Ský - 01.02.2008, Page 18

Ský - 01.02.2008, Page 18
1 ský | 1. tbl. 2008 lýði. Ragnar og Ómar höfðu rætt það sín á milli hvort það væri ekki meira spennandi fyrir landsbyggðarfólk að fá ómengaða skemmtun og dansleik á eftir í stað þess að þurfa að hlusta á ræður stjórnmálamanna í bland við gamanmál skemmtikrafta. Þegar ljóst var að tími héraðsmótanna var liðinn tókst Ragnari að véla Ómar og félaga sína til að róa á sömu mið sumarið 1972. Ómar var ekki viss um að þetta væri gerlegt því hann hafði nóg annað að sýsla. Ragnar var viss í sinni sök og byrjaði að semja leikþætti og undirbúa sumarvertíðina. Fyrsta skemmtun Sumargleðinnar var auglýst í Húnaveri sumarið 1972. Skemmtunin átti að hefjast kl. 21.00 en það var enginn mættur þegar klukkan var langt gengin í tíu. Skömmu seinna birtust fyrstu gestirnir og það var engu líkara en send hefðu verið út skilaboð um alla sveitina því það fylltist allt á augabragði. Skemmtunin og ballið tókust vonum framar og Sumargleðin naut þess að gleðja landann næstu sumur. Sumargleðin Meðlimir hljómsveitarinnar tóku jafnan virkan þátt í skemmtiatriðunum en skrautfjaðrir Sumargleðinnar voru m.a. Karl Guðmundsson eftirherma, Bessi Bjarnason, Magnús Ólafsson, Þuríður Sigurðardóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Halli og Laddi, að ógleymdum Hermanni Gunnarssyni og Þorgeiri Ástvaldssyni sem störfuðu í Sumargleðinni síðustu árin. Undirbúningur hófst upp úr áramótum á hverju ári þegar liðið hittist í klukkutíma í senn og lét allt vaða. Það var bullað og hlegið og grínað út í eitt, en er leið að vori var valið úr bröndurum og grínatriðum. Ómar var einn mikilvægasti hlekkurinn í Sumargleðinni. Hann var í fullu starfi sem dagskrárgerðar- og fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu og hélt einnig úti eigin skemmtidagskrá með undirleikara árið um kring. Hann var ætíð mjög upptekinn og kom sér sjálfur milli staða á flugvél sinni á meðan hinir óku um landið í hljómsveitarrútunni. Ómar mætti jafnan síðastur og var rokinn um leið og sýningum lauk. Svona gekk þetta í 15 sumur. Sumargleðin var á ferð og flugi um landið og datt ekki einu sinni í hug að bjóða íbúum höfuðborgarsvæðisins upp á þessa makalausu skemmtun. Sumarið 1980 gaf Sumargleðin út fyrri breiðskífu sína, kom fram á fjölskylduhátíð á Laugardalsvelli 17. júní og í 30 samkomuhúsum víðsvegar um landið. Þorgeir Ástvaldsson var nýliðinn í hópnum og það skapaðist mikil stemning fyrir því að ljúka vertíðinni á Hótel Sögu sunnudaginn 17. ágúst 1980. Það var eiginlega uppselt fyrirfram, en það vissi fólkið ekki sem myndaði langa röð fyrir utan Hótel Sögu þegar miðasalan hófst 16. ágúst. Þeir fremstu fengu miða en aðrir urðu frá að hverfa óhressir í bragði. Þeir skildu ekkert í því hvernig allir miðarnir gátu klárast á 20 mínútum. Hekla byrjaði að gjósa á sunnudaginn 17. ágúst og Ómar flaug austur með sjónvarpstökulið. Það voru litlar líkur á að hann kæmist að austan í tæka tíð fyrir skemmtunina. En þegar skemmtunin átti að hefjast fór rafmagnið af vesturbæ Reykjavíkur. Þetta varð til þess að öll dagskráin frestaðist og Ómar komst í bæinn nánast um leið og rafmagnið kom aftur. Fram að þeim tíma hafði hljómsveitin bjargað málum með því að spila órafmagnaða tónlist fyrir matargesti við kertaljós í Súlnasal. Þessa skemmtun endurtók Sumargleðin í september fyrir þá fjölmörgu sem fengu ekki miða í ágúst. Þetta leiddi til þess að Sumargleðin var bókuð alveg fram að jólum í Súlnasal og varð það fastur liður næstu árin. Undir það síðasta var haust og jólavertíð Sumargleðinnar á veitingastaðnum Broadway við Álfabakka. Sumargleðin fór í síðustu landsreisuna 1986, en þá var markaðurinn orðinn svo breyttur að menn töldu ekki ráðlegt að halda þessu áfram. Dagskrárgerð og eigin rekstur Næstu árin starfaði Ragnar við tónlist samhliða starfi sínu sem bílasali hjá Sveini Egilssyni og seinna hjá Fiatumboðinu. Hann rak um tíma söluturn í Iðufelli í Breiðholti en gerðist dagskrárgerðarmaður á Effemm 95,7 árið 1991. Seinna sinnti hann samskonar starfi á Aðalstöðinni, var með Þórskabarett um tíma í Þórskaffi og starfaði með hljómsveitinni Smellum í Danshúsinu Glæsibæ. Hann gerði einnig mikið af því að koma fram einn og spilaði þá undir eigin söng á píanó. Sumargleðin kom aftur saman í febrúar 1994 og hélt fjölda skemmtana á veitingastaðnum Hótel Íslandi. Árið eftir stofnsetti Ragnar bílaleiguna R.B. bíla sem hann starfrækti í tæpan áratug. Á þessum tíma fékkst hann einnig við sönginn og fór m.a. að koma fram með Milljónamæringunum. Hann tók upp nokkur lög með Millunum, þ.á m. Nirvana-gruggrokkslagarann Feels Like Teen Spirit í skemmtilegri sveifluútfærslu. Ragnar söng inn á fjölda lítilla platna á sjötta og sjöunda áratugnum, en gerði sína fyrstu langspilsplötu 1971. Þar söng Sigrún ,,Diddú“ Hjálmtýsdóttir söng með Sumargleðinni um tíma og þau Ragnar sungu dúett í ,,Ég bíð þér upp í dans“ á plötunni Bráðabirgðabúgí sem Spilverk þjóðanna gaf út 17. Raggi Bjarna

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.