Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 46
4 ský | 1. tbl. 2008
E igendur Deloitte hf. eru nú 33 talsins og starfa þeir allir hjá félaginu. Forsvarsmenn þess hafa verið virkir í starfi Félags löggiltra endurskoðenda (FLE), bæði með stjórnarsetu og
störfum í fagnefndum.
Þorvarður Gunnarsson er forstjóri Deloitte. Hann segir að
fyrirtækið sé í sífelldri sókn og að áhersla sé lögð á að sníða
starfsemina að þörfum viðskiptavinanna:
„Þær sameiningar sem áttu sér stað voru liður í þeirri stefnu
félagsins að efla þjónustuna með aukinni sérhæfingu og víðtækari
ráðgjöf. Þannig erum við betur í stakk búin til þess að uppfylla
fjölbreyttar þarfir íslenskra fyrirtækja í síbreytilegu umhverfi.
Okkar stærsta svið byggir á endurskoðun og reikningsskila-
ráðgjöf en við höfum einnig verið að auka umsvif okkar á sviði
sérfræðiráðgjafar, fjármálaráðgjafar, skatta- og lögfræðiráðgjafar og
svo síðast en ekki síst áhættuþjónustu sem lýtur að áhættugreiningu
í verkferlum og tölvukerfum. Fjárstoð ehf., sem við eigum
meirihluta í, er útvistunarfyrirtæki á sviði bókhalds, launavinnslu
og fjármálatengdrar útvistunar. Með þessum hætti er okkur kleift
að vera meira en ella á ráðgjafarsviði, í stað þess að vera aðallega á
sviði endurskoðunar.
Megintilgangur sameiningar er efling þjónustu
Megintilgangur sameiningarferlisins sem við fórum í gegnum á
sínum tíma var að efla þjónustuna. Það var augljóst að til þess að
geta fylgt eftir framsýnum viðskiptavinum okkar var nauðsynlegt
að stækka félagið og auka umsvifin. Það varð úr á árunum 1999
og 2000 að fjögur endurskoðunarfyrirtæki, sem öll voru á bilinu
30-40 manna félög, sameinuðust undir merkjum Deloitte hf.
Í dag starfa um 200 manns hjá fyrirtækinu; endurskoðendur,
ýmsir sérfræðingar, lögfræðingar og viðskiptafræðingar. Að auki er
fjöldi starfsmanna sem sinnir almennum skrifstofu- og ritarastörfum
ásamt bókhaldi.“
Að hve miklu leyti sinnir Deloitte hf. íslenskum
fyrirtækjum í útrás og hver eru alþjóðleg tengsl félagsins?
„Deloitte hf. er aðili að alþjóðafyrirtækinu Deloitte Touche Tohmatsu
og er eitt af stærstu fyrirtækjum heims á sviði endurskoðunar og
ráðgjafar. Um 150.000 manns starfa hjá fyrirtækinu í yfir 140
löndum um allan heim. Aðild að alþjóðafyrirtækinu veitir félaginu
aðgang að miklum upplýsingum og hefur aukið þekkingu og
hæfni starfsmanna. Með aðildinni eru lagðar skyldur á félagið um
að uppfylla fjölmargar kröfur um gæði veittrar þjónustu og öguð
vinnubrögð.
Með því að nýta net Deloitte-sérfræðinga um allan heim höfum
við getað aðstoðað íslensk fyrirtæki í sinni útrás. Við höfum m.a.
unnið áreiðanleikakannanir og verðmat í tengslum við yfirtökur
og kaup á fyrirtækjum, ásamt annarri sérhæfðri ráðgjöf eins og við
innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS). Deloitte er
Deloitte hf. byggir á starfsemi fjögurra rótgróinna endurskoðunarskrifstofa; Endurskoðun
Sigurðar Stefánssonar, Stoð Endurskoðun, Löggiltir endurskoðendur hf. og EBEÁ
Endurskoðun, en þessi fyrirtæki sameinuðust á árunum 1999 og 2000. Við lok ársins
2003 var nafni Deloitte & Touche breytt í Deloitte. Félagið flutti búferlum nýlega en nýjar
höfuðstöðvar þess eru í hinum glæsilega Turni í Kópavogi. Þar mun Deloitte hf. eflaust
gefast frekara tækifæri til að vaxa enda sómir félagið sér vel á toppnum.
Deloitte flutti nýlega búferlum og eru
höfuðstöðvar þess nú í Turninum í
Kópavogi.
Texti: Hrund Hauksdóttir • Myndir: Geir Ólafsson
trónir á
toppnum
í turninum