Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 54

Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 54
54 ský | 1. tbl. 2008 úrubarn, virtist líða áfram fyrirhafnarlaust á sínum mikla hraða, sem skilaði honum í mark í 400 metrunum á 48,0 sekúndum. Íslandsmet hans stóð í tvo áratugi. Báðir voru nálægt verðlaunasæti sem og 4x100 metra boðhlaupssveit Íslands. Gallsteinakast á versta tíma Gullaldarhlaupararnir hættu keppni á árunum 1951-53 en Ásmundur Bjarnason hélt áfram til 1954 en vegna óhapps var hann hársbreidd frá að kom- ast áfram í 200 metra hlaupi á EM í Bern. Vegna þess að þjálfari hans fékk gallsteinakast og Ásmundur tafðist svo að hann fór kaldur í hlaupið. Spretthlauparaævintýrið gat auð- vitað ekki haldið áfram hjá afskekktri örþjóð með kaldasta og stysta sumar á byggðu bóli, en tveir hlauparar komu þó fram á árunum 1955 - 1960 sem taka má í hóp hinna tólf bestu, Hilmar Þorbjörnsson og Þórir Þorsteinsson. Þórir var gríðarlegur keppnismaður, sem gerði harða hríð að meti Guðmundar í 400 metra hlaupi og Hilmar Þorbjörnsson er kannski sá hlaupari sem oftast yrði orð- aður við það að vera besti spretthlaupari sem Ísland hefur alið. Haukur Clausen og Hörð­ur Haraldsson koma þar einnig til greina, og er þá miðað við þann ham sem þeir komust í 1950. Bæta má við Oddi Sigurð­ssyni, sem ég kem síðar að. Borðaði ekki brauð og var alltaf að togna Ég horfði á Hilmar setja Íslandsmet í 100 metra hlaupi 1957 sem er elsta Íslandsmetið í dag, 10,3 sekúndur. Hann var tíu metrum á undan næsta manni og snerpa hans og kraftur voru ógleymanleg. Hann jafnaði einnig Norðurlandamet Hauks í 200 metra hlaupi. Gaselludrengirnir höfðu flestir sín sérkenni. Haukur var yfirleitt seinn af stað en kannski var hann fljótastur allra á skriðinu. Þá hljóp hann í sitjandi stellingu sem ýmsir töldu galla en stórhlauparinn Michael Johnson sýndi fram á 46 árum síðar að var jafn rétt og stell- ing og hver önnur. Finnbjörn var orðlagður fyrir að vera sá fljótasti í startinu og hlaupa léttilegast allra. Hörð­ur var þeirra hávaxnastur, 1,92 metrar, en var sífellt að togna Afreksmenn Hann fé­kk lánaða skó, hé­ðan og þaðan, en í kast- greinunum varð hann að vera í skóm af Jóel Sigurðssyni en þeir voru tveimur númerum of stórir. Á gullaldarárunum var áhorfendaskari allan hringinn á Melavellinum á frjálsíþrótta- mótum sem voru mun betur sótt en knattspyrnuleikir. Boðhlaupssveitin í 1.000 metra boðhlaupinu í lands- keppni við Dani. Frá vinstri: Guðmundur Lárusson, Ásmundur Bjarnason og Clausenbræður. Finnbjörn Þorvaldsson varð Norðurlandameistari 14 í 100 og 200 metra hlaupi - og setti Íslandsmet í báðum greinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.