Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 63

Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 63
1. tbl. 2008 | ský 3 Bergmál hippatímans Haustið 1975 voru Bandaríkjamenn enn að komast yfir Watergatemálið, afsögn Nixons árið áður og umdeilda náðun Fords á forsetanum í september sama ár. Ford tók ákvörðun um náðun gegn ráðum nánustu samstarfsmanna. Margir litu svo á að Nixon hefði samið um náðun sem gjaldið fyrir afsögn. Náðunin þótti því dæmi um spillingu og samtrygginguna í Washington. Ford leit hana öðrum augum og bar jafnan fyrir sig hæstaréttardóm frá 1915 um að náðun væri staðfesting sektar og að sá sem tæki við náðun játaði sig þá sekan. Árið 2001 heiðraði stofnun, sem kennd er við John F. Kennedy fyrrum forseta, Ford fyrir pólitískt hugrekki sem hann þótti hafa sýnt með náðuninni. Úti í þjóðfélaginu gætti ýmissa strauma. Hippamenning, rokk og jafnréttisbarátta sjöunda áratugsins lá enn í loftinu. Lynette Fromme (1948) var millistéttarstúlka sem flosnaði upp úr skóla og fór á flakk 1969. Á ráfi í reiðileysi rakst hún á náunga að nafni Charles Manson (1934), smákrimma sem hafði alist upp við drykkjuskap og vandræði, verið síbrotamaður frá unga aldri og þegar sýnt af sér hrottaskap. Manson var nýkominn úr fangelsi og hafði kynnst ýmsum ungum stúlkum eins og Fromme. Manson kallaði þau „fjölskylduna“, fann þeim sveitabæ í eigu gamals manns til að búa á og lánaði honum Fromme sem hjásvæfu gegn því að þau fengju að búa á bænum. Manson nuddaði sér líka utan í stjörnur eins og Dennis Wilson í Beach Boys, hafði lært að spila á gítar af samfanga sínum og reyndi að nota sér sambönd til að láta taka upp lög með sér þótt hann kæmist ekki langt á því. Í „fjölskyldu“ Mansons Sumarið 1969 var Manson viðriðinn morð á tveimur mönnum sem hann átti í útistöðum við. Upp úr því fékk hann þá hugmynd að nú væri runninn upp tími dómsdags sem hann kallaði Helter Skelter, innblásið af Bítlalagi og Opinberunarbók Biblíunnar, þar sem svartir og hvítir áttu að berast á banaspjót. Fromme var ekki í hópnum sem Manson gerði út til að myrða þá sem bjuggu í húsi kvikmyndaleikstjórans Romans Polanski í Los Angeles Forsetar í skotlínunni Byssan í hendi Hinkleys, Reagan komið á brott særðum, Brady liggur í valnum. Gerald Ford Bandaríkjaforseti studdur af öryggisvörðum sínum. Morðtilræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.