Ský - 01.02.2008, Síða 54

Ský - 01.02.2008, Síða 54
54 ský | 1. tbl. 2008 úrubarn, virtist líða áfram fyrirhafnarlaust á sínum mikla hraða, sem skilaði honum í mark í 400 metrunum á 48,0 sekúndum. Íslandsmet hans stóð í tvo áratugi. Báðir voru nálægt verðlaunasæti sem og 4x100 metra boðhlaupssveit Íslands. Gallsteinakast á versta tíma Gullaldarhlaupararnir hættu keppni á árunum 1951-53 en Ásmundur Bjarnason hélt áfram til 1954 en vegna óhapps var hann hársbreidd frá að kom- ast áfram í 200 metra hlaupi á EM í Bern. Vegna þess að þjálfari hans fékk gallsteinakast og Ásmundur tafðist svo að hann fór kaldur í hlaupið. Spretthlauparaævintýrið gat auð- vitað ekki haldið áfram hjá afskekktri örþjóð með kaldasta og stysta sumar á byggðu bóli, en tveir hlauparar komu þó fram á árunum 1955 - 1960 sem taka má í hóp hinna tólf bestu, Hilmar Þorbjörnsson og Þórir Þorsteinsson. Þórir var gríðarlegur keppnismaður, sem gerði harða hríð að meti Guðmundar í 400 metra hlaupi og Hilmar Þorbjörnsson er kannski sá hlaupari sem oftast yrði orð- aður við það að vera besti spretthlaupari sem Ísland hefur alið. Haukur Clausen og Hörð­ur Haraldsson koma þar einnig til greina, og er þá miðað við þann ham sem þeir komust í 1950. Bæta má við Oddi Sigurð­ssyni, sem ég kem síðar að. Borðaði ekki brauð og var alltaf að togna Ég horfði á Hilmar setja Íslandsmet í 100 metra hlaupi 1957 sem er elsta Íslandsmetið í dag, 10,3 sekúndur. Hann var tíu metrum á undan næsta manni og snerpa hans og kraftur voru ógleymanleg. Hann jafnaði einnig Norðurlandamet Hauks í 200 metra hlaupi. Gaselludrengirnir höfðu flestir sín sérkenni. Haukur var yfirleitt seinn af stað en kannski var hann fljótastur allra á skriðinu. Þá hljóp hann í sitjandi stellingu sem ýmsir töldu galla en stórhlauparinn Michael Johnson sýndi fram á 46 árum síðar að var jafn rétt og stell- ing og hver önnur. Finnbjörn var orðlagður fyrir að vera sá fljótasti í startinu og hlaupa léttilegast allra. Hörð­ur var þeirra hávaxnastur, 1,92 metrar, en var sífellt að togna Afreksmenn Hann fé­kk lánaða skó, hé­ðan og þaðan, en í kast- greinunum varð hann að vera í skóm af Jóel Sigurðssyni en þeir voru tveimur númerum of stórir. Á gullaldarárunum var áhorfendaskari allan hringinn á Melavellinum á frjálsíþrótta- mótum sem voru mun betur sótt en knattspyrnuleikir. Boðhlaupssveitin í 1.000 metra boðhlaupinu í lands- keppni við Dani. Frá vinstri: Guðmundur Lárusson, Ásmundur Bjarnason og Clausenbræður. Finnbjörn Þorvaldsson varð Norðurlandameistari 14 í 100 og 200 metra hlaupi - og setti Íslandsmet í báðum greinum.

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.