenni. Hvar okkur ber niður næst er því ómögulegt að segja til um á þessari stundu,“ segir Halldór. sky, „Nýir starfshættir KEA hafa fallið í góðan jarðveg meðal félagsmanna,“ segir Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA. „Sveigjanleiki hefur alltaf einkennt starfsemi þessa ágæta félags og við teljum hann gott einkenni,“ segir Halldór um fjárfestingar félagsins.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.